Fréttablaðið - 26.03.2022, Page 20

Fréttablaðið - 26.03.2022, Page 20
Sif Sigmarsdóttir n Mín skoðun n Gunnar ÚTGÁFUFÉLAG: Torg ehf. STJÓRNARFORMAÐUR: Helgi Magnússon FORSTJÓRI OG ÚTGEFANDI: Jón Þórisson RITSTJÓRI: Sigmundur Ernir Rúnarsson ser@frettabladid.is, FRÉTTASTJÓRAR: Aðalheiður Ámundadóttir adalheidur@frettabladid.is Ari Brynjólfsson arib@frettabladid.is, Garðar Örn Úlfarsson gar@frettabladid.is VEFSTJÓRI: Einar Þór Sigurðsson einarthor@frettabladid.is Fréttablaðið kemur út í 80.000 eintökum og er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslun um á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. ISSN 1670-3871 FRÉTTABLAÐIÐ Kalkofnsvegur 2, 101 Reykjavík Sími: 550 5000, ritstjorn@frettabladid.is HELGARBLAÐ: Björk Eiðsdóttir bjork@frettabladid.is MENNING: Kolbrún Bergþórsdóttir kolbrunb@frettabladid.is ÍÞRÓTTIR: Hörður Snævar Jónsson hoddi@frettabladid.is LJÓSMYNDIR: Anton Brink anton@frettabladid.is FRAMLEIÐSLUSTJÓRI: Sæmundur Freyr Árnason sfa@frettabladid.is Aðskilnað- arstefnan er rekin hér á landi. Hún er fólgin í því að verð- leggja sam- félagsþátt- töku barna og setja verðmiða á sjálfsögð réttindi þeirra. Shinoda hafði helgað sig því að minna umheim- inn á hryll- inginn sem hlaust af kjarnorku- sprengj- unni. Sigmundur Ernir Rúnarsson ser @frettabladid.is Það var á sólríkum sunnudegi fyrir nokkrum árum að ég heimsótti sýningu á Þjóðminja- safni Bretlands um rómverska keisarann Hadrían. Hadrían ríkti frá árinu 117 til 138 og er þekktur fyrir að vera einn af „góðu keisurunum fimm“. Á sýningunni sást þó að embættisferill Hadríans var ekki jafnflekk- laus og viðurnefnið gaf til kynna. Í einum sýningarskápanna gat að líta eigur flóttafólks sem flúið hafði vægðarlaus þjóðarmorð Hadríans á gyðingum. Þarna var leðursandali, matardiskur úr viði, spegill og húslykill. Lykillinn fangaði hug minn þar sem ég stóð yfir gljáfægðum glerkassa með bolla af nýlöguðu kaffi í greipunum. Hann var svo fallega merkingarþrunginn. Þótt eigandi lykilsins hefði aldrei snúið aftur til síns heima táknaði hann von. Mér varð hugsað til lykilsins í vikunni. Hversu margir húslyklar eru í vösum úkraínskra flóttamanna? En svo runnu á mig tvær grímur. Í næsta mánuði eru fimm ár liðin frá því að umdeild breyting var gerð í friðarsafninu í Hírósíma. Frá árinu 1971 höfðu þrjár gínur staðið í safninu, líkneski af konu og tveimur börnum sem reika skaðbrennd um borg í logum. Var gínunum ætlað að fanga aðstæður í Hírósíma fyrstu andartökin eftir að kjarn- orkusprengju var varpað á borgina 6. ágúst 1945. En í apríl 2017 voru þær fjarlægðar. Stuttu fyrir brotthvarf líkneskjanna heimsótti blaðamaður The Times safnið. Þar hitti hann fyrir hina rúmlega áttræðu Megumi Shinoda. Shinoda var þrettán ára þegar kjarnorkusprengjunni var varpað á heimaborg hennar. Systir hennar og yngri bróðir létust í árásinni. Stuttu síðar missti hún flestalla ættingja sína úr krabbameini af völdum geislavirkni. Shinoda hafði helgað sig því að minna umheiminn á hryllinginn sem hlaust af kjarnorkusprengjunni. Hún trúði því að koma mætti í veg fyrir að atburðurinn endurtæki sig ef við gættum þess að gleyma ekki. Shinoda var stödd í safninu til að berjast gegn því að gínurnar yrðu fjarlægðar. „Fólkið leit nákvæmlega svona út,“ sagði hún við blaðamann The Times og benti á plastlíkneskin. „Fólkið var sótsvart og rauðflekkótt, líkamar þaktir brunasárum og blóði. Það var varla að sjá að þetta væru manneskjur. Fólkið teygði fram handleggina því húðin bráðnaði utan af holdinu – aðeins neglurnar héldust á sínum stað. Fötin höfðu fuðrað upp og það kallaði „mamma, mamma“. Fólk dó gangandi.“ Shinoda brast í grát. „Ef gínurnar eru fjarlægðar úr safninu, hvernig á fólk að fara að því að muna?“ Við eigum að vera hrædd Vladímír Pútín Rússlandsforseti sagðist við upphaf innrásarinnar í Úkraínu hafa virkjað hersveitir landsins sem sjá um kjarnorku- vopn. Fórnarlömb stríðsins sem nú geisar eru mörg. Ekki er ólíklegt að eitt þeirra verði alþjóðlegar tilraunir til kjarnorkuafvopn- unar. Óhugnaður dvínar með tíma. Það sem var fyrir tvö þúsund árum sársauki einstakl- ings af holdi og blóði sem horfði upp á lífið murkað úr vinum og ættingjum í þjóðernis- hreinsunum er nú snotur myndlíking handa menningarvitum og túristum sem upphefja sig og andann yfir sunnudagskaffibollanum. Gínurnar í friðarsafninu voru fjarlægðar því þær þóttu ósmekklegar og helst til ógn- vekjandi. „En við eigum að vera hrædd,“ sagði Shinoda. Í stað þeirra komu menjar í anda lykilsins í Þjóðminjasafni Breta, munir úr fórum þeirra sem urðu fyrir árásinni, sjón sem hægt er að virða fyrir sér án þess að svelgjast á helgarkaffinu. Sjötíu og sjö ár eru liðin frá því að kjarn- orkuvopnum var beitt í stríði í fyrsta og eina sinn. Minnkandi vilji til að fækka kjarnorku- vopnum í heiminum í kjölfar yfirstandandi stríðs yrði ósigur mannkynsins alls. Við getum aðeins vonað að það taki hrylling lengri tíma að hverfast í myndlíkingu. ■ Þegar fólk dó gangandi Vegg/Loftapanill 12x120mm - 252 fm. Gólfborð 28x120mm - 97 fm. Verð fyrir allan pakkann 903.000 kr. Verð sirka í Bykó/Húsa 1,806.000 Efnið er nýtt og er enn í pakkningunum. Einig til sölu nýtt hert öryggisgler í svörtum ramma 200x200 cm. tilvalið skjólveggi. Uppl. í síma 618 4341 Til sölu Inanahússpanill og Gólfborð Þegar öllu er á botninn hvolft og hismið er skilið frá kjarnanum eigum við sem samfélag að huga að velferð barna. Ekkert hlutverk er fullorðnu fólki göfugra en að tryggja farsæld yngstu kynslóðarinnar og auka lík- urnar á bjartri framtíð hennar. En okkur hefur ekki orðið mjög ágengt í þessum efnum. Við höfum búið til samfélag sem hafnar börnum í stórum hópum. Og hvort sem okkur líkar betur eða verr hefur okkur verið nokk sama þótt minnstu börnin okkar njóti ekki þeirrar þjónustu sem tryggir þeim þroska, færni og aukin lífsgæði. Árið 2020 voru 5.057 íslensk börn undir fátæktarmörkum, samkvæmt skilgreiningum OECD. Að baki tölunni eru brostnar vonir og útilokun frá þátttöku í einu ríkasta samfélagi heims. Aðskilnaðarstefnan er rekin hér á landi. Hún er fólgin í því að verðleggja samfélagsþátttöku barna og setja verðmiða á sjálfsögð réttindi þeirra. Og svívirðan er fólgin í því að skipta börnum samfélagsins í þann flokk sem hefur efni á þjónustu og hinn hópinn sem getur í besta falli verið áhorfandi að möguleikum dagsins. Á málþingi Velferðarsjóðs barna sem fram fer í dag í húsakynnum Íslenskrar erfðagrein- ingar er spurt jafn ásækinna spurninga og þær geta verið óþægilegar. Af hverju eru börn rukkuð fyrir leikskóla, skólamáltíðir, tónlist- arnám, fótboltaæfingar og tannréttingar? Málþingið er haldið í ljósi þess að efnahags- legur ójöfnuður barna er tilfinnanlegur á Íslandi og þar verður leitast við að svara þeirri áleitnu spurningu hvort það sé raunverulegur vilji til þess að öll börn fái jöfn tækifæri í lífinu. Nú um stundir virðist það einmitt vera svo að eitt ríkasta samfélag heims hafi ekki efni á öllum sínum börnum. Það setur þau fremur á biðlista en að sinna þeim. Það flækir kerfið svo mjög úr hófi að mikilvægustu lagfæringar á heilsugöllum barna sitja á hakanum. Hvaða skilaboð eru það til barns að það fái ekki sálfræðimeðferð vegna alvarlegra and- legra vandræða fyrr en eftir dúk og disk? Hvaða boðskapur er fólginn í því að tveggja ára barn með málþroskaröskun þurfi að bíða í tvö ár eftir þjónustu talmeinafræðings? Hvað merkir sú orðsending í raun og veru að tann- réttingar barna séu aðeins á færi aflögufærra foreldra? Aðskilnaðarstefnan er rekin hér á landi. Við gerum ráð fyrir f lestum börnum okkar, en ekki öllum. ■ Fátækt barna  SKOÐUN FRÉTTABLAÐIÐ 26. mars 2022 LAUGARDAGUR
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.