Fréttablaðið - 26.03.2022, Page 29

Fréttablaðið - 26.03.2022, Page 29
Hækkandi aldur mæðra Aldur mæðra bæði á Íslandi og í öðrum vestrænum löndum er að hækka. Árið 2020 voru tæplega 20 prósent (19,6%) kvenna sem fæddu barn 35 ára og eldri, borið saman við árið 2000 þegar þær voru rúmlega 15 prósent (15,3%) og 1980 tæp- lega 8 prósent (7,8%). Meðalaldur kvenna sem fæddu barn árið 2020 var 30 ár og þær sem fæddu fyrsta barn 28 ár. Árið 2000 var meðalaldur við fæðingu fyrsta barns 25,5 ár og ef við förum aftur til 1980 var meðalaldur kvenna sem áttu sitt fyrsta barn 21,9 ár. Einnig sjáum við þróunina í hina áttina að mun færri konur eru að eignast sitt fyrsta barn yngri en 20 ára, 1,2 prósent árið 2020 samanborið við 13,9 prósent árið 1980. Með auknum aldri er líklegra að heilsufarsvandi sé til staðar hjá öllum og sá vandi getur haft þýðingu á meðgöngu hjá konum. Meðgönguverndin er almennt skipulögð þannig að frumbyrjum er boðið að koma í tíu skoðanir hjá ljósmóður og fjölbyrjur koma sjö sinnum. Fjölbyrjum, 35 ára og eldri, er boðið að koma í tíu skipti. Í með- gönguverndinni er gert mat á áhættuþáttum hjá öllum konum og gerð einstaklings- miðuð áætlun eftir því; almennri líðan, heilsufari, félagslegum aðstæðum o.fl. Áætl- unin miðar að því að auka líkur á að vel gangi, bæði hjá móður og barni. Mæðurnar fimm eru sammála um að aukinn þroski nýtist vel í barnauppeldinu og eins sé kostur að lífið sé nú í rólegri takti en hann var í kringum tvítugt. Berglind: „Ég hélt að meðgangan yrði erfiðari þar sem ég væri eldri, en mér leið ótrúlega vel. Mér fannst einhvern veginn líkami minn loks vera með tilgang. Það er líka magn- að hvernig maður síðan upplifir fæðinguna á jákvæðan hátt þó það hafi reynt á að fæða barnið.“ Christina: „Ég áttaði mig á því að ég væri ólétt rétt fyrir fertugsaf- mælið. Ég átti erfiða meðgöngu og kastaði upp allan sólarhringinn fyrstu fjóra mánuðina. Ég ætlaði að halda risa partí en sat niðri á Land- spítala með næringu og ógleðilyf í æð, nýbúin að fá vítamínsprautu í rassinn og hugsaði: Er þetta allur glamúrinn við að verða fertugur? Ég átti tvo stráka frá fyrra sambandi og maðurinn minn einn. Hann lang- aði að bæta við barni og ég ákvað að gefa honum þriggja mánaða glugga í að gera mig ólétta,“ segir hún og hlær. „Það gekk betur en ég hafði haldið.“ Þórunn Clausen: „Það dundu mörg áföll yfir frá því ég eignaðist strákana þar til ég átti hana. Ég var því mikið meðvitaðri um allt sem gæti farið úrskeiðis. Ég hugs- aði að ég ætti tvö heilbrigð börn og óttaðist að fara að eignast barn sem ég gæti misst. Eins óttaðist ég um eigin heilsu, að synir mínir gætu misst mig, því þeir eiga ekki pabba,“ segir Þórunn sem missti eiginmann sinn og hinn barnsföður fyrir ell- efu árum. „Mér fannst ég svolítið vera að spila rússneska rúllettu, ég ætti fullt í lífinu og það væri frekja að biðja um meira. En mig langaði alltaf í litla stelpu.“ Dísella: „Hjá mér er þetta þann- ig að um leið og eitt er hætt á bleyju þá kem ég með nýtt,“ segir hún en fimm ár eru á milli barnanna þriggja. „Maður er náttúrlega geggj- aður að koma með eitt í viðbót en ég var ekki tilbúin í að hætta. Ég er líka búin að vera að reyna að vera með „career“ á hliðinni og alltaf með annan fótinn úti í New York,“ segir Dísella sem starfað hefur fyrir Metro politan-óperuna þar í borg. „Það er mjög eðlileg umræða úti að frysta eggin og fresta þessu.“ Berglind: „Ég hefði örugglega misst af því að eignast barn hefði ég búið áfram í Los Angeles,“ segir Berglind sem bjó þar um árabil og starfaði sem leikkona og fyrirsæta. Christina: „Ég fann að ég vildi prófa þegar ég upplifði að ég væri að missa ákvörðunarvaldið. Að ég gæti ekki frestað þessu lengur. En það hentar aldrei fullkomlega að setjast niður og ákveða barneignir.“ Óttinn … Með aldrinum aukast líkur á með- göngusjúkdómum og því lék blaða- manni forvitni á að vita hvort það hefði valdið áhyggjum á meðgöng- unni. Þórunn Clausen: „Þetta tengist líka hormónum en ég hafði mikið meiri áhyggjur.“ Þórunn Högna: „Já, ég tengi við það líka.“ Berglind: „Það er líka alltaf verið að hræða mann í ferlinu, en sem betur fer er farið að skanna fyrir svo miklu. Maður er eldri og því eðlilega meiri hætta á fósturgöllum.“ Christina: „Því eldri sem maður er því meira veit maður að það er ekki sjálfsagt að fá heilbrigt barn eða að meðgangan gangi upp. Ég hafði mun meiri áhyggjur á þessari með- göngu en hinum tveimur. Einnig fór ég í NIPT-próf til að fá meiri vissu og það róaði mig mjög mikið. Þegar ég mætti í 20 vikna sónarinn var ég með spurningalista fyrir ljósuna.“ Dísella: „Áhyggjur mínar voru svolítið bara Covid-tengdar – að vera ekki að hitta fólk ef ég kæmist hjá því. Jú, reyndar var þetta erfiðari meðganga, ég veit ekki hvort það var vegna aldurs míns eða þar sem þetta var í fyrsta sinn stelpa í bumbunni,“ segir Dísella sem áður hafði gengið með tvo stráka. „Kannski var það blanda af báðu, en ég hugsaði að ef þetta væri aldurstengt hvort það þýddi að það gæti bitnað á barninu. Ég hafði svolitlar áhyggjur af því í þetta skiptið – ekki hin tvö þó það hafi tæknilega verið eldri mömmu meðgöngur,“ segir Dísella sem eign- aðist þrjú börn eftir 33 ára. Þórunn Clausen: „Þegar ég var komin 12 vikur fór ég í NIPT blóð- prufu í Finnlandi þar sem ég var í fótboltaferð með sonum mínum, þá var ekki hægt að fara í hana hér því það var lokað yfir sumartímann. Í svona blóðprufu, sem hægt er að fara í frá 9 vikum, er hægt að fá mun nákvæmari niðurstöður um fóstur- galla heldur en úr hnakkaþykktar- mælingu. Það er meira að segja hægt að segja til um kynið í þessari blóð- prufu. Þessi prufa róaði mig líka heilmikið eins og Christinu. Þórunn Högna: „Mér var boðin legvatnsástunga sem ég afþakkaði en fór í blóðprufur og man hversu létt mér var þegar niðurstöðurnar voru allar góðar.“ Ólíkar upplifanir … Með hækkandi aldri erum við flest meðvitaðri um hvað tíminn líður hratt og má heyra á þessum mæðr- um að það er þeim ofarlega í huga. Þórunn Clausen: „Dóttir mín tveggja ára var að fara í næturpöss- un í fyrsta sinn um síðustu helgi þegar ég fór til útlanda að vinna.“ Þórunn Högna: „Mín hefur aldrei farið í næturpössun og er orðin sex ára. Hún hefur bara verið pössuð heima. Við höfum einu sinni farið tvö erlendis en höfum svo bara tekið hana með. Okkur finnst það auð- veldara en að reyna að fá pössun.“ Þórunn Clausen: „Já, það er nú eitt, það er erfiðara að fá pössun. Covid hefur ekki hjálpað til við það heldur þannig að það er staða sem margir eru búnir að vera í síðustu tvö árin.“ Berglind: „Við erum mjög meðvit- uð um að gera sem mest úr tíman- um með henni. Sumir halda að þeir hafi svo langan tíma en maður veit ekkert um það. Ég er mjög dugleg að taka myndir og skrá niður hluti, svo hún eigi það seinna. Ég finn líka að maðurinn minn upplifir þetta á aðeins annan hátt en áður. Hann hefur meiri tíma, er með mér í öllu, meðgöngujóga og svo framvegis.“ Þórunn Clausen: „Fólk spyr hvort það sé ekki erfitt að fara í gegnum svefnleysi en ég hef ekki fundið fyrir því. Maður er kannski búinn að vera svefnlaus í svo mörg ár að maður finnur engan mun. En það eru margir sem einblína á þetta.“ Þórunn Högna : „Mér f innst minna mál að vakna snemma eða á nóttunni í dag en þegar ég var ung.“ Þór unn Clausen : „Ég naut brjóstagjafarinnar enn meira. Ég upplifði mikið að vera að gera þetta í síðasta sinn og vildi njóta þess.“ Þórunn Högna: „Ég veit alveg að margar mæður lenda í svefnleysi en ég slapp við það. Ég held að þetta haldi manni ungum.“ Christina: „Við maðurinn minn eigum bara börn úr fyrri sam- böndum og ég kalla dóttur okkar oft púslið sem púslaði okkur saman. Við öll eigum hana saman. Strák- arnir dýrka hana allir og bera hana á höndum sér. Það er ótrúlegt hvað svona lítill einstaklingur getur gert fyrir svona samsettar fjölskyldur.“ Þórunn Clausen: „Það er engin afbrýðisemi gagnvart þessu barni. Það eiga hana allir.“ Þórunn Högna: „Hin börnin segja að allt sé látið eftir henni. Ég ræð þó betur við að segja nei við hana heldur en pabbi hennar,“ segir hún og hlær. Þórunn Clausen: „Mér finnst ég líka vera með f leiri uppeldisverk- færi í töskunni en áður og kann betur að semja við hana.“ Vinirnir … Hvernig ætli vinirnir, sem flestir eru búnir með „barnapakkann“, hafi tekið fréttunum? Berglind: „Ég finn að vinkon- urnar eru frekar til í að passa fyrir mann en þær hefðu verið þegar allar voru með smábörn – enda eru þær margar hverjar núna tilbúnar í að verða ömmur.“ Christina: „Ég fékk mikið að heyra: „Hvernig nennirðu þessu?“ En svo kynnist maður líka nýju fólki. Ég á æðislegan vinkvennahóp en þær eru auðvitað lausari en ég og eru meira í jóga, bröns og að sötra kampavín um helgar. En ég er einnig búin að ná aftur sambandi við aðrar vinkonur sem eru á svipuðum stað og ég, vakna sjö og fara í ballett. Ég er með saumaklúbb um helgina og bauð klukkan 10 á laugardags- morgun.“ Þórunn Högna: Ég finn alveg fyrir því að mínar vinkonur eru búnar með þetta. En maður er líka hættur að pæla í því hvað öðrum finnst og gerir það sem maður vill.“ Útreikningur … Ætli þær hugsi út í það hvað þær verði gamlar við hin og þessi tíma- mót í lífi barnsins? Þórunn Högna: „Það var ein- hver sem sagði við mig: „Hvað Maður er náttúrlega geggjaður að koma með eitt í viðbót en ég var ekki tilbúin í að hætta. Dísella Meðgöngusjúkdómar líklegri Það eru auknar líkur á meðgöngusjúkdómum með auknum aldri og ef þungun er með gjafa- eggi er það viðbótaráhætta; það eru auknar líkur á háþrýstingssjúkdómi/meðgöngueitrun, með- göngusykursýki, blóðsega, vaxtarskerðingu hjá fóstrinu og fyrirburafæðingu. Viðbótarskoðan- irnar eru því í boði þar sem mældur er blóð- þrýstingur og skimað fyrir háþrýstingssjúkdómi. Í upphafi meðgöngu er skimað fyrir meðgöngu- sykursýki og á meðgöngunni er metið hvort þörf er á vaxtarmati fósturs með ómskoðunum. Ef konur eru fertugar eða eldri er mælt með fyrirbyggjandi meðferð með hjartamagnýli fyrir þær sem ganga með sitt fyrsta barn og þörf á blóðsegavörn er metin. Eins er mælt með að bjóða framköllun fæðingar við 40 vikur.  Helgin 29LAUGARDAGUR 26. mars 2022 FRÉTTABLAÐIÐ
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.