Fréttablaðið - 26.03.2022, Side 33
KYNN INGARBLAÐ
ALLT
LAUGARDAGUR 26. mars 2022
ALOE VERA
MELTING & BÓLGUR
85%VIRKTCURCUMIN
www.celsus.is
Meðlimir Mæðraveldisins eru f.v.
Þórdís Claessen, Sesar A. og Margrét
Thoroddsen. MYND/AAÐSEND
starri@frettabladid.is
Fyrsta plata Mæðraveldisins kom
út fyrr í þessum mánuði og er sam-
nefnd sveitinni. Útgáfunni verður
fagnað í kvöld með tónleikum
á Kex hosteli í Reykjavík. Meðal
sérstakra gesta verður Blaz Roca
og plötusnúðurinn Ása Kolla mun
þeyta skífum og halda dansinum
gangandi.
Hljómsveitin Mæðraveldið
samanstendur af rapparanum og
textasmiðnum Sesari A., Margréti
Thoroddsen, sem er söngrödd
hljómsveitarinnar og leikur á
hljómborð og ýmsa hljóðgervla, og
Þórdísi Claessen sem leikur á bassa
og sér um grafík sveitarinnar.
Meðlimir sveitarinnar lýsa
tónlist sinni sem dansvænni og
grípandi Afró-Cuban hipp hopp
tónlist, blandaðri danstónlist
tíunda áratugarins. Textarnir
endurspegla lífsreynslu meðlima,
ádeilumál samfélagsins, jafnt sem
innstu tilfinningar.
Upphaf sveitarinnar má rekja til
þess þegar Sesar A., sem stundum
er kallaður afi íslenska rappsins,
hóf leit að hljóðfæraleikurum til
að stofna hljómsveit. Markmiðið í
upphafi var að lögin yrðu að mestu
leikin á hljóðfæri, ólíkt forritaðri
danstónlist, og að flestir meðlimir
sveitarinnar væru kvenkyns.
Aðgangur er ókeypis. Partíið
byrjar kl 20.30 en Blaz Roca stígur
á svið kl 21.00.
Hægt er að hlusta á plötuna á
Spotify og fylgja sveitinni eftir á
Facebook. ■
Dansvænir
útgáfutónleikar
Úlfur Atlason sótti námskeið í Skema þegar hann var 13 ára og varð síðan þjálfari og er núna orðinn verkefnastjóri. FRÉTTABLAÐIÐ/SIGTRYGGUR ARI
Börnin læra forritun í háskóla
Skema í Háskólanum í Reykjavík er brautryðjandi í forritunarkennslu fyrir börn á Íslandi.
Undirstöðuatriði kennslunnar eru jákvæðni, myndræn framsetning og notkun á þrívíðum
forritunarumhverfum til að auðvelda börnum að stíga fyrstu skrefin inn í heim tækninnar. 2