Fréttablaðið - 26.03.2022, Side 34

Fréttablaðið - 26.03.2022, Side 34
Allt er kynningarblað sem býður auglýsendum að kynna vörur og þjónustu í formi viðtala og umfjallana. Í blaðinu er einnig hefðbundið rit- stjórnarefni. Blaðið fylgir Fréttablaðinu daglega. Umsjónarmenn efnis: Elín Albertsdóttir, elin@frettabladid.is, s. 550 5761 | Oddur Freyr Þorsteinsson, oddurfreyr@frettabladid.is s. 550 5766 | Sandra Guðrún Guðmundsdóttir, sandragudrun@frettabladid.is, s. 550 5762 | Starri Freyr Jónsson starri@frettabladid.is, s. 550 5767 | Þórdís Lilja Gunnarsdóttir, thordisg@frettabladid.is, s. 550 5768 Útgefandi: Torg ehf Ábyrgðarmaður: Jón Þórisson Sölumenn: Arnar Magnússon, arnarm@frettabladid.is, s. 550 5652, Jón Ívar Vilhelmsson, jonivar@frettabladid.is, s. 550 5654, Jóhann Waage, johannwaage@frettabladid.is, s. 550 5656, Ruth Bergsdóttir, ruth@frettabladid.is, s. 694 4103. Úlfur Atlason er verkefnastjóri hjá Skema, en hann byrjaði að vinna þar 13 ára gamall eftir að hafa setið námskeið. Þegar hann er spurður hvernig það hafi komið til, svarar hann: „Ég sótti námskeið hjá Skema þegar ég var 13 ára og þótti mjög skemmtilegt auk þess sem mér gekk mjög vel. Síðar var ég gestur á UT Messu í Hörpu en þar var Skema að kynna sig. Þá var mér boðin vinna sem aðstoðarþjálfari, jafnt að hjálpa til í kennslunni og aðstoða krakkana ef á þurfti að halda. Síðan vann ég mig upp í starfi og varð þjálfari og eftir því sem tíminn leið fékk ég fleiri verkefni og meiri ábyrgð. Nú er ég orðinn verkefnastjóri,“ segir Úlfur sem verður 22 ára síðar á árinu. Allir geta lært forritun Úlfur segist snemma hafa fengið áhuga á tölvum og tölvuleikjum. „Ég fann mig ekki í öðrum tóm- stundum. Spilaði mikið tölvuleiki og var aðeins farinn að fikta við forritun. Þegar ég fór á námskeiðið kom það mér mjög vel af stað og ég sé ekki eftir að hafa sótt það. Það var ekki flókið fyrir mig að læra forritun enda geta allir lært hana. Best er að byrja á einhverju einföldu og nauðsynlegt að læra grunninn sem krakkarnir gera hjá Skema. Við kennum forritun í gegnum leik þannig að þetta er mjög skemmtilegt og flestum nemendum finnst þetta gaman auk þess sem áhugi þeirra kviknar á forritun.“ Úlfur segir að atvinnumöguleik- ar séu miklir í forritun. „Við sjáum fram á það í framtíðinni að forrit- unar-, tölvu- og tæknikunnátta séu mikilvægustu eiginleikar sem fólk getur haft á vinnumarkaðnum. Sú vegferð er auðvitað hafin en á eftir að verða mun mikilvægari. Ég myndi segja að forritunarnám opni margar dyr,“ segir hann. Fjölbreytt og skapandi nám Námskeiðin hjá Skema sem fara fram í Háskólanum í Reykjavík eru fjölbreytt og skapandi. Kennt er allt árið og sumarnámskeiðin hafa verið afar vinsæl. „Skema miðar að því að veita öllum börnum á Íslandi tækifæri til þess að læra for- ritun. Við höfum tileinkað okkur fjölbreyttar leiðir til þess að ná þessu markmiði en við höldum námskeiðin í HR allt árið, þjálfum einnig grunnskólakennara og kennum forritun inni í grunnskól- um. Þá höldum við opna viðburði/ smiðjur á bókasöfnum og mætum á stóra tækniviðburði, eins og UT- messuna og Vísindavöku Rannís,“ upplýsir Úlfur. „Námskeiðin eru gríðarlega vinsæl og við fáum nokkur þúsund nemendur á hverju ári,“ segir hann. „Við náum mjög vel til krakkanna í gegnum grunnskólana en nem- endur á námskeiðunum okkar eru frá 4 -14 ára. Yngstu börnin eru einstaklega móttækileg og eru fljót að tileinka sér forritun. Þeim mun yngri sem börnin eru því betra er að kenna þeim. Þau læra í gegnum skemmtilega leiki sem efla sköp- unargáfu þeirra auk þess sem þau tileinka sér gagnrýnni hugsun og stafrænt læsi. Kynjahlutföllin á námskeiðunum eru nokkuð jöfn en við viljum leggja áherslu á að fá fleiri stelpur, sérstaklega vegna þess að konur eru í miklum minni- hluta í tæknigreinum yfirleitt. Okkur er sérstaklega annt um að rétta þennan kynjahalla. Við bjóðum upp á sérstök sjálfstyrkj- andi forritunarnámskeið fyrir stelpur. Einnig leggjum við áherslu á að vera með góðar kvenkyns fyrirmyndir í okkar starfsmanna- hópi en meirihluti þjálfaranna er stelpur,“ segir Úlfar. „Þess má geta að fyrsti forritarinn í heiminum var kona, Ada Lovelace. Konur eru mjög góðar og jafnvel betri en karlar í forritunarstörfum. Alls kyns rannsóknir hafa sýnt það,“ segir Úlfur. „Það þarf að brjóta niður staðalímyndir hjá börnum sem telja oft að einungis sveittir karlar séu forritarar. Fæstir gera sér grein fyrir hversu fjölbreyttur starfsvettvangur forritun er,“ segir Úlfur. Sumarævintýri í HR „Aðferðafræðin sem notuð er við kennsluna var þróuð af stofnanda Skema árið 2011 en hún felur í sér að mæta hverjum nemanda þar sem hann er staddur með námi í gegnum leik og skapandi hugsun. Við bjóðum upp á þrjár vetrarannir og eina sumarönn. Á veturna erum við með lengri námskeið í ellefu vikur. Einnig er boðið upp á stök helgarnámskeið og síðan sumarnámskeiðin sem standa yfir í fimm daga. Þá er boðið upp á skemmtilega dagskrá í leik og námi. Krakkarnir fá að kafa djúpt í forritunina og svo hvílum við okkur á milli og skoðum fal- lega náttúruna í kringum skólann. Við leggjum áherslu á að stunda heilbrigða tölvunotkun og þetta er sannkallað sumartækniævintýri. Ef krakkarnir byrja ungir í Skema geta þau komið sumar eftir sumar og bætt sig enn frekar.“ Úlfur segir að krakkarnir séu upp með sér að setjast á skólabekk í háskóla. „Þau eru afar stolt af því og segja gjarnan að HR sé skólinn þeirra. Foreldrar eru líka stoltir af börnum sínum að vera komin í háskóla að læra forritun. Krakk- arnir eru áhugasamir um námið auk þess sem það gefur þeim góða reynslu út í lífið. Þeir sem komu á námskeið í upphafi Skema eru sjálfir komnir í háskólanám núna eða að útskrifast úr menntaskóla. Margir sem ég hef talað við hafa sagt mér að námskeiðið hjá Skema hafi vakið áhuga þeirra á tækni- geiranum og þau hafi gjarnan valið sér menntaskólagreinar í framhaldi af því, til dæmis tölvunarfræði. Það er mjög gaman að sjá að verk- efnið skilar sér út í atvinnulífið. Hjá Skema starfa nokkrir fyrrverandi nemendur,“ segir Úlfur enn fremur. Skema er samfélagslegt verkefni og rekið án hagnaðar. „Allt sem við gerum er til að bæta samfélagið og veita börnum tækifæri til að nýta tæknina til að vinna með sér en ekki einungis vera neyt- endur hennar. Verkefnið er liður í samfélagslegri ábyrgð Háskólans í Reykjavík. Við hjá Skema tökum á móti öllum börnum og hægt er að greiða fyrir námskeiðið með frí- stundastyrk.“ Næstu vetrarnámskeið hjá Skema er 1. og 2. apríl, síðan verða námskeið í maí áður en sumar- námskeiðin hefjast. Einnig verður Skema með viðburð í páskafríinu sem kallast Skapandi tæknidagar sem verður mjög spennandi. ■ Hægt er að skoða námskeiðin og skrá börnin á heimasíðunni skema.is. Börn frá 4 ára aldri geta komið á námskeið í for- ritun hjá Skema. Fyrrverandi nemendur fá oft tækifæri til að þjálfa þau yngri. Forritunin er kennd í gegnum skemmtilega leiki. Úlfur segir að börn séu mjög móttekileg fyrir forritun og allir geti lært hana. FRÉTTABLAÐIÐ/SIGTRYGGYR ARI Krakkarnir eru áhugasamir um námið auk þess sem það gefur þeim góða reynslu út í lífið. 2 kynningarblað A L LT 26. mars 2022 LAUGARDAGUR
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.