Fréttablaðið - 26.03.2022, Side 42
Sérfræðingur í greiningum
Bandalag háskólamanna (BHM) óskar eftir að ráða kraftmikla og metnaðar fulla manneskju í nýtt starf
sérfræðings í greiningum. Viðkomandi heyrir undir framkvæmdastjóra og starfar náið með honum,
hagfræðingi, formanni og öðru starfsfólki BHM og aðildarfélaga þess.
Starfssvið
• Hagrænar úttektir og greiningar fyrir vefmiðla
• Upplýsingagjöf til aðildarfélaga BHM varðandi
kjaratölfræði og önnur tengd málefni
• Ritun og undirbúningur umsagna um þingmál
• Seta í nefndum og starfshópum samkvæmt ákvörðun
formannaráðs eða stjórnar BHM
• Útfærsla sameiginlegra stefnumála í samvinnu við aðra
sérfræðinga bandalagsins
• Önnur verkefni tengd kjara- og réttindamálum eftir því sem
við á, s.s. vegna kjaraviðræðna og tilfallandi aðstoð við
aðildarfélög BHM
Bandalag háskólamanna er regnhlífarsamtök 28 fag- og stéttarfélaga háskólamenntaðs fólks með samtals um sautján
þúsund félagsmenn innan sinna raða. Félagsmenn starfa á öllum sviðum íslensks atvinnulífs, jafnt hjá ríki, sveitarfélögum,
sjálfseignarstofnunum og einkafyrirtækjum. Nánari upplýsingar um BHM má nálgast á vef bandalagsins, www.bhm.is
Umsóknarfrestur er til og með 10. apríl 2022. Umsókn óskast fyllt út á intellecta.is og með henni skal fylgja ítarleg starfsferilsskrá og
kynningarbréf þar sem gerð er grein fyrir ástæðu umsóknar og rökstuðningur fyrir hæfni viðkomandi í starfið. Áhugasamir einstaklingar,
óháð kyni, eru hvattir til að sækja um. Farið verður með allar fyrirspurnir og umsóknir sem trúnaðarmál og þeim svarað að ráðningu lokinni.
Nánari upplýsingar veita Thelma Kristín Kvaran (thelma@intellecta.is) og Hafdís Ósk Pétursdóttir (hafdis@intellecta.is) í síma 511 1225.
Menntunar- og hæfniskröfur
• Háskólagráða sem nýtist í starfi, til dæmis á sviði hagfræði,
viðskiptafræði eða verkfræði
• Þekking á málefnum stéttarfélaga og málefnum vinnumarkaðar
• Geta til að greina stofngögn og setja þau fram með aðgengilegum hætti
• Þekking á sviði viðskiptagreindar
• Geta til að setja fram gögn og kynningar á skýran og skilmerkilegan hátt
• Framúrskarandi samskiptahæfni
• Afburðafærni í að tjá sig í ræðu og riti á íslensku og ensku
• Jákvæðni, frumkvæði og sjálfstæð vinnubrögð
RÁÐGJÖF RÁÐNINGAR RANNSÓKNIR
Að gera betur í dag en í gær
er drifkraftur nýrra hugsana
og betri árangurs.
Starfsmenn eru lykill
að árangri allra fyrirtækja.
Rannsóknir auka þekkingu
og gera ákvarðanir markvissari
Intellecta ehf. Síðumúla 5 108 Reykjavík 511 1225 intellecta.is
Intellecta er sjálfstætt þekkingarfyrirtæki stofnað árið 2000. Við vinnum með stjórnendum
við að auka árangur, bæta rekstur og efla stjórnun. Ráðgjafar Intellecta hafa sterkan faglegan
bakgrunn og víðtæka alþjóðlega reynslu. Þennan grunn notum við í samvinnu við viðskiptavini
til að móta hugmyndir sem skipta máli og í innleiðingu lausna sem skila árangri.