Fréttablaðið - 26.03.2022, Blaðsíða 70

Fréttablaðið - 26.03.2022, Blaðsíða 70
Lóan er komin og vor er í lofti og þá er tilefni til að fagna með ljúffengum smáréttum og freyðandi drykkjum. Í tilefni þess að vorið er komið og það styttist í sumarið er upplagt að bjóða upp á blinis með sælkeratvisti sem gleður bæði augu og munn. sjofn@frettabladid.is j Hér er á ferðinni uppskrift að blinis með heitreyktri bleikju og epla- salati toppuðu með rifnu, fersku, íslensku wasabi sem fullkomnar daginn. Hægt er að setja það sem hugurinn girnist á blinis, það má til að mynda framreiða blinis með piparrótarsósu, reyktum laxi og toppa með harðsoðnu korn- hænueggi eða leika sér með tvisti af geitaosti og kryddjurtum. Leyfa bragðlaukunum og hugmynda- fluginu að ráða för og bjóða upp á freyðandi drykki með. Blinis með heitreyktri bleikju, eplasalati og toppað með fersku wasabi 1-2 heitreykt bleikjuflök (hægt að kaupa í flestum mat- vöruverslunum) Wasabi rót - íslensk (fæst hjá Nord ic Wasabi á Skólavörðustíg) Blinis Eplasalat Blinis 400 g bókhveiti 2 tsk. þurrger ½ tsk. salt 6 dl volg mjólk 4 egg 1 dl matarolía Blandið þurrefnunum saman í skál, hellið svo volgu mjólkinni út í smátt og smátt og hrærið vel í. Bætið nú olíu og eggjum út í og látið skálina standa á hlýjum stað í klst. Bakið örlitlar lummur úr deiginu á meðal hita en notið góða pönnu, þá festast lummurnar síður á. Þegar búið er að kæla þær er upp- lagt að setja á þær kræsingar sem hugurinn girnist. Eplasalat 2 epli, skræld og skorin í bita 1 fennel, skorið í teninga ½ sítróna, safi og börkur Örlítið salt 100 ml rjómi, léttþeyttur 20-30 g rifið wasabi (ferskt) 10 g dill (eiga auka til skreytingar ef vill) 10 g hunang Setjið epli og fenniku í skál, bætið smávegis sítrónusafa og salti saman við og látið standa. Saltið lítillega léttþeyttan rjóma og blandið honum saman við eplin og fennelið. Passið að það komi ekki of mikill safi af eplunum. Rétt áður en þetta er sett ofan á bleikjusneið- arnar á blinis-kökunum, bætið þá fínt söxuðu dilli og hunangi saman við. Vert er að geta þess að þetta salat passar með öllum reyktum og söltum mat og hægt er að leika sér með það sem meðlæti. Samsetning Skerið bleikjuflökin í litlar sneiðar sem passa á blinis, mega fara aðeins út fyrir þegar þær eru lagðar þvert yfir á blinis-kökurnar. Raðið blinis-kökunum upp á bökunar- pappír eða stóra ofnplötu, setjið eina sneið af heitreyktri bleikju á hverja blinis-köku, setjið síðan smá eplasalat ofan á bleikjusneiðina, rífið loks niður ferska wasabi-rót yfir hverja blinis og skreytið með wasabi-blómum og/eða dilli. n Dýrðlegar blinis með heitreyktri bleikju Hægt er að raða smáréttum fal- lega á borð. oddurfreyr@frettabladid.is Þessi bragðgóða og einfalda útgáfa af klassískum malasískum rétti birtist á matarvef BBC, Good Food. Það tekur bara um 15-20 mínútur að gera hana til og hún er nóg fyrir fjóra. 500 ml af heitu kjúklinga- eða grænmetissoði 400 ml af kókosmjólk úr dós 1 matskeið af grænu eða rauðu taílensku karrýmauki 1 teskeið af möluðu túrmerik 3 húð- og beinlausar kjúklinga- bringur, skornar í sneiðar 250 grömm af hrísgrjónanúðlum 300 grömm af foreldaðri „stir-fry“ grænmetisblöndu sem inniheldur baunaspírur Skref 1: Sjóðið fyrst vatn. Takið svo soðið, kókosmjólkina, karrý- maukið, túrmerik og kjúklinginn og setjið í stóra skál sem þolir örbylgjuofn. Setjið matarfilmu yfir, gatið hana nokkrum sinnum og hitið í örbylgjuofni á mesta hita í fimm mínútur. Takið skálina svo úr ofninum og fjarlægið matar- filmuna, hrærið og eldið í fimm mínútur í viðbót þar til kjúkling- urinn er eldaður í gegn. Skref 2: Á meðan skulið þið setja núðlurnar í aðra stóra skál. Hellið svo sjóðandi vatni yfir og látið þær liggja í bleyti í fjórar mínútur og hellið vatninu svo af. Skref 3: Blandið grænmetinu og núðlunum út í skálina með kjúklingnum og notið svo ausu til að setja í djúpar skálar og berið fram með skeiðum og göfflum. n Ofureinfaldar kjúklinganúðlur Kjúklinganúðlur standa alltaf fyrir sínu. FRÉTTABLAÐIÐ/GETTY Aðalfundur Geðhjálpar 2o22 Aðalfundur Landssamtakanna Geðhjálpar verður haldinn í sal Geðhjálpar, Borgartúni 30 Á dagskrá verða hefðbundin aðalfundarstörf, m.a. kosning fulltrúa í stjórn og umöllun um ársskýrslu og ársreikning samtakanna. Félagsmenn eru hvattir til að mæta. Virðingarfyllst, stjórn Geðhjálpar laugardaginn 23. apríl kl. 14 6 kynningarblað A L LT 26. mars 2022 LAUGARDAGUR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.