Fréttablaðið - 26.03.2022, Blaðsíða 78

Fréttablaðið - 26.03.2022, Blaðsíða 78
Miðað við þær miklu framfarir sem orðið hafa í réttindum fólks og fjölbreyti- leika er bara rangt að það sé hægt að sækja á einn hóp í móður- kviði, og tryggja að þau fái aldrei rödd. Guðmundur Ármann Pétursson og Birna Guðrún Ásbjörnsdóttir, foreldrar Nóa Sæs, tólf ára drengs með Downs heilkennið, segja það gamaldags hugsun að skima fyrir heilkenninu og að það vanti jákvæða umfjöllun fyrir verðandi foreldra til að geta tekið upplýstari ákvörðun. Nói Sær Guðmundsson er tólf ára strákur með Downs-heilkennið. Hann er glaður og hraustur nemandi í sjötta bekk í Barnaskólanum á Eyrarbakka og Stokkseyri. Nói æfir sund, þykir gaman að lesa, horfa á Mr. Bean og elda með mömmu sinni. „Hann er algjör mömmu- strákur,“ segir Birna og horfir blíð- lega á son sinn. Foreldrar Nóa Sæs, Guðmundur og Birna, vissu ekki að Nói væri með Downs heilkennið fyrr en hann kom í heiminn, enda tóku þau með- vitaða ákvörðun um að fara ekki í sónar. „Það var meðvituð ákvörðun að fá ekki að vita og takast á við það verk- efni sem við fengjum í hendurnar, en við höfðum einhvers staðar grun um að það væri eitthvað,“ segir Birna og bætir Guðmundur við að honum sé minnisstætt samtal sem þau áttu á meðgöngunni. „Við vorum að labba niður í bæ og það átti sér stað eitthvert sam- tal um að það væri mjög sérstakur einstaklingur á leiðinni í heiminn,“ upplýsir hann, „svo mætti þessi draumadrengur.“ Að sögn Birnu eru þau hjónin ákveðnir sérvitringar, og segist hún ekki hafa farið í neinar skim- anir þegar hún var ófrísk að dóttur þeirra, en Birna og Guðmundur eiga tvö börn saman og Guðmundur eina stúlku úr fyrra sambandi. Aðspurð segja þau samband sitt hafa orðið enn betra, „við urðum bara eitt,“ eftir tilkomu Nóa. Birna vitnar í sérvisku sína þegar hún segist alltaf hafa ætlað sér að eiga eitt barn, svo hafi Nói komið undir. „Við höfum sagt, reyndar í gríni, að við hefðum viljað skjóta í annað ef við gætum tryggt að það barn væri einnig með Downs. Eins höfum við íhugað að ættleiða barn erlendis með Downs.“ 21. mars var Alþjóðlegi Downs- dagurinn, sem er haldinn með því markmiði að auka vitund almenn- ings um heilkennið, og er fólk þá hvatt til að vera í ósamstæðum sokkum. Skimun á röngum forsendum Birna og Guðmundur eru sammála um að þau séu ekki á móti sónar og skoðunum á meðgöngu, en þykir ótrúlegt að það sé markvisst verið að leita að einni tegund fósturs og eyða því. „Þetta er gamaldags hugsun, sér- lega út frá þeirri mannréttinda- baráttu sem er í gangi í samfélaginu í dag,“ segir Guðmundur. „Foreldrar fara mikið til í skoð- anir til þess að heyra að allt sé í lagi, og komast í mikið uppnám ef svo er ekki. Fólk er í raun ekki undir það búið ef það fer ekki eins og það vonar. Þá ertu kominn í erfiða stöðu, en svo eru niðurstöðurnar heldur ekki alltaf réttar. Það þarf að hugsa þetta vel,“ segir Birna. Samfélagsgerðin hefur áhrif „Samfélagsgerð okkar er orðin þannig að þegar þú færð þetta val eru um níutíu til hundrað prósent líkur á að þú ákveðir að eyða fóstr- inu ef líkurnar á Downs heilkenni eru miklar,“ segir Guðmundur og bætir við að það segi í raun ekkert um Downs heilkennið sjálft, heldur meira um samfélagsgerðina og þann fullkomleika sem við viljum að barnið okkar hafi. Það er ekki langt síðan fóstrum með skarð í vör var eytt,“ segir hann. „Til samanburðar má geta þess að það er sorglega stutt síðan meybörn Ekki galli heldur breytileiki Nói Sær Guðmundsson ásamt foreldrum sínum, Birnu Guðrúnu Ásbjörns- dóttur og Guðmundi Ármanni Péturssyni. FRÉTTABLAÐIÐ/SIGTRYGGUR ARI Nói Sær er hress strákur sem æfir sund og segir skriðsund vera í uppáhaldi. Þá elskar hann að hlusta á sögur á meðan hann er að leika sér og eldar flest kvöld með mömmu sinni. FRÉTTABLAÐIÐ/ SIGTRYGGUR ARI Downs-börnum fækkar Samkvæmt upplýsingum úr Fósturskrá fæddust með Downs heilkenni: ■ Árið 2021 – 1 barn ■ Árið 2020 – 1 barn ■ Árið 2019 – 1 barn ■ Árið 2018 – 5 börn ■ Árið 2017 – 3 börn voru borin út,“ segir Guðmundur og tekur dæmi um samfélagsgerðina í Kína. „Þar er mikið lagt upp úr því að það fæðist drengir, og reynir fólk frekar að eignast drengi vegna þess að stúlkur eiga ekki jafna mögu- leika. Segir það eitthvað um stúlk- ur? Nei. Það segir allt um samfélags- gerðina,“ segir Guðmundur. Að sögn Guðmundar erum við að lágmarka og í raun tryggja að börn með Downs heilkenni fæðist ekki á Íslandi, en það fara nánast allar konur í fóstureyðingu ef barn greinist með Downs í móðurkviði. „Þetta er ekki einhver galli heldur erfðafræðilegur breytileiki,“ útskýr- ir Guðmundur. „Þetta eru mannkynbætur í ræðu og riti, og þær eru gerðar með mark- vissum hætti. Ástæðan er sú að þetta er öðruvísi en við erum vön. Miðað við þær miklu framfarir sem orðið hafa í réttindum fólks og fjöl- breytileika er bara rangt að það sé hægt að sækja á einn hóp í móður- kviði og tryggja að hann fái aldrei rödd,“ segir Guðmundur ákveðinn. Ekki nema von að fólk verði hrætt Aðspurð segir Birna að hún skilji að verðandi foreldrar séu hræddir og óöruggir þar sem þær upplýsingar sem þeir fái séu af neikvæðum toga, og leggi að mestu út af því sem mögulega geti farið aflaga. „Það er sorglegt að hvergi er hægt að finna neitt um alla ánægjuna, alla kostina og allt þetta stórkost- lega sem fylgir því að eiga barn með Downs heilkennið. Það er algjör vöntun og það er ekki nema von að fólki verði hrætt og taki þessa ákvörðun,“ segir Birna. „Ég myndi óska þess að það væri meira um allt það jákvæða til að opna augu fólks, af því það er margt svo stórkostlegt, og trúi ég að margir myndu horfa öðruvísi á hlutina ef fólk kæmist betur að öllu því jákvæða.“ Guðmundur tekur undir orð Birnu. „Ég hef ekki hitt foreldri barns með Downs-heilkenni sem hefði óskað þess að hafa farið í fóstureyðingu né hef ég heyrt að líf þess sé ekki þess virði að hafa lifað og er athyglisvert að það eru foreldrar, systkini og einstaklingar með Downs heilkenni sem eru þeir sem berjast fyrir tilverurétti ein- staklinga með Downs, að þau fái að fæðast eins og öll önnur börn.“ „Það er heilbrigðiskerfið sem stendur fyrir því að heilkennið sé markvisst leitað uppi í móðurkviði, og sama heilbrigðiskerfið veitir verðandi foreldrum upplýsingar til að taka upplýsta ákvörðun sem nánast án undantekningar endar með fóstureyðingu,“ upplýsir Guð- mundur. Samk væmt Fóstursk rá hafa aðeins þrjú börn með Downs heil- kennið fæðst á Íslandi á síðustu þremur árum. „Svo ég best veit, voru þessi þrjú börn ekki greind með Downs á meðgöngu.“ Opin hjartaaðgerð Þegar Nói var aðeins tveggja mán- aða gamall fór hann í opna hjartaað- gerð í Boston, þar sem hann fædd- ist með alvöru hjartagalla, eins og Birna orðar það. „Ég fékk algjört áfall að hann væri með hjartagalla og þar kom skellur- inn okkar,“ segir Guðmundur sem segist fyrst hafa farið að njóta tengsl- anna við son sinn til fulls þegar hann vissi að aðgerðin hafði gengið vel. Lífið betra í alla staði Aðspurð segir Birna Downs fyrir henni vera forréttindi. „Sem foreldri og ég held sem einstaklingur myndi ég óska þess að ég hefði þessa eigin- leika sem sonur minn hefur. Hann er meira og minna glaður, of boðs- lega hlýr, góður, mannblendinn og ræðinn, hann er bara sólskin,“ segir Birna og brosir. „Hann er líka hinn argasti fýlupúki, skemmtilega ákveðinn og mikill karakter,“ bætir Guðmundur við og hlær. Þau segja Nóa vera orðinn f lug- læsan: „Það er svo frábært með Downs-börn, að þau eru svo reglu- söm og akkúrat. Hann passar alltaf upp á að það sé klárað að lesa eftir kvöldmat sama hvort klukkan er orðin margt, þá er lesið. Hann er sem slíkur sérstakur og gerir allt til að taka þátt en það eru auðvitað hindranir og takmarkanir og hann er lengur að læra hluti. Hann er að breytast í ungling núna þó svo að hann sé á ákveðinn hátt barn. Hann er samt mikið að tala um kærustu og kærustupör og er greinilega að velta fyrir sér sömu hlutum og jafnaldrar hans, þrátt fyrir að við sjáum að bilið við hin börnin sé að aukast núna,“ segir Birna. Guðmundur og Birna segja fram- tíð sonarins afar bjarta, en þeirra helsta áhyggjuefni er að hann verði kominn í skjól öryggis þegar þau falla frá. „Við treystum á systur hans tvær, sem eru eldri en hann.“ „Við viljum fyrst og fremst tryggja það að hann fái tækifæri til að gera það sem hann langar í lífinu. Hann á fullan möguleika á að búa einn seinna meir með stuðningi og fyndist mér mjög gott að hann gæti búið í nálægð við okkur,“ segir Birna og brosir við tilhugsunina. „Ég sé fyrir mér að hann gæti átt lítið hús eða íbúð hérna á Eyrarbakka, en það á að vera hans ákvörðun, ekki okkar.“ ■ Svava Marín Óskarsdóttir svavamarin @frettabladid.is 38 Helgin 26. mars 2022 LAUGARDAGURFRÉTTABLAÐIÐ
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.