Fréttablaðið - 26.03.2022, Side 96

Fréttablaðið - 26.03.2022, Side 96
Þessa stundina er kveikjan að áhuganum í Bandaríkjunum því miður kolröng fram- setning og misnotkun á norrænum sagnaarfi hjá kynþáttahöturum. John Saxton Kamilla Einarsdóttir rithöfundur „Í haust verð ég meðal höfunda á Iceland Noir og mér finnst svo gaman að vera búin að lesa bæk- ur höfundanna þegar ég fer á svona hátíðir. Meðal þeirra sem koma í ár eru Liz Nugent sem kom líka í fyrra. Hún er svakalega fyndin og ljúf kona í persónu, en bækurnar hennar eru mjög hrollvekjandi. Þegar ég var að lesa bækurnar hennar fyrir síðustu hátíð endaði ég á því að þurfa að taka þær með mér í vinnuna og lesa þær þar því ég þorði ekki að lesa þær ein heima. Bókin Afhjúpun Olivers hefur komið út á íslensku og ég mæli heils hugar með henni. Um daginn rann ég í hálku og á leiðinni á Slysó greip ég með mér bókina Vatnsmelóna eftir Marian Keys. Hún er svo fyndin og skemmtileg að ég hló og hló á milli þess sem ég fór í röntgen og gifs og ég held það séu ekki margar bækur sem geta látið fólk sem er nýbúið að brjóta í sér nokkur bein veltast um af hlátri. Fimmtudagsmorðklúbburinn eftir Richard Osman er bók um hóp af eftirlaunaþegum sem dunda sér við að leysa morðmál saman sem mér finnst hljóma ógeðslega spennandi. Þar á eftir ætla ég að lesa bókina Konan í lestinni eftir Paulu Hawkins. Ég veit samt ekkert um þessa bók nema hún seldist svakalega vel og að það er búið að gera bíómynd úr henni á bæði ensku og hindí. Ég hlakka mjög mikið til að lesa hana og sjá svo báðar myndirnar.“ ■ Bandaríski fræðimaðurinn John Sexton stjórnar vin- sælasta Íslendingasögu-hlað- varpi heims. Hann segir að í fræðunum þurfi að „lesa gegn þögninni“. Hann hefur rannsakað birtingarmyndir fötlunar í sögunum og spáir byltingu á fræðasviðinu á næstu árum. ninarichter@frettabladid.is „Þegar ég var tíu ára fékk ég þýðingu á Gylfaginningu frá frænku minni sem var bókasafnsfræðingur,“ segir bandaríski fræðimaðurinn John Sexton, sem er annar stjórnenda hlaðvarpsins Saga Thing, sem er vinsælasti hlaðvarpsþáttur heims sem fjallar um Íslendingasögurnar. „Ég elskaði bókina og fór að lesa hana fyrir vini mína. Við lögðum söguna á minnið og sögðum brand- ara um persónurnar, á hátt sem tíu ára krakki myndi gera. Ég hélt fast í þetta allar götur síðan.“ John Sexton er fæddur í Queens í New York. Hann starfar sem pró- fessor við enskudeild Háskólans í Connecticut. Samhliða því er hann forseti sögufélagsins í New England. Hann stendur fyrir hlaðvarpsþátt- unum Saga Thing ásamt doktor Andrew Pfrenger, þar sem Íslend- ingasögurnar eru krufnar frá alls konar frumlegum vinklum, í bland við klassískari nálgun. „Hlaðvarpið var hugmynd frá Andy, en við höfðum verið að ræða þetta í dágóðan tíma. Við enduðum á að starfa sitt hvorum megin í Bandaríkjunum, og Bandaríkin eru stórt land,“ segir John. Vikings-þættirnir hafa áhrif Aðspurður hvort tilkoma ofur- hetjumynda sem byggja á nor- rænum goðsagnaheimi hafi áhrif á aðsókn í norræn fræði í Bandaríkj- unum svarar John: „Það hafa komið tímabil. Við vorum með fyrirlestur fyrir nokkrum árum sem fjallaði um framsetningu á persónu Þórs í poppkúltúr. Þessa stundina er kveikjan að áhuganum í Banda- ríkjunum því miður kolröng fram- setning og misnotkun á norrænum sagnaarfi hjá kynþáttahöturum,“ segir hann. „Þessi vinkill knýr að stóru leyti áfram rannsóknir í þess- um fræðum. Við sinnum þó mið- aldafræðunum og það kemur fyrir að hægt sé að aðskilja þetta tvennt.“ John segir að sjónvarpsþætt- irnir Vikings séu einnig sterkur áhrifaþáttur. „Þættirnir hafa gert meira til að draga að nemendur en til dæmis ofurhetjur Marvel hafa gert. Nú hefur Þór til dæmis verið til sem ofurhetja mjög lengi, en Vikings hafa haft gríðarleg áhrif. Margir fóru til dæmis að hlusta á hlaðvarpið okkar eftir að Vikings kveiktu áhugann,“ segir hann. „Við gerðum fjölda hlaðvarps- þátta út frá Vikings og ég var meira að segja einhvern tímann með beina lýsingu þegar þættirnir voru sýndir.“ Loki sem trans persóna „Það er fjöldi kvenna og hinsegin fólks að útskrifast á þessu fræða- sviði núna, fólk með vinkla sem sáust hvergi fyrir einni kynslóð síðan. Þar eru rannsóknir á trans fólki í Íslendingasögunum, en þú ert í rauninni að „lesa gegn þögninni“ af því að textinn viðurkennir ekki fyrirbærið.“ John nefnir Loka Laufeyjarson sem dæmi. „Þú ert með persónu eins og Loka sem er trans persóna, en hann er bæði karl og kona. Þegar hann er kona í textanum er stuðst við kvenkyns fornöfn. Loki er þann- ig ekki í dulargervi í textanum held- ur er hún kona,“ segir hann. „Þetta er ólíkt því þegar Þór klæð- ist brúðarkjól, en þá er haldið í karl- kyns persónufornöfn og kyn hans breytist ekki. Hann er karl í kjól.“ „Fyrir tuttugu árum síðan fór ég að rannsaka fatlaðar persónur í Íslendingasögunum. Það var spenn- andi og nýtt en núna eru allir að tala um það. En það er svo margt nýtt í gangi. Við erum að fara að sjá algjöra byltingu í þessum geira. Á vissan hátt þarf að bíða af sér eldri kynslóðina, og ég tilheyri henni, ég er að verða fimmtugur,“ segir John og hlær. Af karlmennskuhugmyndum Íslendingasögurnar hafa lengi vel verið á stalli og óhætt að ætla að íslenskar karlmennskufyrirmyndir séu jafnvel sóttar þaðan. Aðspurður hvernig gangi að kynna nýja vinkla inn í jafn rótgró- in menningarfyrirbæri og Íslend- ingasögurnar, svarar John: „Allar þjóðir eiga sínar menningarlegu hetjur, en í Íslendingasögunum er svo margt í gangi. Ég held að fókus- inn á karlmennskuna sé alveg rétt- mæt túlkun á sögunum, af því þær fagna svo sannarlega þessum karl- mennskuhugmyndum sem í dag eru kallaðar skaðleg karlmennska. Hún þykir ekkert skaðleg í þessum textum,“ segir hann. „En svo eru líka sögur sem endurspegla að þetta sé óæski- legt, sorglegt. Að ofbeldi leiði af sér eyðileggingu. Að því beri ekki að fagna. Stærsta Íslendingasagan er um mann sem fer aldrei í bardaga, Njáll er lögfræðingur. Hann berst aldrei en hvetur hins vegar aðra til að gera það.“ Hlaðvarpið Saga Thing má nálg- ast á vefslóðinni sagathingpodcast. wordpress.com. ■ Arfleifð Íslendingasagna misnotuð af bandarískum kynþáttahöturum John Sexton, prófessor í miðaldafræðum, segir að sjónvarpsþættirnir Vikings kveiki áhuga á norrænum fræðum í bandarískum háskólum. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON BRINK ■ Hvað ertu að lesa? Brynjar Jóhannesson skáld „Ég hef verið að lesa Guð leitar að Salóme eftir Júlíu Margréti Einars- dóttur. Svo erum við að lesa núna í hálfgerðum hús- lestri Það sem við tölum um þegar við tölum um ást, eftir Raymond Carver. Ég hef reyndar lesið hana áður en kærastan mín er að lesa hana í fyrsta skipti. Mér finnst hún skemmtileg. Einhver töfrandi hversdagsleiki. Ég á svo enn þá eftir að lesa Kona lítur við eftir Brynju Hjálmsdóttur, ég hugsa að ég lesi hana næst.“ ■ KVIKMYNDIR Turning Red Leikstjóri: Domee Shi Dreifing: Disney+ Nína Richter Hin þrettán ára gamla Mei Lee er hlýðin og námsfús fyrirmyndar- dóttir kínverskra innf lytjenda í Toronto-borg í Kanada. Þegar hún breytist í rauða pöndu verður fjand- inn laus, en kemur á daginn að sú bölvun eða blessun erfist í kvenlegg. Hér erum við með nokkuð grímu- lausa líkingu fyrir kynþroskaaldur- inn og tíðablæðingar, málefni sem stóru bandarísku teiknikvikmynda- verin hafa alla tíð sneitt snyrtilega hjá til þessa. Nema við ætlum í djúpa greiningu á Grimms-ævin- týrum, sem við gerum ekki hér. Á meðan Íslendingar tala um mánaðarlega heimsók n Rósu frænku talar Pixar um rauðu pönduna. Sagan fetar þannig braut sem mynd eins og Moana ruddi, þegar hún glímdi við áföll kvenna og Frozen sem fjallaði um kvenna- samstöðu og systrabönd. Rauða pandan er þannig að mörgu leyti sterk kvennamynd. Hún höfðar til yngstu kynslóðar- innar, þeirra sem ekki enn hafa hitt sína eigin rauðu pöndu, en talar einnig sterkt inn í hjörtu kvenna sem þegar hafa mætt henni. Sögusviðið er ekki nútíminn heldur eltir það vinsælt aldamóta- trend. Sagan gerist fyrir tuttugu árum og því er gaman fyrir fólk um þrítugt að heimsækja kynþroska- skeiðið aftur í gegnum sísvöng tölvudýr og takmarkalausa hrifn- ingu aðalpersónunnar á hljóm- sveitinni 4*Town, sem er innblásin af *NSYNC og Backstreet Boys. Sagan á annars góða spretti enda er efniviðurinn góður. Billie Eilish sér um tónlistina í Turning Red og að þessari stærstu poppstjörnu heims ólastaðri er tón- listin veikasti hlekkurinn. Þar vant- aði einhvern neista til að sannfæra áhorfendur og lagið sem allir áttu að fá á heilann var ekki betra en svo að ég man ekkert hvernig það er, þrátt fyrir að hafa séð myndina fjórum sinnum. ■ NIÐURSTAÐA: Fínasta fjöl- skylduskemmtun. Það er ánægju- legt að sjá kvikmynd þar sem handrit og leikstjórn er í höndum kvenna af asískum uppruna, sem hafa verið svo til ósýnilegar hjá stóru kvikmyndaverunum. Hér er á ferðinni fyndin mynd um vand- ræðagang unglingsáranna, sem margir munu tengja við, sér í lagi þeir sem voru unglingar í kringum 2000. Rauð panda í kynþroskavanda Gagnrýnandi segir Turning Red vera sterka kvennamynd. MYND/PIXAR 56 Lífið 26. mars 2022 LAUGARDAGURFRÉTTABLAÐIÐLÍFIÐ FRÉTTABLAÐIÐ 26. mars 2022 LAUGARDAGUR
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.