Morgunblaðið - 01.04.2022, Side 11

Morgunblaðið - 01.04.2022, Side 11
FRÉTTIR 11Innlent MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 1. APRÍL 2022 Uppsteypu nýrrar skrifstofubyggingar Alþingis á Tjarnargötu 9 á að ljúka í júlí næstkomandi, að sögn Arnar Tryggva Johnsen, rekstrarstjóra hjá ÞG Verki, sem byggir húsið. Talsverð seinkun varð á uppsteypunni vegna einstaklega erfiðs tíðarfars í vetur og kórónuveirufaraldursins. „Við erum að leysa úr því í samráði við verk- kaupa og að ræða við hann um verklok,“ segir Örn Tryggvi. Hann telur að tækifæri verði til að vinna seinkunina upp, að miklu leyti eða öllu, í þeim áföngum sem eftir eru. Upphafleg áætlun gerði ráð fyrir verklokum vorið 2023. ÞG Verk mun skila húsinu fullbúnu. Í því verða skrifstofur þingmanna, funda- og vinnuað- staða fyrir þingflokka og starfsfólk þeirra, fundaherbergi fastanefnda og vinnuaðstaða fyr- ir starfsfólk nefnda. Einnig verður mötuneyti í húsinu en það er nú í Skála. gudni@mbl.is Morgunblaðið/Árni Sæberg Erfiður vetur og faraldurinn hafa tafið Ný skrifstofubygging Alþingis er óðum að taka á sig endanlega mynd Listi Sjálfstæðis- flokksins í Skagafirði var samþykktur á fundi full- trúaráðs Sjálf- stæðisfélaganna í Skagafirði á mið- vikudaginn. Gísli Sigurðs- son fram- kvæmdastjóri leiðir áfram listann og er Sólborg S. Borgarsdóttir teymisstjóri í öðru sæti. Í þriðja sæti er Guðaug- ur Skúlason verslunarstjóri og í því fjórða Regína Valdimarsdóttir teymisstjóri. D-listi í Skagafirði samþykktur Gísli Sigurðsson Stutt eins dags könnun á Hveravöll- um árið 2021 leiddi í ljós að þrjár nýj- ar innfluttar plöntutegundir voru á svæðinu. Tvær þeirra hafa þegar haf- ið landnám í graslendi þar sem jarð- hita gætir. Frá þessu er greint á heimasíðu Náttúrufræðistofnunar. Stofnunin hlaut nýverið 2,5 milljóna króna styrk úr Rannsóknasjóði Vegagerðarinnar til verkefnisins „Opna fjallvegir hlið fyrir landnám innfluttra plöntuteg- unda á hálendi Íslands?“ Verkefninu er stýrt af Pawel Wasowicz grasa- fræðingi. Á heimasíðunni segir að nýlegar athuganir NÍ og fyrri rannsóknir sýni að hálendið sé undir vaxandi þrýstingi frá framandi plöntuteg- undum og að vegakerfið gæti verið ein af lykilleiðunum fyrir þær inn á svæðið. Hingað til hafi ekki verið rannsakað sérstaklega hvort inn- fluttar plöntur skapi vanda meðfram fjallvegum á hálendinu, hins vegar séu nokkrar vísbendingar um að inn- flutt plöntufræ berist til vinsælla ferðamannastaða á hálendinu í vax- andi mæli. Aðgerðum forgangsraðað Segir þar að hálendi Íslands sé ein- stakt á heimsvísu og ein verðmætasta auðlind landsins. Þangað sæki sífellt fleiri ferðamenn og noti flestir til þess vélknúin ökutæki og vegakerfið. „Þegar plöntutegund er komin inn á svæði er oftast mjög erfitt og stund- um algjörlega ómögulegt að uppræta hana. Til að koma í veg fyrir landnám innfluttra tegunda þyrfti að setja nið- ur áætlun og forgangsraða aðgerðum en til að það sé hægt er nauðsynlegt að vita meira um hvernig tegundirnar berast til hálendisins, hvaða tegundir eru farsælastar í landnámi í því um- hverfi og hvaða umhverfisþættir hafa áhrif á landnám og útbreiðslu teg- undanna. Verkefnið sem nú hefur hlotið styrk frá Vegagerðinni felur í sér grunnrannsóknir sem svara þess- um spurningum og eru nauðsynleg forsenda til að þróa aðgerðir til að lágmarka umhverfistjón af völdum vegakerfisins og framandi plöntuteg- unda,“ segir í frétt Náttúru- fræðistofnunar. aij@mbl.is Morgunblaðið/ÞÖK Hveravellir Margir ferðamenn sækja í náttúrufegurð hálendisins. Landnám nýrra plöntu- tegunda á Hveravöllum - Náttúrufræði- stofnun fær styrk til rannsókna Söfnunarsímar: 908-1101 fyrir 1000 kr. 908-1103 fyrir 3000 kr. 908-1105 fyrir 5000 kr. Landssöfnun Lions Rauða fjöðrin 31. mars - 3. apríl Til styrktar leiðsöguhundaverkefni Blindrafélagsins Hringdu núna! 2022 Guðveig Eygló- ardóttir, hótel- stjóri og sveitar- stjórnarfulltrúi, leiðir lista Fram- sóknar í Borgar- byggð þriðja kjörtímabilið í röð. Í öðru sæti er Davíð Sig- urðsson, sveitar- stjórnarfulltrúi og framkvæmdastjóri, og í því þriðja er Eðvarð Ólafur Trausta- son, flugstjóri og atvinnurekandi. Finnbogi Leifsson kveður vettvang sveitarstjórnar og skipar heiðurs- sæti listans. Guðveig leiðir B- lista í Borgarbyggð Guðveig Eyglóardóttir

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.