Börn og menning - 2020, Blaðsíða 10

Börn og menning - 2020, Blaðsíða 10
Börn og menning10 hafa slæm áhrif á ungdóminn. Gagnrýnendur höfðu þó ekki erindi sem erfiði, Hogan’s Alley var svo vinsæl að ógrynni keimlíkra myndasagna spruttu upp í kjölfar- ið í öðrum dagblöðum. Trúarfélög, kvennasamtök og fleiri siðapostular urðu ævareiðir. Baráttan um tilgang og takmörk myndasagna í Bandaríkjunum var hafin. Á árunum eftir seinni heimsstyrjöldina komu til sögunnar í Bandaríkjunum myndasögur sem sögðu frá ofurhetjum. Ofurmennið, Kapteinn Ameríka, Kapteinn Marvel, Undrakonan og jafnvel Leðurblökumaðurinn voru skrifaðar á tímum seinni heimsstyrjaldarinnar. Of- urhetjurnar voru bein afleiðing af stríðsárunum og not- aðar til að lokka fólk til að borga peninga í stríðsrekstur eða fá unga menn til að skrá sig í herinn. Ofurhetjurnar reyndust gott myndefni í stríðsáróður, á plakötum og í myndsögum barðist þetta einvala lið við einræðisherra, gaf Hitler á kjamminn og lúbarði Stalín sjálfan. Þegar stríðinu lauk héldu myndasögurnar áfram að koma út. Þemu sem höfðu verið ásættanleg til að kynda elda stríðsreksturs voru ekki lengur ásættanleg. Eftirstríðsárin voru erfið, fjöldi hermanna hafði snúið Myndasögublöð voru mjög vinsæl meðal bandarískra hermanna í seinni heimsstyrjöldinni sem fengu þau send á framlínurnar. Kapteinn Ameríka er ein af elstu ofurhetj- unum sem komu fram á þessum tíma, klæddur í fánalitina. Hann var talinn standa fyrir hin svokölluðu bandarísku gildi og þar að auki vera góð fyrirmynd. Yellow Kid, úr Hogan’s Alley eftir Richard F. Outcault. Hugtakið „gula pressan“ ( yellow press) var fyrst notað til að gera lítið úr The New York World og til að gefa til kynna að það ynni ekki rannsóknarvinnu og væri lélegt blað. Myndasagan getur verið spéspegill samfélagsins, hún getur ógnað með fyndinni ádeilu og vek- ur þar af leiðandi ótta í brjósti yfirvalda.

x

Börn og menning

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Börn og menning
https://timarit.is/publication/1541

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.