Börn og menning - 2020, Side 11

Börn og menning - 2020, Side 11
11Hættulegar myndir xxxxx heim eftir stríðið haldinn áfallastreituröskun, um það bil 400.000 hermenn höfðu látið lífið og ótal börn misst foreldri fyrir vikið. Unglingaafbrot jukust á árun- um sem fylgdu og beindu kennarar, trúarleiðtogar og aðrir sjónum sínum að nekt og ofbeldi í myndasögum. Í þetta sinn tókst hreyfingu betri borgara að hafa bein áhrif á lagasetningu gegn illum áhrifum myndasagna á ungmenni. Árið 1954 var sett reglugerð sem krafð- ist þess að allar myndasögur skyldu lagðar fyrir The Comics Code Authority áður en leyfi fengist fyrir sölu og dreifingu á þeim. Hin skrautlega saga myndasögunnar er saga hug- myndafræðilegra átaka í Evrópu og Bandaríkjunum. Myndasagan getur verið spéspegill samfélagsins, hún getur ógnað með fyndinni ádeilu og vekur þar af leið- andi ótta í brjósti yfirvalda. Það er því kannski ekki svo undarlegt að mynda- sögum hafi almennt verið ýtt til hliðar af menntaelít- unni, þær smættaðar og einfaldaðar og sakaðar um að spilla börnum. Engum kæmi til hugar í dag að leyfa ritskoðun á bækur, enda eru bókabrennur, ritskoðun Á myndinni er froskurinn Pepe sem hefur verið nýttur af uppreisnarhópum út um allan heim, til dæmis í Bandaríkjunum og Hong Kong. Hér má sjá hann í útfærslu Boogaloo Bois sem er hópur byssuglaðra öfgamanna sem vilja koma af stað borgarastyrjöld í Bandaríkjunum. Pepe lifir góðu lífi í spjallþráðum á netinu og hefur verið notaður í óteljandi „meme“. Fyrrum forsætisráðherra Bretlands,Theresa May, tekin fyrir í „meme“ um Brexit. Þórey Mjallhvít H. Ómarsdóttir og hugmyndafrelsi hugtök sem enn hafa ekki misst merkingu sína. En einhverra hluta vegna starfaði The Comics Code Authority í Bandaríkjunum áfram allt fram til ársins 2011. Kannski liggur hundurinn þarna grafinn. Myndir eru ein elsta frásagnarleið mannkynsins, hún krefst ekki lestrarkunnáttu og getur afhjúpað nekt keisarans. Og það gerir myndmálið hættulegt. Kannski er gáfulegt að læsa þetta hættulega vopn inni í heimi sérhæfðra nörda- búða, dagblaðaramma og barnadeilda bókasafna, enda eru myndir stórhættulegar. En hafa myndir og myndasögur misst bitið, hafa þær enn kraftinn til að skipta út þjóðhöfðingjum eða kné- setja samfélög? Vissulega! Í dag hefur myndasögum og skopteikningum bara verið skipt út fyrir myndbönd á YouTube og „meme“ sem deilt er á Facebook.

x

Börn og menning

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Börn og menning
https://timarit.is/publication/1541

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.