Börn og menning - 2020, Page 12

Börn og menning - 2020, Page 12
Þessir Rómverjar eru klikk! – Sitthvað um ævintýri Ástríks gallvaska og Steinríks alvaska Stefán Pálsson Fimmti nóvember árið 1977 var myrkur dagur í mynda- söguheiminum. Þann dag mætti René Goscinny í eftirlit hjá hjartalækninum sínum sem lét hann setjast á þrekhjól. Niðurstaða þeirrar þrekmæl- ingar var býsna afgerandi, því Goscinny fékk hjartaáfall og dó á læknastofunni aðeins 51 árs að aldri. Þetta var reiðarslag fyr- ir fransk/belgísku myndasöguna sem missti þar með einn sinn mesta höfund. Í Frakklandi en þó enn frekar í Belgíu njóta mynda- sögur virðingar sem listgrein langt umfram það sem tíðkast í flestum samfélögum. Er þar oft vísað til myndasagna sem „níundu listgreinarinnar“, líkt og franski menningarrýnirinn og kvikmyndafræðingurinn Claude Beylie nefndi þær árið 1964. Hefð er fyrir að tala um þrjá „skóla“ í myndasögu- heiminum: bandarísku myndasöguna þar sem áherslan á ofurhetjur er fyrirferðarmikil, japönsku Manga-hefð- ina og fransk/belgísku myndasöguna, sem rekur að miklu leyti upphaf sitt til listamannsins Hergé og hinna geysivinsælu Tinna-bóka, en einnig manna á borð við Franquin, Morris og Goscinny. Fransk/belgíska myndasagan stendur sterkast í frönskumælandi löndum Evrópu en einnig í Þýskalandi og á Norðurlöndunum. Íslendingar kynntust sagnahefð þessari á áttunda áratugnum í gegnum tengsl sín við Danmörku. René Goscinny hóf feril sinn sem miðlungsslakur teiknari en fljótlega kom í ljós að hæfileikar hans lágu í því að semja handrit fyrir aðra listamenn, sem hann sendi frá sér á færibandi. Það hófst árið 1955 þegar hann tók að semja sögurnar um Lukku-Láka. Höfundur Láka var Morris, sem var fyrst og fremst listagóður teiknari en fann sig ekki vel í hlutverki rithöfundarins. Ber flestum saman um að sögurnar eftir Goscinny séu þær langbestu í ritröðinni sem spannar nú meira en sjötíu ár. Í samvinnu við Jean Tabary skóp Goscinny hinn eftirminnilega Fláráð stórvesír, sem telja má fyrstu andhetju fransk/belgísku myndasögunnar. Sögusvið þeirra sagna var Bagdað og ævintýraheimur 1001 næt- ur. Hann hjálpaði Franquin við að semja sögur um kærustuparið Modeste og Pompon, sem urðu geysivin- sælar. Þær bækur komu aldrei út á íslensku sem er synd því þær höfðu þó að geyma eina af örfáum kvenkyns aðalsöguhetjum í fáránlega karllægum myndasögu- heimi þessara ára. Einnig samdi Goscinny barnabækur Í Frakklandi en þó enn frekar í Belgíu njóta myndasögur virðingar sem listgrein langt um- fram það sem tíðkast í flestum samfélögum.

x

Börn og menning

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Börn og menning
https://timarit.is/publication/1541

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.