Börn og menning - 2020, Blaðsíða 14

Börn og menning - 2020, Blaðsíða 14
Börn og menning14 Þeir Goscinny og Uderzo gengu til liðs við hið nýja blað. Sú hugmynd að endurnýta kjarnann í sögunum um Oumpah-pah, en staðsetja þær í Frakklandi forn- aldarinnar, virðist snemma hafa skotið upp kollinum. Öll frönsk skólabörn höfðu lært um hina hugdjörfu Galla, keltneska þjóð sem veitt hafði rómverska inn- rásarliðinu öfluga mótspyrnu undir forystu hins hug- djarfa Vercingetorix á fyrstu öld fyrir Krists burð. Mik- ið dýpra risti almenn þekking um Galla ekki ef undan eru skildar seinni tíma staðalmyndir um bardagakappa með voldug yfirvararskegg og hjálma prýdda fjöðrum eða vængjum. Félagarnir ákváðu að láta sögu sína hefjast árið 50 f.Kr., tveimur árum eftir að hersveitir Júlíusar Ses- ars sigruðu Vercingetorix í orrustunni við Alesíu og lögðu þar með undir sig gjörvalla Gallíu (Frakkland). Í veröld þeirra Goscinnys og Uderzos er þó eitt lítið þorp við sjávarsíðuna á Bretaníuskaga sem enn veitir heimsveldinu mótspyrnu, Gaulverjabær. Skýringin á þeim viðnámsþrótti er sú að seiðkarl þorpsins, Sjóðrík- ur, bruggar töfradrykk sem gefur íbúunum ofurkrafta. Þótt fámennt og afskekkt sé, er þetta litla þorp sérstakur þyrnir í augum keisarans Sesars, þar sem það minnir hann sífellt á að hans helsta afrek, sigurinn á Göllum, sé ekki algjör. Fyrir vikið er Gaulverjabær afgirtur með fjórum herbúðum, auk þess sem stjórnin í Róm reynir í sífellu að finna leiðir til að sigrast á þorpsbúum, helst með því að ræna þá töfradrykknum. Lífsglaðir sveitalubbar Fyrstu skissur Uderzos af aðalsöguhetjunni, sem hlot- ið hafði nafnið Asterix, sýna stóran og stæðilegan en örlítið kjánalegan ungan mann, sem svipar verulega til indíánans Oumpah-pah. Snemma í ferlinu afréðu höf- undarnir þó að notast frekar við hefðbundið tvíeyki úr Kjarnadrykkur Sjóðríks seiðkarls hressir upp á liðið. © 2020 LES ÉDITIONS ALBERT RENÉ/GOSCINNY – UDERZO

x

Börn og menning

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Börn og menning
https://timarit.is/publication/1541

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.