Börn og menning - 2020, Page 23

Börn og menning - 2020, Page 23
23Tinni, Hergé og ævintýri þeirra settist að í París. Skömmu síðar tók hann þá afdrifa- ríku ákvörðun að snúa aftur til Belgíu og þiggja starf á Les Soir. Ritstjórinn var gamall vinur Hergés, en hann var hlynntur nasistum. Þessi ákvörðun átti eftir að elta Hergé til dauðadags, enda voru flestir samverkamenn nasista dæmdir í fangelsi eftir stríð og litlu munaði að Hergé yrði einn þeirra. Fyrsta ævintýri Tinna á Les Soir var Krabbinn með gylltu klærnar, sem er kannski einna frægast fyrir það að Kolbeinn kafteinn stígur þar fram á sjónarsviðið í fyrsta sinn sem veðurbarinn, orðljótur og hrjúfur skipstjóri, sem einnig er illa farinn alkóhólisti. Hergé þorir ekki annað en að færa ævintýrið frá Evrópu og þeir félagar þvælast því um í Sahara-eyðimörkinni, Marokkó og víðar. Stríðið magnaðist og nasistar hertu tökin, líka á blað- inu Les Soir. Hvort sem það var ástæðan eða einhver önnur var næsta Tinnabók því miður augljós tilraun Hergés til að ganga í augun á hinum nýju yfirmönnum sínum. Bókin var Dularfulla stjarnan. Þessi fallega bók með risa-berserkjasveppnum framan á og sú eina þar sem Tinni kemur til Íslands, nánar tiltekið Akureyrar. Í bókinni birtast stækir gyðingafordómar og Banda- ríkin eru máluð sem óvinurinn, en þau voru einmitt að dragast inn í styrjöldina gegn Þýskalandi Hitlers á þessum tíma. Bókin fékk misjafnar viðtökur og segja má að þegar Hergé hafði sett punktinn aftan við síð- asta rammann í Dularfullu stjörnunni hafi hann tekið stefnumarkandi ákvörðun: Tinni er ekki lengur blaða- maður sem fjallar um málefni líðandi stundar fyrir rit- stjóra blaðanna sem hann birtist í, heldur ævintýragjarn landkönnuður sem ferðast um heiminn. Þótt vissulega ætti pólitík áfangastaðanna enn eftir að setja mark sitt á ævintýrin, voru þetta mikil þáttaskil í bálknum Æv- intýri Tinna. Gullöld Tinnabókanna Í rúman áratug frá árinu 1942 gaf Hergé út þrjú dá- samleg ævintýri sem öll komu út í tveimur hlutum; Leyndardómur einhyrningsins og Fjársjóður Rögnvaldar rauða færir alla persónusköpun upp á nýtt stig og lýsir fjörlegri fjársjóðsleit þar sem Vilhjálmur Vandráður er kynntur til sögunnar í fyrsta sinn. Þar á eftir komu út samhangandi Sjö kraftmiklar kristallskúlur og Fangarnir í sólhofinu og loks tunglbækurnar tvær Eldflaugastöðin Tinni er ekki lengur blaða- maður sem fjallar um málefni líðandi stundar fyrir ritstjóra blaðanna sem hann birtist í, heldur æv- intýragjarn landkönnuður sem ferðast um heiminn. Í Dularfullu stjörnunni kemur Tinni til Akureyrar.

x

Börn og menning

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Börn og menning
https://timarit.is/publication/1541

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.