Börn og menning - 2020, Síða 30

Börn og menning - 2020, Síða 30
Góður grunnur til að byggja á Íslenska myndasögusamfélagið Í björtu rými á efri hæð Hafnarhússins við Tryggvagötu sitja tæplega tuttugu unglingar á grunnskólaaldri yfir teikningum sínum meðan Védís og Atla – tveir ungir, metnaðarfullir, íslenskir myndasöguhöfundar – fylgjast með. Krakkarnir vinna hörðum höndum að sameiginlegu listaverki, myndrænni túlkun á Djáknanum á Myrká. Verkið er hluti af örnámskeiði í myndasögugerð á vegum hins nýstofnaða Íslenska myndasögusamfélags og verða myndirnar sýndar á stuttri listasýningu í Hafnarhúsinu. Sagan hófst haustið 2019. Í september hélt lítill hóp- ur myndlistafólks í leiðangur frá Reykjavík til Helsinki í Finnlandi. Í hópnum var listafólkið Edda Katrín Malmquist, Einar Valur Másson, Elísabet Rún og Vé- dís Huldudóttir, öll með brennandi áhuga á mynda- sögum sem listformi og sögumiðli. Fyrir hópnum fór Atla Hrafney, myndasöguritstjóri sem undirbjó leið- angurinn í samstarfi við finnska kollega sína. Hópurinn kallaði sig Elves at the Airport („Álfar á flugi“). Mark- mið ferðarinnar var að kynnast finnskum myndasöguhöfundum og skapa nýjar myndasögur í samstarfi við þá. Þegar heim var komið hafði hópurinn meðferðis fjórar glæ- nýjar myndasögur byggðar á finnskum og íslenskum þjóð- sögum en ferðin bar ávöxt von- um framar: Meðan á henni stóð fengu Íslendingarnir að kynnast starfsemi finnska myndasögusetursins í Helsinki og sáu möguleikana á slíkum vettvangi á Ís- landi. Í október hittust svo þau Atla, Védís og Einar Valur yfir kaffibolla og lögðu á ráðin. Upp reis Íslenska myndasögusamfélagið (ÍMS). Á sínu fyrsta starfsári bauð ÍMS upp á myndasögu- námskeið fyrir unglinga á aldrinum 12-15 ára þar sem stiklað var á stóru um gerð myndasagna. Nemend urnir unnu í sameiningu að aðlögun Djáknans á Myrká í myndasöguform. Þar lærðu þeir að greina helstu takta sögunnar, skýra myndframsetningu og sameiginlega framsögutækni. Í lok námskeiðsins fengu allir þátttak- endur prentað hefti af endanlegri gerð sögunnar. Vorið 2020 byrjaði ÍMS af krafti með kynn- ingarheimsóknum til menntaskóla á höfuðborgar- svæðinu en þurfti fljótt að draga saman seglin vegna COVID-19 faraldursins. Þegar faraldurinn virtist í rénun um sumarið útbjó ÍMS ratleik og örnámskeið um Laugardalinn í samstarfi við Barnamenningarhátíð Reykja- víkur. Ratleikurinn var hannað- ur með yngra áhugafólk í huga (8-12 ára) og kenndi skipulag myndasögu frá handriti til lokaútgáfu. Hér gafst nemend- um tækifæri til að spreyta sig með eigin söguefni í örstuttri Þar lærðu þeir að greina helstu takta sögunnar, skýra myndframsetn- ingu og sameiginlega framsögutækni.

x

Börn og menning

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Börn og menning
https://timarit.is/publication/1541

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.