Börn og menning - 2020, Page 31

Börn og menning - 2020, Page 31
31Góður grunnur til að byggja á fjögurra ramma myndasögu. Í lok ratleiksins fengu þátttakendur ýmis verðlaun, svo sem myndasögur frá Froski útgáfu, litasett, teikniblokkir og að sjálfsögðu glænýtt frumrit af íslensku listaverki, myndasögunni sem þau sjálf sköpuðu. Á námskeiðum ÍMS er lögð áhersla á að vinna myndasögur eftir eigin getu og aðgengi. Nemendum er boðið upp á venjulegan prentarapappír og hefðbundna HB-blýanta. Myndasögur þurfa ekki að vera dýrar í framleiðslu, sérstaklega þegar verið er að æfa grunn- reglurnar. Litlar kröfur eru gerðar til tæknilegrar teikni- kunnáttu. Hægt er að segja skemmtilegar myndasög- ur með einungis spýtuköllum, eins og frægir íslenskir myndasöguhöfundar hafa sýnt fram á. Þrátt fyrir erfiðleikana sem til komu vegna COVID-19 faraldursins eru nú þegar 40 staðfestir meðlimir í ÍMS. Einar Valur, talsmaður og varaformað- ur ÍMS segir ljóst að það sé „gífurlegur áhugi fyrir svona starfsemi hér,“ og bætir við að það sé „ekki bara meðal barna og unglinga. Fullorðnir og faglærðir listamenn eru spenntir fyrir vettvangi og stoðkerfi sem leyfir þeim að rannsaka list- og sögusagnagrein sem við Íslendingar höfum varla snert.“ „Sjálfum finnst mér mjög gefandi að vera stundum innan um annað fólk sem er spennt fyrir listforminu,“ segir Einar Valur. „Það getur orðið ansi einmanalegt að sitja hokinn yfir teikniborðinu og líða eins og mað- ur sé eina manneskjan á landinu sem hefur áhuga á myndasögum. Þess vegna er svo gott að klifra aðeins Fullkláraðar myndasögur sem unnar voru á Djáknanum í október 2019. Rýnt í vinnu ungrar listakonu.

x

Börn og menning

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Börn og menning
https://timarit.is/publication/1541

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.