Börn og menning - 2020, Blaðsíða 32

Börn og menning - 2020, Blaðsíða 32
Börn og menning32 upp úr hellinum og finna annað fólk sem hefur sama brennandi áhuga og maður sjálfur.“ „Við erum sífellt að endurhanna og fínpússa nám- skeiðin okkar,“ segir Atla Hrafney, formaður ÍMS. „Myndasögur eru frábært barnaefni sem hefur einnig sannað sig sem aðgangstól fyrir nemendur með les- blindu eða aðra lestrarerfiðleika. Svo er auðvitað líka fullt af myndasögum sem eru hannaðar með fullorðna lesendur í huga, svo sem spennusögur, vísindaskáldsög- ur, rómantískar sögur og hrollvekjur.“ „Sjálfur tilheyri ég kynslóð sem ólst upp við að lesa Andrés önd, Ástrík og Steinrík, Lukku-Láka, Tinna og Sval og Val,“ bætir Einar Valur við. „Myndasögur eru virt listform og gefandi iðnaður á Norðurlöndum, í Belgíu og Frakklandi og á Ítalíu. Íslenskir unglingar eru sólgnir í japanskar og kóreskar myndasögur. Fólk flykkist milljónum saman í bíósali til að sjá kvikmyndir byggðar á bandarískum ofurhetjum. Það er í raun mjög lítið okkur til fyrirstöðu hér á Íslandi til þess að rækta þennan listageira.“ „Þá vil ég ekki meina að næsta Hollywood-mynd með milljarðaveltu verði byggð á íslenskri myndasögu,“ heldur Einar áfram. „Ég á einungis við að íslenskir myndasöguhöfundar geta náð jafnmiklum frama og við Íslendingar höfum náð í tónlist (Björk, Sigurrós, Of Monsters and Men), sjónvarpi (Latibær, Ófærð), kvikmyndum (Kona fer í stríð, Hildur Guðnadóttir) og tölvuleikjum (EVE Online). En fyrst viljum við tryggja að næstu kynslóðir hafi góðan grunn til að byggja á.“ ÍMS er metnaðarfullt félag sem er óhrætt við að taka að sér krefjandi og langvarandi verkefni. Félagið býð- ur fólki að fylgjast með komandi námskeiðum og við- burðum á Facebook-síðu sinni, www.facebook.com/ islenskamyndasogusamfelagid. Höfundar eru í stjórn Íslenska myndasögusamfélagsins. Fjölmenn myndasögusulta á kaffistofu bókabúðar Máls og Menningar. Myndir nemenda á námskeiði ÍMS í Listasafni Reykjavíkur í Hafnarhúsi. Afrakstur dútls frá fyrstu stafrænu „myndasögusultu“ ÍMS.

x

Börn og menning

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Börn og menning
https://timarit.is/publication/1541

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.