Börn og menning - 2020, Blaðsíða 34

Börn og menning - 2020, Blaðsíða 34
Bekkurinn minn: Prumpusamloka Bekkurinn minn: Geggjað ósanngjarnt Texti: Yrsa Þöll Gylfadóttir Myndir: Iðunn Arna Bókabeitan, 2020 Nýr bókaflokkur Bekkurinn minn er nýr flokkur léttlestr- arbóka eftir Yrsu Þöll Gylfadóttur, með myndum eftir Iðunni Örnu. Bókabeitan gefur bókaflokkinn út og hafa nú komið út tvær bækur í seríunni, Prumpusamloka og Geggjað ósanngjarnt! Heiti bóka- flokksins vísar til þess að bækurnar fjalla um nemendur sem ganga í sama bekk í grunnskóla, en í þeim eru settar fram svipmyndir úr daglegu lífi eins nemanda í bekknum. Í þessum fyrstu tveimur bók- um fáum við að kynnast þeim Nadiru, sem er að byrja í bekknum og Bjarna Frey, sem virðist alltaf vera að lenda í vandræðum. Innan á kápu bókarinnar er að finna litríka bekkjarmynd með sextán nemendum, á meðal þeirra þau Nadiru og Bjarna Frey, og má gera ráð fyrir að lesendur fái að kynnast fleiri börnum úr bekknum þegar fram líða stundir. Ólíkir krakkar í óvæntum aðstæðum – dagur í lífi skólasystkina María Bjarkadóttir Bækur Bækurnar eru hvor um sig rétt um 60 blaðsíður, með læsilegu letri, ríkulega myndskreyttar og með mátulega miklum texta á hverri opnu. Á fyrstu síðu hvorrar bókar er stutt kynning á aðalpersónunni í formi lista þar sem er meðal annars far- ið yfir fjölskylduhagi og áhugamál. Þessi kynning, ásamt bekkjarmyndinni, veitir lesandanum ágæta yfirsýn og er góður grunnur fyrir byrjanda í lestri til að halda utan um sögurnar, auk þess sem strax myndast tenging við aðalpersónurnar. Fyrsti skóladagurinn Fyrri bókin, Prumpusamloka, segir frá Nadiru, sem er nýkomin til Íslands frá Írak. Fyrsti skóladagurinn er fram undan og Nadira er frekar kvíðin. Hún þekkir engan, talar enga íslensku og hefur áhyggjur af því að geta ekki gert sig skiljanlega. Hún öfundar litla bróð- ur sinn sem fær að vera heima áfram en mamma hennar stappar í hana stál- inu og þegar í skólann er komið bráir kvíðinn fljótt af henni. Krakkarnir í bekknum taka vel á móti henni og eru allir af vilja gerð- ir að hjálpa henni, bæði að læra íslensku og að finna upp á einhverju skemmtilegu í frímínútum. Dagurinn er furðu fljótur að líða og í lok hans er Nadira ánægð

x

Börn og menning

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Börn og menning
https://timarit.is/publication/1541

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.