Bændablaðið - 27.01.2022, Blaðsíða 20

Bændablaðið - 27.01.2022, Blaðsíða 20
Bændablaðið | Fimmtudagur 27. janúar 202220 Það hefur legið fyrir í mörg ár að í árslok 2023 er áætlað að loka endanlega fyrir urðun sorps í Álfsnesi sem tekur við stærstum hluta sorps af landinu. Enn hafa engar ákvarðanir verið teknar um byggingu sorpeyðingar- eða sorporkustöðvar til að taka við þessu verkefni. Það blasir því við að flytja verður út sorp í stórum stíl til eyðingar næstu árin. Talið er að undirbúningur og bygging sorporkustöðvar, sem gæti brennt um 100 til 120 þúsund tonnum á ári, geti tekið átta ár. Það virðist því borðleggjandi að ef Álfsnesi verður lokað, þá sé fátt annað í stöðunni en að flytja sorp úr landi til förgunar á næstu árum ef ekki fást undanþágur til áframhaldandi urðunar. Fundur Sambands íslenskra sveitarfélaga 11. janúar 2021 Þann 11. janúar 2021 stóð Sam­ band íslenskra sveitarfélaga fyrir fjölmennum netfundi um hátækni­ brennslu sem framtíðar lausn. Þar kom fram að taka þyrfti ákvarðanir varðandi byggingu sorporkustöðvar án tafar og að tímaglasið væri þegar tómt. Nú ári seinna er ekki búið að taka neinar ákvarðanir um framhaldið, þrátt fyrir mikla vinnu starfshóps sem settur var á fót um málið á vegum Sorpu, Kölku sorpeyðingarstöðvar, Sorpstöðvar Suðurlands, Sorpurð unar Vesturlands og umhverfisráðu neytisins. Guðjón Bragason, sviðsstjóri hjá Sambandi íslenskra sveitarfélaga, stýrði fundinum í janúar á síðasta ári. Sagði hann þá að það hafi lengi verið sinn draumur að menn kæmust á þetta stig að ræða stóru myndina í sorpeyðingarmálum og þá sérstaklega uppbyggingu innviða. Sagði hann það reyndar markmiðið með fundinum að komast að því hvað þyrfti að gera næst til að hrinda byggingu brennslustöðvar í framkvæmd. Karl Eðvaldsson, framkvæmda­ stjóri Resource International ehf., lýsti á fundinum í fyrra niðurstöðum annarrar skýrslu sem unnin var fyrir stjórnvöld. Markmið þeirrar vinnu var að meta þróun óendurvinnanlegs úrgangs á Íslandi til næstu 25 ára, eða til 2045. Samkvæmt skýrslunni er áætlað að heildarmagn brennanlegs úrgangs á Íslandi fari úr um 280.000 tonnum og í 380.000 tonn á árinu 2045. Fjölmargar aðgerðir eins og moltugerð, endurvinnsla á pappír og plasti og ýmislegt fleira minnkar þetta magn hins vegar verulega. Á árinu 2018 fóru t.d. 35% af úrganginum í endurnýtingu eða endurvinnslu. Klukkan tifar Helgi Þór Ingason, prófessor við Háskólann í Reykjavík (HR), sem var um 11 mánaða skeið framkvæmdastjóri hjá Sorpu, stýrði verkefni starfshópsins sem gekk út á að skoða möguleika í sorpeyðingarmálum. Gerðar voru margs konar greiningar og haldnir sex opnir streymisfundir um málið undir heitinu „Skör ofar“. Í framhaldinu var gefin út skýrsla sem kom út 15. desember síðastliðinn. Verkefnið var fjármagnað af Sorpu, Sorpstöð Suðurlands, Sorpstöð Vesturlands, Kalka sorpeyðingarstöð sf. á Suðurnesjum ásamt umhverfis­ og auðlindaráðuneytinu. Nú er að fara fram áframhaldandi kynning á málinu fyrir borgaryfirvöldum og bæjarstjórnum. Helgi sagði í samtali við Bænda blaðið að málið snerist nú ekki síst um að leggja fram stað­ reyndir og vinna á tortryggni í garð sorpeyðingarstöðva. Klukkan tifaði nú á landsmenn um að finna lausn á sorpeyðingarmálum sínum til framtíðar. Í stað urðunar kemur brennsla til orkuvinnslu Í skýrslunni sem kynnt var í desember undir heitinu; Forverkefni um framtíðarlausn til meðhöndlunar brennanlegs úrgangs í stað urðunar“, segir m.a. í samantekt: „Vegna innleiðingar reglna um forgangsröðun úrgangs og hringrásarhagkerfið á að hætta förgun brennanlegs úrgangs með urðun. Stóraukin áhersla er á flokkun og sérsöfnun og í stað urðunar kemur brennsla til orkuvinnslu. Í samræmi við þetta er gert ráð fyrir að árið 2030 munu falla til á Íslandi allt að 130.000 tonn af brennanlegum úrgangi og tilgangur þessa verkefnis er að skoða hvers konar brennslustöð þyrfti að byggja til að brenna þetta efni og vinna úr því orku. Enn er mögulegt að flytja brennanlegan úrgang úr landi, en tekið er að þrengjast um þá leið og stefnubreyting Evrópusambandsins hefur leitt til þess að nokkur lönd sem tekið hafa við úrgangi frá Íslandi á undanförnum árum virðast stefna að því að loka fyrir innflutning. Ætla má að sú þróun haldi áfram og að áhætta sem fylgi því að treysta á útflutning sé ekki ásættanleg. Flest íslensk sveitarfélög eru þessu sammála.” Þörf á brennslustöð með 130.000 tonna afkastagetu Í skýrslunni segir að brennslustöð sem reist verður á Íslandi þurfi að hafa afkastagetu sem nemur allt að 130.000 tonnum á ári. Ef fyrirætlanir um bætta flokkun og endurvinnslu ganga eftir munu 70% af þessum afköstum duga að jafnaði. Spilliefni yrðu ekki tekin þar til vinnslu – meðal annars til að tryggja að botnaska sem fellur til í verulegu magni spillist ekki. Notast verður við bestu fáanlegu tækni í brennslu og hreinsun á afgasi. Gert er ráð fyrir einni vinnslulínu sem afkastar rúmlega 16 tonnum á klukkustund. Þá segir líka í skýrslunni að miklar framfarir hafi átt sér stað í tæknibúnaði til brennslu og hreinsunar á afgasi og nýlegar hátæknibrennslur er ekki hægt að bera saman við litlar brennslur sem voru starfræktar á Íslandi um hríð í byrjun aldarinnar, en lokað vegna mengunarvandamála. Sorpbrennslustöð í Álfsnesi talinn besti kosturinn Starfshópurinn komst að þeirri niðurstöðu að besti kosturinn sé að reisa sorpbrennslustöð í Álfsnesi. Þorlákshöfn, Straumsvík, Helguvík og Grundartangi komu þó líka til greina að mati hópsins en Álfsnes þótti besti kosturinn út frá flutningahagkvæmni. Meðal helstu niðurstaðna hópsins eru: • Hátæknisorpbrennsla yrði reist á suðvesturhorni landsins þar sem meira en 80% af úrgang­ inum falla til. • Mat á staðsetningu leiðir í ljós að bygging hátæknibrennslunnar í Álfsnesi myndi fela í sér minnstan rekstrarkostnað þar sem kostnaður við flutning úrgangs til stöðvarinnar væri lægstur. • Hátæknibrennslan þarf að geta afkastað allt að 130.000 tonnum á ári. Hún mun framleiða raf­ magn og heitt vatn en rekstrar­ kostnaði verður einkum mætt með hliðgjöldum. • Stofnkostnaður hefur verið metinn með grófum hætti, sem og rekstrarkostnaður. Kostnaður við byggingu brennslunnar er áætlaður á bilinu 20–35 milljarðar króna. • Fyrir liggur að hliðgjöldin munu ráðast fyrst og fremst af því eignarformi sem verður fyrir valinu. • Verði brennslan alfarið í opinberri eigu er líklegt að hliðgjald þyrfti að vera 20 krónur á kíló en verði hún alfarið í einkaeigu er líklegt að hliðgjald yrði 40 krónur. • Í næsta áfanga verkefnisins þarf að stofna félag sem fær það hlutverk að halda áfram undirbúningsvinnu og þróa ítarlega viðskiptaáætlun um verkefnið. • Ef niðurstaða viðskiptaáætlunar gefur tilefni til liggur fyrir hverjir munu standa að undirbúningi og framkvæmd verkefnisins, og rekstri vinnslunnar. Einnig munu liggja fyrir samningar við sveitarfélög um ráðstöfun brennanlegs úrgangs í farveg vinnslunnar. Pólitískur rétttrúnaður getur verið dýrkeyptur Svo virðist sem pólitískur rétt trún­ aður í loftslagsmálum hafi fyrst og fremst tafið fyrir framgangi málsins ásamt margvíslegri hagsmunagæslu. Þó sýnt hafi verið fram á góða reynslu allra annarra Norðurlanda og fleiri þjóða af notkun fullkominna sorporkustöðva, hafa menn dregið lappirnar á Íslandi. Þar með hafa menn stórskaðað þetta mikilvæga umhverfismál og nú er tíminn hlaup­ inn frá mönnum. Það er orðin óumflýjanleg stað­ reynd að ef ekki fæst leyfi til að urða yfir 100 þúsund tonn af sorpi eftir 2023 í Álfsnesi eða annars staðar, þá eru ekki önnur úrræði í boði en stórfelldur útflutningur á sorpi, flokkuðum eða óflokkuðum. Það er að segja ef einhverjar þjóðir eru tilbúnar til að taka við því. Íslendingar eru þegar búnir að gera upp á bak Veruleikinn er þó í raun sá að Íslend­ ingar eru búnir að gera upp á bak í þessum málum og öll viðbrögð héðan í frá munu einungis snúast um að minnka skaðann sem þegar er orðinn. Vandinn er hins vegar að Evrópu­ sambandið hefur verið að feta í slóð Kínverja sem lokuðu fyrir innflutning á úrgangsplasti til sín um áramótin 2017/2018. Sumar Evrópuþjóðir eins og Svíar, Danir og Hollendingar hafa þó verið að flytja inn plast og annað sorp til brennslu, en ólíklegt að því verði haldið lengi áfram, jafnvel þótt sumir Íslendingar gæli enn við slíka óskhyggju. Evrópusambandið er þegar í stórkostlegum vanda með sitt sorp og innan þess hafa menn verið að taka í notkun nýjar sorporkustöðvar til að slá á þann vanda, en samt er enn mikið flutt út. ESB flutti út um 32,7 milljónir tonna af sorpi á árinu 2022 Á árinu 2020 nam útflutningur ESB á úrgangi til landa utan ESB um 32,7 milljónum tonna, sem er um 75% aukning frá 2004. Stærstur hluti þessa úrgangs var sendur til Tyrklands, eða 13,7 milljónir tonna. Næst á eftir var Indland sem tók við 2,9 milljónum tonna. Bretland tók við 1,8 milljón tonnum og Sviss 1,6 milljónum tonna. Þá tók Noregur við 1,5 milljónum tonna og Indónesía og Pakistan tóku samanlagt við 1,4 milljónum tonna. Í þessu ljósi er augljóst að ESBríkin hafa engan áhuga á íslensku sorpi þótt það sé hlutfallslega ekki stórt í sniðum miðað við fyrrgreindan sorpvanda ESB. Eins hefur hættu legur úrgangur verið að hlaðast upp í ESBríkjunum. Þannig voru um 7 milljónir tonna af slíkum úrgangi flutt úr einum stað í annan innan ESB­ríkjanna á árinu 2018. Þar virðast einstök ríki ESB vera að velta vandanum yfir á aðra. Í nóvember 2021 voru umræður um að herða allt regluverk um meðferð úrgangs og búist við að umhverfisnefnd Evrópuþingsins taki það fyrir á næstu mánuðum. ESB herðir reglur um plastúrgang og annað sorp Þann 22. desember 2020 samþykkti framkvæmdastjórn ESB nýjar reglur um útflutning og innflutning á plastúrgangi sem og flutning á honum innan ríkja ESB. Þessar nýju reglur banna útflutning á plastúrgangi frá ESB til landa utan OECD, fyrir utan hreinan plastúrgang sem sendur er beint til endurvinnslu. Einnig hefur verið tekið upp strangara eftirlit með útflutningi á plastúrgangi frá ESB til OECD­landa og innflutningi til ESB. Nýju reglurnar tóku gildi 1. janúar 2021. Þær gilda um útflutning, innflutning og flutning á plastúrgangi innan ESB­ríkjanna. Innflutningur inn í ESB frá þriðju löndum á hættulegum plastúrgangi og plastúrgangi sem erfitt er að endurvinna er nú háður „fyrirframtilkynningum og samþykkisferli“. Samkvæmt þessari aðferð verða bæði innflutnings­ og útflutningslandið að heimila sendingu. Íslendingar axli ábyrgð á eigin sorpi Það virðist því allt vinna gegn þeim hugmyndum að Íslendingar geti sópað sínu sorpi undir teppið hjá nágrannaríkjum eins og ekkert sé. Nær öruggt er að Íslendingar verða á komandi mánuðum og árum að taka fulla ábyrgð á sínum úrgangi. Hvernig menn ætla að klóra sig út úr því, verandi búnir að draga lappirnar í þeim efnum í áraraðir, skal ósagt látið. Endalausir fundir, nefndarskipanir og ályktanir en engar ákvarðanir Bændablaðið hefur í mörg ár fjallað um vandann í sorpeyðingarmálum á Íslandi, í það minnsta síðan í jan­ úar 2011. Síðan hefur nánast ekkert verið gert til viðunandi úrbóta. Hins vegar er búið að halda ótal fundi, skipa nefndir og skrifa ályktanir í kílómetravís um þessi mál. Enn ein fundaherferðin er hafin. Þar er ekki reiknað með að ákvörðun verði tekin um að ráðast í verkefnið, heldur er verið að reyna að sannfæra sveitarstjórnarmenn og aðra ráða menn um að lausnin geti falist í bygg ingu á sorporkustöð. Það er því alls ekki í sjónmáli að menn setjist niður á næstunni til að taka ákvörðun um byggingu sorp­ orkustöðvar. Miðað við afgreiðsluhraða við umhverfismat og ákvarðanatöku þarf vart að búast við að sorporku­ stöð verði tekin í notkun á Íslandi fyrr en í fyrsta lagi árið 2030. FRÉTTASKÝRING Hörður Kristjánsson hk@bondi.is Fjöldi funda haldinn um að byggja sorporkustöð til að taka við af sorpurðun en engin niðurstaða liggur fyrir: Búið úr stundaglasinu og Íslendingar eru komnir upp að vegg í sorpeyðingarmálum – Fyrirhugað er að loka Álfsnesi fyrir urðun 2023, á sama tíma er ESB að herða reglur um innflutning á sorpi til endurvinnslu og eyðingar Amager Bakke-sorporkustöðin í Kaupmannahöfn var gangsett árið 2017. Þessi stöð er oft nefnd sem dæmi um einstaklega vel heppnaða hátæknistöð sem er eins umhverfisvæn og hugsast getur. Á þakinu er skíðabrekka sem hægt er að renna sér í allt árið um kring. Mynd / Amager Bakke
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.