Bændablaðið - 27.01.2022, Page 22

Bændablaðið - 27.01.2022, Page 22
Bændablaðið | Fimmtudagur 27. janúar 202222 UTAN ÚR HEIMI Fuglaflensa: Stökkbreytingar geta leitt til alvarlegs smits í fólki Hröð útbreiðsla fuglaflensu er verulegt áhyggjuefni. Illa hefur gengið að hefta útbreiðslu flens­ unnar í alifuglum þrátt fyrir miklar varúðarráðstafanir. Fram til þessa hefur H5N1 veiran sem veldur fuglaflensu verið talin skaðlaus mönnum og smit í fólki sjaldgæf. Ný afbrigði veirunnar vegna stökkbreytinga gætu reynst fólki verulega hættuleg og með allt að 50% dánartíðni. Tugum milljónum alifugla hefur verið lógað og fargað til að reyna að hefta útbreiðslu flensunnar en þar sem hún berst meðal annars milli landa með farfuglum hefur það reynst erfitt. Fyrir skömmu greindu heil­ brigðis yfirvöld á Bretlandseyjum frá því að maður í Suður­Wales sem lifði í návígi við nokkrar aliendur hefði greinst með H5N1 veiruna en einnig eru dæmi frá Kína og víðar þar sem útbreiðsla hennar er mikil um að menn hafi greinst með veiruna. Hröð útbreiðsla Útbreiðsla fuglaflensu hefur verið gríðarlega hröð á Bretlandseyjum frá því í október síðastliðinn og greinst á ríflega 70 alifuglabúum síðan þá og um milljón alifuglum lógað og fargað. Útiganga bönnuð Í framhaldi af því var lausa­ ganga alifugla, bæði á býlum og í heimagörðum, utandyra bönnuð og fuglarnir settir í útgöngubann. Þrátt fyrir aðgerðir af þessu tagi og aðrar strangar varúðarráðstafanir hefur ekki tekist að hefta útbreiðsluna enda bráðsmitandi milli fugla. Smitleiðir vírussins eru margar og getur hann meðal annars borist með farfuglum, fugladriti, fjöðrum, fóðri, vatni, bifreiðum, landbúnaðartækjum, fatnaði og skóm. Menn og fuglaflensa Ástæða þess að smit í fólki vegna H5N1 er sjaldgæft er að veira hefur til þessa ekki borist með lofti eins og kvefpestir og Covid­19. Samkvæm tölum Alþjóða­ heilbrigðisstofnunarinnar, WHO, eru vitað um 863 tilfelli frá byrjun janúar 2003 þar til í lok desember 2021 um fuglaflensu í mönnum í átján löndum. Þar af létust 436, ríflega 50%, vegna sýkingarinnar en til samanburðar er dánartíðni vegna árlegrar kvefflensu um 0,1% Flest tilfelli smita í mönnum tengjast meðhöndlun, slátrun og neyslu á sýktum fuglum en einnig eru dæmi um að smit hafi borist á milli fólks innan sömu fjölskyldu þar sem nærvera er mikil og til þeirra sem hafa sinnt sýktum einstaklingum. Ný afbrigði vegna stökkbreytinga Verksmiðjubúskapur þar sem tugir þúsunda alifugla eru samankomir í þröngu rými eru kjöraðstæður fyrir veiruna til að berast á milli fugla og á sama tíma til að hraða stökkbreytingum. Vísindamenn sem rannsaka veiruna segja og vara við að það þurfi ekki margar stökkbreytingar, hugsanlega þrjár til fimm, til að veira geti farið að berast með lofti og orðið verulega hættuleg fólki. Dæmi um stökkbreytingu sem flestir kannast við er Covid­19 Omicron afbrigðið sem tók við af Delta afbrigðinu. Þrátt fyrir að Omicron afbrigðið sé meira smitandi en Delta er það sagt vera skaðminna og vírusinn að linast. Komi til þess að H5N1 veiran stökkbreytist þannig að hún geti borist með lofti og valdið sýkingu í fólki má búast við að útbreiðsla hennar yrði mjög hröð og dánartíðni mjög há. Dæmi um sýkingu sem barst milli manna með lofti var spænska veikin 1918 sem talið er að hafi valdið dauða 50 til 100 milljón manna um allan heim. Varnaðarorð sérfræðinga Sérfræðingar Alþjóðaheilbrigðis­ stofnunarinnar, WHO segja að afleiðingar þess ef veiran stökkbreytist og verði smitandi með lofti og haldi núverandi dánartíðni geti orðið skelfilegar og að dánartíðin á heimsvísu gæti legið á milli 5 til 150 milljón manns. 24 milljarðar hænsnfugla Helsta ástæða hraðrar útbreiðslu fuglaflensu er sögð vera síaukið alifuglaeldi í stórum verksmiðjubúum eða einingum og far fugla milli landa. Talið er að hænsnastofninn í heiminum telji um 24 milljarða fugla, þrisvar sinnu fleiri hænsn eru samkvæmt því í heiminum en fólk, og er langstærsti hluti þeirra alinn í verksmiðjubúum. Í dag eru til bóluefni gegn nokkrum afbrigðum fuglaflensu sem notuð eru í alifuglaeldi. Auk þess sem til eru bóluefni sem nýst hafa gegn sýkingum í fólki og önnur eru á tilraunastigi. Ekkert þessara bóluefna er samt til í því magni sem nauðsynlegt er talið ef fuglaflensa stökkbreytist þannig að hún smitast í fólk og er með allt að 50% dánartíðni. Fari allt á versta veg og svartsýnustu spár ganga eftir er líklega best að lýsa mögulegu ástandi með fleygri setningu Ólafs Ragnars Grímssonar, fyrrverandi forseta: „You ain't seen nothing yet“. /VH Lífræn hreinsistöð • Fyrirferðalítil fullkomin sambyggð skolphreinsistöð • Uppfyllir ýtrustu kröfur um gæði hreinsunar • Engin rotþró eða siturlögn 25 ára ábyrgð • Tæming seyru á þriggja til fimm ára fresti • Engir hreyfanlegir hlutir • Stærðir frá 6 – 55 persónueiningar Tunguhálsi 10 - 110 Reykjavík Sími 517 2220 - petur@idnver.is G ra fik a 19 Smásjármynd af H5N1. Veiran er lituð gul. Myndir / Wikipedia Fuglar á verksmiðjubúum sem reynast smitaðir af fuglaflensu eru oft kæfðir með kvoðu áður en þeim er fargað. Statisk sentralbyräd og raforkuverð í Noregi: Allt að 550% hækkun á 12 mánaða tímabili Haustið 2021 bárust fréttir af því frá Noregi að rafmagnsverð væri þá orðið hærra en nokkru sinni áður í sögunni. Í frétt RÚV var þá haft eftir Gísli Kristjánssyni, fréttaritara í Noregi, að talað væri um allt að tíföldun á verði frá árinu 2020. Einnig að verðið sveiflaðist svo mikið að venjulegt fólk sundlaði við að horfa á rafmagnsmælana. Ástæða þessa háa orkuverðs er ríkjandi orkukreppa og stórhækkanir á raforkuverði á meginlandi Evrópu sem Norðmenn tengjast beint í gegn­ um samþykkta orkupakka frá ESB. Árið 2020 var meðal „spottverð“ á Nord Pool raforkuverinu hins vegar óvenju lágt, eða 11,6 aurar NKR á kílóvattstund. Þetta var lægsta ársverð sem skráð hafði verið í kauphöllinni. Það þýddi að meðalheimili í Suður­Noregi voru að borga mun minna fyrir orkuna en í meðalári vegna offramboðs. Nær 430–550% hækkun á raforkuverði til heimila í Noregi á 12 mánuðum Þegar tölur frá Statisk sentralbyräd í Noregi frá 15. nóvember 2021 eru skoðaðar sést að orkuverð með flutningskostnaði (heildarverð til heimila fyrir orku, netleigu og gjöld) hafði hækkað hrikalega og var 147 aurar (NKR). Þá var verð á kílówattstund 26,6% hærra en meðalverð á öðrum ársfjórðungi og 101,6% hærra en 12 mánuði þar á undan. Rafmagnið sjálft var þá 76,3 aurar á kWst. Hafði það hækkað um 49,9% frá öðrum ársfjórðungi og hvorki meira né minna en 429,9% fá síðustu 12 mánuðum þar á undan. Til viðbótar rafrokuverðinu kom svo netleiga eða flutningur og opinber gjöld. Þegar skoðað er rafmagnsverð til heimila eftir tegund samnings og nýir fastverðssamningar með allt að 1 árs gildistíma fyrir utan gjöld, nam hækkunin á 12 mánaða tímabili 336,5% og upp í 550,8% þegar talað er um samninga tengda raforkuverði. Ef svo er skoðað það sem kallað er „viðskiptaaflsverð” án gjalda og þá til iðnaðar utan stóriðjuvera, námu hækkanirnar á tólf mánaða tímabili til 15. nóvember 2021 hvorki meira né minna en 614,1%. Næsta uppfærsla á þessu árs­ fjórðungs verði Statisk sentral byräd verður 14. febrúar næst kom andi. Orkupakkarnir skipta miklu máli Þriðji orkupakkinn var samþykkur á Alþingi Íslendinga þann 2. september 2019. 46 þingmenn greiddu atkvæði með innleiðingu orkupakkans og 13 voru á móti. Þessi samþykkt var grundvöllur þess að grænt ljós yrði gefið á innleiðingu hans í hinum aðildarríkjum samningsins um Evrópska efnahagssvæðið, þ.e. Noregi og Liechtenstein. Mikil átök urðu um þessa innleiðingu á Íslandi og fylgdust Norðmenn grannt með þeirri framvindu enda var samningnum ætlað að festa enn frekar í sessi regluverk um sameiginlegan orkumarkað í Evrópu. Þetta skipti Norðmenn enn meira máli en Íslendinga þar sem þeir voru þegar tengdir þeim orkumarkaði með rafstrengjum til meginlands Evrópu. Allt frá innleiðingu orkupakka 3 í Noregi hafa deilur haldið áfram og þær jukust til mikilla muna eftir að orkukreppa og stórhækkun orkuverðs fór að gera vart við sig fyrir alvöru í Noregi eftir óvenju hagstæða stöðu á fyrri hluta árs 2020. Lágt raforkuverð þá mátti rekja til góðs aðgengis að orku ásamt minni raforkunotkun en venjulega. Mjög mikil rigning og snjór í fjöllunum og góð vindskilyrði gáfu mikla orkuframleiðslu. Auk þess var árið 2020 hlýjasta ár sem mælst hefur og því notað minna rafmagn til upphitunar. Ofan á þetta var tak­ mörkuð afkastageta á strengjum til nágrannalanda sem dró úr möguleik­ um á útflutningi á umframafli. Síðan hefur allt farið á verri veg. /HKr.

x

Bændablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.