Bændablaðið - 27.01.2022, Blaðsíða 24
Bændablaðið | Fimmtudagur 27. janúar 202224
Eins og áður hefur komið fram hér á
síðum Bændablaðsins á Freyvangur
sér langa sögu bæði samkomuhúss
og leikhúss en það hefur iðað af
lífi um árabil, eitt athafnamesta
áhugaleikhús landsins.
Samkvæmt dagblaðinu Degi árið
1957 er „Sjónleikurinn Ráðskona
Bakkabræðra sýndur að Freyvangi,
Öngulsstaðahreppi“ auk þess sem
ónefnd hljómsveit lék þar að loknum
sjónleik. Nokkrum árum síðar, eða
snemma í apríl árið 1962, funduðu
áhugamenn í samkomuhúsinu með
það fyrir augum að stofna leikfélag
í Öngulsstaðahreppi sem síðar var
nefnt Freyvangsleikhúsið. Yfir árin
hefur leikfélagið fjórum sinnum hlotið
þann heiður að sýning þeirra er valin
athyglisverðasta áhugaleiksýningin;
Kvennaskólaævintýrið 1995,
Velkomin í Villta vestrið 1998,
Vínland 2009 og Góði dátinn Svejk
árið 2011.
Þessa dagana standa leikarar
Freyvangs í æfingum fyrir sýningu
verksins ástsæla sem allir þekkja,
Kardimommubæjarins, undir stjórn
leikstjórans Ólafs Jens Sigurðssonar.
Ólafur hefur leikstýrt félagsmönnum
áður með miklum ágætum og var
m.a. leikstjóri verksins Vínlands er
fór á fjalir Þjóðleikhússins við mikið
lof – kröftugur og litríkur söngleikur,
saminn af Helga Þórissyni, sem nú er
í hlutverki Kaspers, eins ræningjanna
og bræðranna þriggja, Kaspers,
Jespers og Jónatans.
Til gamans má geta að bræður
Helga, Ingólfur og Bergsveinn
Þórissynir, leika þá Jesper og
Jónatan, en eins og flestir vita ógna
þeir þremenningar bæjarbúum í fylgd
ljónsins síns sísvanga – sem elskar
mjólkursúkkulaði.
Önnur ógn bæjarins, hin ráðríka og
skapstygga Soffía frænka, fléttast inn í
líf þeirra er þeir ákveða að ræna henni
til þess að sjá um húsverkin fyrir sig
... sem kemur svo í ljós að er frekar
vanhugsað hjá þeim.
Kardimommubærinn er þó yndis-
legur bær þar sem margar skemmti-
legar persónur stinga upp kollin-
um, en söguna og söngvana samdi
Thorbjörn Egner (12. des. 1912–24.
des. 1990) norskur rit höfundur, leik-
skáld, myndskreytir og tónskáld auk
þess sem hann hannaði búninga og
leikmyndir við eigin leikrit.
Alls eru þeir sem koma að verkinu
tæplega fimmtíu talsins, bæði börn og
fullorðnir, og því nóg um að vera, enda
iðar Kardimommubærinn ávallt af lífi.
Stefnt er á að sýningarhald hefjist um
mánaðamótin febrúar/mars, að öllu
óbreyttu. /SP
ÁHUGALEIKHÚS Á ÍSLANDI
√ Þrátt fyrir óvissu vegna Covid-19, stefnir Þjóðleikhúsið á val
á Athyglisverðustu áhugaleiksýningu ársins næsta
vor. Þjóðleikhúsið hefur verið í samstarfi við Bandalagið í tæpa
þrjá áratugi með vali á leiksýningu úr smiðju áhugaleikfélaganna
sem sérstaka athygli vekur.
Í kjölfarið hefur viðkomandi félagi verið boðið að sýna í
Þjóðleikhúsinu. Covid-19 hefur komið í veg fyrir valið síðastliðin
tvö ár en að óbreyttu er stefnt á að velja
sýningu á vori komanda. Að þessu
sinni verður hægt að sækja um
fyrir sýningar sem frumsýndar
voru leikárin 2020-21 og 2021-
22 fram til loka umsóknarfrests
sem er 20. apríl 2022. Sótt er um
á Leiklistarvefnum. Dómnefnd
á vegum Þjóðleikhússins mun
velja þá sýningu sem nefndin telur
sérstaklega athyglinnar virði og verður
valið samkvæmt venju tilkynnt
á aðalfundi BÍL sem verður haldinn
í byrjun maí.
Umsóknarform fyrir Athyglisverðustu
áhugaleiksýningu ársins 2022 er tiltækt þegar félag
skráir sig inn á vef bandalagsins, www.leiklist.is.
Hvað er í gangi?!
Kardimommubærinn á fjalirnar í Eyjafjarðarsveit:
Freyvangsleikhúsið
Hér sjáum við Kristbjörn, Svanhvíti, Pétur og Eyþór standa umhverfis leik-
stjórann Ólaf Jens, sem situr á sviðinu og stýrir upplestri. Mikill kraftur er í
leikendum og leikstjóra - og án efa verður sýningin hin reffilegasta.
Þeir bræður Bergsveinn, Ingólfur og Helgi spreyta sig við textann, en gaman
verður að fylgjast með þeim í hlutverkum bræðranna kostugu, Kaspers,
Jespers og Jónatans.
Varahlu�r i VOLVO
Vinnutæki
Á sviðinu fæðast töfrarnir og eitt er víst að ævintýri Kardimommubæjarins er og verður öllum minnisstætt sem á það horfa
og að því koma. Hér má sjá yngstu leikarana sem taka þátt og víst er að þau búi lengi að þeirri upplifun. Myndir / Aðsendar