Bændablaðið - 27.01.2022, Síða 27

Bændablaðið - 27.01.2022, Síða 27
Bændablaðið | Fimmtudagur 27. janúar 2022 27                                    ­€ ‚   €  ƒ„    ƒ„ …     †„  ‡  … „ …   ‡  „     ˆ †  LÍF&STARF Nokkrar sameiningakosningar fara fram þann 19. febrúar Nokkrar sveitarstjórnir hafa ákveðið að fram fari atkvæða­ greiðsla um tillögu um sameiningu sveitarfélaga þeirra þann 19. febrúar 2022. Kosið verður um eftirfarandi sameiningar: 1. Sveitarstjórnir sveitarfélaganna Blönduósbæjar og Húna­ vatnshrepps. 2. Sveitarstjórnir sveitarfélaganna Eyja­ og Miklaholtshrepps og Snæfellsbær. 3. Sveitarstjórnir sveitarfélaganna Akrahrepps og Sveitarfélagsins Skagafjarðar. Fyrir þá sem vilja þá er hægt að greiða atkvæði utan kjöfundar m.a. hjá sýslumönnum um land allt. Atkvæðagreiðslan fer þannig fram að kjósandi stimplar eða ritar á kjörseðil orðið „já“ ef hann er hlynntur tillögu um sameiningu sveitarfélaganna eða „nei“ ef hann er mótfallinn tillögunni. /MHH Menntaverðlaun Suðurlands afhent í fjórtánda sinn Menntaverðlaun Suðurlands 2021 voru afhent í fjórtánda sinn fimmtudaginn 13. janúar síðastliðinn. Alls bárust átta tilnefningar til verðlaunanna. Magnús J. Magnússon, fyrrverandi skólastjóri Barnaskólans á Eyrarbakka og Stokkseyri, hlaut verðlaunin fyrir framlag sitt til eflingar leiklistarstarfs meðal grunnskólanema. Það eru Samtök sunnlenskra sveitarfélaga (SASS), sem veita verðlaunin á hverju ári. Verðlaunin eru veitt fyrir framúrskarandi framlag á sviði menntunar á Suðurlandi, sem um leið er hvatning til frekari dáða. Verðlaunahafinn 2021 hefur í áratugi stýrt leiklistarkennslu í þeim skólum sem hann hefur starfað við. Ásamt því að vera skólastjóri, stýrði Magnús leikhópnum „Lopa“, sem er nemendaleikhópur Barnaskólans á Eyrarbakka og Stokkseyri. Auk þess hefur hann nýtt leiklistina til að efla samskipti og samskiptahæfni í bekkjum skólans, sem hefur eflt nemendur og styrkt þá í félagsfærni og samskiptum, svo eitthvað sé nefnt af því sem Magnús hefur gert. /MHH Helgi Kjartansson, varaformaður SASS afhenti Magnúsi J. Magnússyni verðlaunin og viðurkenninguna. Mynd / SASS Hrunamannahreppur: Hefur keypt 24,5 hektara byggingaland Hrunamannahreppur keypti ný lega land á landi Byggðar á Bríkum, sem er milli tjaldsvæðis og Svanabyggðar skammt frá Flúðum. Landið er 25,4 hektarar og er kaupverðið 130 milljónir króna. Landið er mjög gott byggingar­ land og er stefnan að byggja þar upp nýtt hverfi. Í kaupunum fylgdi með skipulag svæðisins sem hljóðar upp á einbýla­ og parhúsalóðir. „Við viljum aðeins uppfæra það skipulag og bæta inn raðhúsum enda er mikil eftirspurn eftir þannig lóðum. Svo höfum við rætt við eigendur golfvallarins á Seli með samvinnu um að hafa góðar samgöngur um svæðið af gönguleiðum og jafnvel golfbílastígum því svæðið liggur jú alveg við golfvöllinn. Við sjáum það að það er frábært fyrir golfáhugafólk að byggja sér húsnæði á þessu svæði, svona rétt við þennan flotta golfvöll. Við erum byrjuð á þeirri vinnu að endurskoða skipulagið og vonandi liggja fyrir fyrstu drög að breytingu á skipulaginu á næstu vikum og í framhaldinu verður hægt að fara í framkvæmdir,“ segir Halldóra Hjörleifsdóttir, oddviti Hrunamannahrepps. /MHH Í lok árs 2021 var gengið frá kaupum Hrunamannahrepps á landi Byggðar á Bríkum, sem er milli tjaldsvæðis og Svanabyggðar rétt við Flúðir. Landið sést vel hér á litaða reitnum. Mynd / Hrunamannahreppur

x

Bændablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.