Bændablaðið - 27.01.2022, Qupperneq 36

Bændablaðið - 27.01.2022, Qupperneq 36
Bændablaðið | Fimmtudagur 27. janúar 202236 LÍF&STARF SAGA&MENNING Að hræra steypu á höndum var ekki létt vinna. Mynd / Bjarni Guðmundsson Sögubrot um búfræðslu 2: Að læra steinsteypugerð Steinsteypa er ekki gamalt fyrirbæri sé miðað við tímann frá því jörðin tók að kólna. Í byrjun síðustu aldar var steinsteypa flestum Íslendingum framandi. Þess vegna þótti það nokkur nýlunda þegar um steinsteypu og húsagerð var fjallað í rækilegum fyrirlestri á einu af fyrstu bændanámskeiðunum, sem haldin voru við Hvanneyrarskóla á öðrum áratug aldarinnar. Fyrirlesturinn hélt Jón þorláksson, sem þá var landsverkfræðingur. Fáir kunnu þá betur til hinnar nýju byggingartækni. Meðal forngripa sem varðveittust í Gömlu skemmunni á Hvanneyri fyrir til- stilli Guðmundar Jónssonar, síðar s k ó l a s t j ó r a , og fleiri góðra manna, voru sérkennileg steypumót. Sennilega eru það mótin sem Halldór skólastjóri Vilhjálmsson skrifaði svo um í skólaskýrslu sinni fyrir árin 1926-1928: „Skólinn hefir loks eignast ágætt steinsteypumót og er meiningin að piltar læri að steypa steina í því framvegis. Áhugasömu og iðju- sömu mennirnir, sem kunna að grípa hverja stund sem gefst, eru fljótir að steypa nokkra tugi steina, sem áður en varir eru orðnir hundruð - þúsundir. Nægilega mikið bygging- arefni til þess að byggja heil hús á ódýrasta hátt, sem orðið getur. En enn vantar okkur góða tilsögn í húsagerð og þyrfti að senda færan mann út til þess að kynna sjer hana vel og rækilega.“ Eins og meðfylgjandi mynd gefur til kynna eru mótin traustlega gerð- ur trépallur, sem á eru borð er mynda rétt horn. Á móti því hefur verið hægt að mynda annað horn með borðum, sem stillt skyldu af með okum/kubb- um. Virðist þannig hafa mátt ráða stærð steinanna. Sá er þó galli á gjöf Njarðar að við höfum ekki vissu fyrir því hvort hér er um sérsmíðuð mót að ræða, t.d. aðeins vegna kennslunnar, eða hvort þetta muni hafa verið staðal- verkfæri sem víðar þekktist. Hefur einhver ykkar séð svona mót? Það er vitað að steypusteinagerð var stunduð víðar á fyrstu áratugum steinsteypualdar. Þannig var skrif- aranum til dæmis sagt frá steypu- steinagerð námspilta Núpsskóla í Dýrafirði undir lok fjórða áratugar- ins. Skyldu þeir steinar fara í hús- byggingu Kristins Guðlaugssonar, bónda á Núpi. Ef til vill hafa einhverjir, sem lærðu steinsteypu- og steinagerð á Hvanneyri með þessum mótum, haldið henni áfram þegar heim kom. En þótt steypumót Hvanneyrarskóla hafi varðveizt skortir okkur örugga lýsingu á því hvernig steypuverkið gekk fyrir sig. Sé einhver lesandi aflögufær um þá vitneskju væri afar gagnlegt að heyra í honum eða frá honum um það. Gripahús og jafnvel íbúðarhús voru hlaðin úr steyptum steinum, og þá steinum sem sérstaklega höfðu að efni og gerð verið þróaðir í því skyni. Sá byggingarmáti tengir með sínum hætti saman hina aldagömlu aðferð við húsbyggingar hérlendis, hleðslu úr torfi og grjóti, og stein- steypuöldina. Bjarni Guðmundsson Mót til að steypa hleðslusteina. Alþjóðahafrannsóknaráðið: Upphafsráðgjöf ICES loðnu- veiða er 400.000 tonn Ráðgjöf ICES byggir á mælingum á stærð ókynþroska hluta loðnustofnsins, eins og tveggja ára. Alþjóðahafrannsóknaráðið (ICES) hefur birt upphafsráðgjöf um veiðar á loðnu á vertíðinni 2022/23. Ráðgjöfin hljóðar upp á 400 þúsund tonn, sem er í samræmi við gildandi aflareglu strandríkja að stofninum. Á vef Hafrannsóknastofnunar segir að ráðgjöfin byggist á mæl- ingum á stærð ókynþroska hluta loðnustofnsins, eins og tveggja ára, í september síðastliðnum í leiðöngrum Hafrannsóknastofnunar og systurstofnunar hennar á Grænlandi. Samtals mældust um 130 mill jarðar af ókynþroska eins og tveggja ára loðnu sem er nægjanlegt magn til að gefa hámarks upphafsráðgjöf sem aflareglan leyfir, eða 400 þúsund tonn. Þetta er sama upphafsráðgjöf og ICES gaf fyrir ári síðan fyrir núverandi vertíð en þá var vísitalan 146 milljarðar. Ráðgjöf verður endurskoðuð að loknum mælingum á þessum hluta stofnsins sem fyrirhugaðar eru í september 2022. /VH NYTJAR HAFSINS Brislingur (Sprattus sprattus) er smávaxinn fiskur af síldarætt, verður sjaldnast stærri en 16 sentímetrar. Mynd / wikimedia.org Brislingur er farinn að veiðast við Ísland Brislingur er fisktegund sem er farinn að veiðast í auknum mæli við landið. Í nýlegu hefti Náttúrufræðingsins er grein um fisktegundina og þar segir að hún hafi fundist í vaxandi mæli við Íslandsstrendur frá árinu 2017. Í greininni er getið um alla þekkta fundarstaði brislings við landið hingað til. Brislingur er fremur strandlægur fiskur og hefur nú fundist víða við sunnan- og vestanvert landið, flestir út af Rangársandi og Landeyjasandi, í Faxaflóa, Arnarfirði og Ísafjarðardjúpi. Langflestir brislinganna voru kynþroska fiskar. Samkvæmt upplýsingum á vefsíðu Hafrannsóknastofnunar veiddist brislingur í fyrsta skipti við Ísland í ágúst 2017. Einungis einn fiskur veiddist og var hann 15 sentímetra langur og fékkst á 20 metra dýpi undan Eyjafjallasandi. Brislingur (Sprattus sprattus) er smávaxinn fiskur af síldarætt, verður sjaldnast stærri en 16 sentímetrar. Hann líkist smásíld, en er auðgreindur frá síld á því að kviðrönd er með þunnan, snarp- tenntan kjöl og rætur kviðugga eru undir eða rétt framan við upphaf bakugga í stað þess að vera undir honum miðjum. Brislingur er uppsjávarfiskur á grunnsævi, oft nærri ströndum og þolir vel seltulítinn sjó. Útbreiðslan er víðáttumikil á landgrunni Norður-Evrópu og Afríku, einkum innan 50 m dýptarlínu. Hún nær frá Atlantshafsströnd Marokkó og norður í Norðursjó og að strönd suðurhluta Noregs og inn í Eystrasalt. Þá finnst hann í Miðjarðarhafi, Adríahafi og Svartahafi. Brislingur er mikilvæg stærð í vistkerfinu í Eystrasalti og Norðursjó og spennandi verður að fylgjast með hvernig honum muni reiða af hér við land. /VH 4,9% 8,1% 18,8% 27,0% 41,9% 0,0% 5,0% 10,0% 15,0% 20,0% 25,0% 30,0% 35,0% 40,0% 45,0% Viðskiptablaðið Stundin Morgunblaðið Fréttablaðið Bændablaðið Meðallestur prentmiðla á landsbyggðinni Samkvæmt prentmiðlamælingu Gallup á fjórða ársfjórðungi 2021 Kemur næst út 10. febrúar – Hvar auglýsir þú? Olís lokar Rekstrarlandi á Selfossi og í Reykjavík „Já, það er rétt skilið, lokun- in á Selfossi er liður af stærri skipulagsbreytingu á stórnotenda- sölu innan Haga samstæðunnar. Rekstrarland í Reykjavík mun jafnframt loka sem hluti af þessum skipulagsbreytingum. Við gerum ráð fyrir að loka á Selfossi í núver- andi mynd 1. febrúar,“ segir Frosti Ólafsson, framkvæmdastjóri Olís. Hann var einnig spurður hvort það væri rétt að fyrirtækið væri að loka Rekstrarlandi sínu á Selfossi og þá Reykjavík líka. „Gert er ráð fyrir því að ný rekstrareining verði stofnuð innan Haga til að sinna uppbyggingu á sölu- og þjónustustarfsemi gagnvart stór notendum. Þessi eining kemur til með að nýta það sterka innkaupa- og vöruhúsakerfi sem til staðar er í samstæðu Haga,“ bætir Frosti við. Samhliða stofnun þessarar nýju rekstrareiningar verður skipulagi stórnotendasölu innan Olís breytt. Ný sölueining Haga kemur til með að taka yfir þá vöruflokka innan Olís, sem hafa sterka samlegð með innviðum, skipulagi og væntu vöruframboði nýrrar einingar. Umræddir vöruflokkar sem koma til með að flytjast úr Olís yfir í nýja einingu eru hreinlætis-, rekstrar- og heilbrigðisvörur. „Auk vefverslunar og símasöluvers verðum við með lítinn afgreiðslulager og söluskrifstofu á Selfossi. Og til að mæta þörfum einstaklinga verður vöruframboðið aukið á þjónustustöð Olís á Selfossi. Til viðbótar selur Bónus á Selfossi ýmsar rekstrarvörur á samkeppnishæfu verði sem hentar minni aðilum,“ segir Frosti. /MHH Olís mun loka Rekstrarlandi sínu á Selfossi 1. febrúar. Einnig verður lokað í Reykjavík. Mynd / MHH
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Bændablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.