Bændablaðið - 27.01.2022, Blaðsíða 39

Bændablaðið - 27.01.2022, Blaðsíða 39
Bændablaðið | Fimmtudagur 27. janúar 2022 39 Þann 1. febrúar n.k. opnar Matvælastofnun fyrir umsóknir um styrki vegna vatnsveitna á lögbýlum í samræmi við reglugerð um framlög úr Jöfnunarsjóði sveitarfélaga til vatnsveitna á lögbýlum, nr. 180/2016. Umsókn um styrk til vatnsveituframkvæmda (nr. 10.06) er í þjónustugátt MAST sem er aðgengileg á heimasíðu Matvælastofnunar. Umsækjandi skráir sig inn með Íslykli eða rafrænum skilríkjum. Umsóknarfrestur er til og með 28. febrúar n.k. Umsóknarfrestur verður ekki framlengdur. Eftirfarandi fylgigögn skulu fylgja með umsókninni: • Mat úttektaraðila á þörf býlis fyrir framkvæmd • Staðfest kostnaðar- og framkvæmdaráætlun • Teikningar sé um byggingar að ræða • Umsögn viðkomandi sveitastjórnar um að skilyrði 1. mgr. 1. gr. ofangreindrar reglugerðar séu uppfyllt, þ.e. að hagkvæmara sé að mati sveitastjórnar að leggja vatnsveitu að einstökum bæjum, sbr. 2. mgr. 1. gr. laga um vatnsveitur sveitafélaga, nr. 32/2004 Stuðningur fyrir hverja framkvæmd getur að hámarki numið 44% af stofnkostnaði við vatnsveitu til heimilis- og búsþarfa, þ.e. kostnaðar við vatnsupptöku, þar með talin borun eftir vatni og dælur, vatnsgeyma og leiðslu frá vatnsbóli að bæjarvegg. Ennfremur telst til stofnkostnaðar þóknun fyrir úttekt á framkvæmdinni. Vakin er athygli á því að þeir umsækjendur sem áttu samþykkta umsókn á sl. ári, en luku ekki framkvæmdum, þurfa að sækja um aftur. Ítarefni • Upplýsingasíða Matvælastofnunar um vatnsveitustyrki, www.mast.is/is/baendur/vatnsveitustyrkir Vatnsveitur fyrir lögbýli HURÐIR Tunguháls 10, 110 Reykjavík, sími 567 3440, vagnar@vagnar.is, vagnar.is • Stuttur afhendingartími • Hágæða íslensk framleiðsla • Val um fjölda lita í RAL-litakerfinu • Vindstyrktar hurðir Bílskúrs- og iðnaðarhurðir Iðnaðarhurðir Iðnaðarhurðir með gönguhurð Bílskúrshurðir Hurðir í trékarma Tvískiptar hurðir Smíðað eftir máli Fyrsta flokks þjónusta og ráðgjöf árum fyrr á síðum prentmiðlanna. Þar var annar póll tekinn í hæðina og konum hyglt eins og enginn væri morgundagurinn. Jafnvel þótti við hæfi að þær veldu sér blómin sjálfar. Blómaflaustur þetta hófst annars allt með uppátækjasemi í bland við alúð blómakaupmanns nokkurs, Þórðar Þorsteinssonar að nafni, en hann átti einmitt Gróðrarstöðina að Sæbóli sem var lengi farsællega rekin í Fossvogi. Vegna áhrifa Þórðar kemur svo fyrsta blaðaauglýsing konudags- blóma, árið 1957, frá Félagi garð- yrkjubænda og blómaverslana. Þórður þessi, ásamt fjölskyldu sinni, sá stór- um hluta íbúa á höfuðborgarsvæðinu fyrir blómum til fjölda ára auk þess sem ágóða mæðradags hvers árs létu hann og Helga kona hans ávallt renna til mæðrastyrksnefndar. Mánuður góu hefst annars á sunnudegi átjándu viku vetrar sem er nefndur konudagur. Síðasti dagur góu nefnist hins vegar góuþræll og samkvæmt íslenska almanaksvefnum þykir hann einn versti óhappadagur ársins. Yngissveinadagur Einmánuður er síðasti vetrarmánuð- urinn en fyrsti dagur hans er helgaður ungum piltum, kallaður yngismanna- eða yngisveinadagur. Þótti við hæfi að stúlkur færu á fætur þann dag fyrr en piltar og færðu þeim glaðning. Yngismeyjadagur Harpa, fyrsti sumarmánuðurinn, er haldinn hátíðlegur, í raun bæði með sumardeginum fyrsta og þá jafnframt degi yngismeyja. Ekki fer þó fregnum af því að piltar hafi rokið upp fyrir allar aldir og stússað við ungmeyjarnar, þótt dagurinn væri víst helgaður þeim. Heldur hefur þó fólk vanist því að halda hátíðlegan fyrsta sumardag á meðan dagur yngismeyja hefur fallið í skuggann, en aldir eru síðan sumrinu var fyrst blótað þennan dag. Og svo áfram veginn Skerpla tekur við af hörpu sem áttundi mánuður ársins og er uppruni nafnsins óræður, en gæti komið af orðinu skorpinn eða þurrinn. Sólmánuðurinn, þriðji sumar- mánuðurinn, byrjar á sólstöðum og í byrjun hans þótti gott að fara á grasafjall eins og var kallað. Jurtum til lækninga var safnað og hvannir skornar auk þess sem töfrar Jónsmessunnar voru hylltir. Heyannir, nafn mánaðarins næst á eftir sólmánuði, kennir iðju þess tíma árs, heyskapar auk þess sem þótti best, um miðjan mánuð að hefja sölvatekju. Nafn tvímánaðar hefur verið skýrt á ýmsa vegu en réttasta skýringin er sjálfsagt sú að á þeim tíma eru tveir mánuðir til vetrar. Að lokum ber að nefna haust- mánuð, sem einnig er nefndur garð- lags mánuður þar sem á þessum tíma þótti ekki seinna vænna en að ganga í að bæta túngarða, hús eða annað sem þótti bóta við. En nú er ekki seinna vænna að fara að huga að konudeginum ef frúrnar hafa ekki skellt í lás eftir síðasta bóndadag. (Svona ef einhver gerði alvöru úr því að hoppa um buxnalaus ...) /SP Norræn goðafræði segir svo frá að Máni væri persónugervingur tunglsins, sonur Mundilfara og bróðir Sólar sem á næturnar ferðaðist í hestvagni yfir himininn og réði hvort tunglið væri vaxandi eða minnkandi. Helluhraun 4, Hafnarfirði sími 565 2727 & 892 7502HECHT barna Rafmagnsfjórhjól Verð128.000 kr. FLIEGL vélavagnar ERGOLASH strappar 35% fljótvirkari. Verð 4.990 kr. + vsk
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.