Bændablaðið - 27.01.2022, Qupperneq 63
Bændablaðið | Fimmtudagur 27. janúar 2022 63
Vinsamlega hafið samband við Björgvin Guðjónsson, búfræðing
og löggiltan fasteignasala í síma 510-3500 og 615-1020
eða á netfangið bjorgvin@eignatorg.is
Skipholt 50b, 105 Reykjavík
Vegna aukinnar eftirspurnar óskum
við eftir bújörðum á söluskrá
VHE • Melabraut 27 Hafnarfjörður • Hraun 5 Reyðarfirði • Sími 843 8804 • Fax 575 9701 • www.vhe.is • sala@vhe.is
SMÍÐUM OG GERUM VIÐ ALLAR GERÐIR TJAKKA
Glerárgata 34b við Hvannavelli • S 461 1092 • asco.is
OKKAR ÆR OG KÝR
— STARTARAR OG ALTERNATORAR —
Jobman samfestingar:
Frábærir gallar sem eru liprir
og þægilegir. Rennilás upp að hnjám.
Endurskinsrönd til að auka sýnileika.
Má þvo samfestinginn við 85°.
85°Verð: 12.388 kr.
JOBMAN 4327
Við leggjum áherslu á góða
þjónustu við landsbyggðina.
Vefverslun:
Khvinnufot.is
Brettagaflar með EURO festingum
og handfærslu. Burður 2,5 tonn kr.
189.000 m/vsk. H. Hauksson ehf.
S. 588-1130.
Ný hestakerra fyrir 4 hesta frá
Cheval-Liberte, vandaðar kerrur
með einstakan fjöðrunarbúnað,
gormafjöðrun með dempurum.
Topplausnir, Smiðjuveg 12- græn
gata 200 Kópavog. S. 517-7718.
www.topplausnir.is
Tokvam 260 THS Monster til sölu.
Árg. 2021, 1000 rpm til notkun-
ar framan á 160-300 ha drátt-
arvél. Mjög lítið notaður og lítur
vel út. Verð kr. 3.500.000 +vsk.
Uppl. í síma 821-1125.
Sjálfsogandi dælur frá Japan (Kos-
hin). Fyrir vatn, skolp, mjög óhreint
vatn (trash). 2“ , 3“ , 4“. Orginal
Honda vélar með smurolíuöryggi.
Hákonarson ehf. S. 892-4163,
hak@hak.is, www.hak.is
Smíðum upphækkanir með neti á
flestar kerrugerðir. Flott grind til
alls konar flutninga t.d. á kindum,
vörum eða rusli. Sími. 837-7750,
Til sölu
Til sölu Hitachi 140 hjólavél,
árg. 2013, ek. 8500 vst. Verð kr.
10.900.000 +vsk. Upplýsingar í
síma 892-3009.
Til sölu 8 stk. Liner bílskúrshurðir í
góðu ástandi, 3 x 2,50 m. Verð kr.
80.000 stykkið Uppl. í s. 895-0665.
Er að rífa gráan Nissan Patfinder
árg. 2008. Mikið af góðum varahlut-
um, sjálfskipting, drif ofl. Uppl. í s.
894-4082 /jarnih@simnet.is
Landrover 4 19" álfelgur og
3 dekk Goodyear Allterrain
255-55-19 til sölu, nánast ný.
Upplýsingar fridrik@ laeknastodin.is
Nokkrar varphænur í fullu varpi.
Nokkrar kynbótaendur sem byrja
að verpa í febrúar. Hundrað eggja
útungunarvélar til sölu á sama stað.
Sími 899-4600.
Timbur, 71 stk. 48 x 223 mm x 4,8
m. Verð kr. 1.281 lm m/vsk. 25 x 150
mm L = 4,2 m. Verð kr. 340 lm m/
vsk. H. Hauksson ehf. s. 588-1130
Skoda Octavia 2012, dísel, bein-
skiptur, framdrifinn, ljósbrúnn, ekinn
138.000 km. Nýskoðaður, einn eig-
andi. Verð kr. 990.000. Upplýsingar
í s. 892-6824.
Óska eftir
Rauðmaganet. Óska eftir að kaupa
rauðmaganet. Baldur s. 857-1887.
Kamína. Má líta illa út ef hún virkar.
Ætla að nota úti. Uppl. í s. 698-2157.
Óska eftir litlum rúlluvagni (8-11),
eða sturtuvagni. Þarf að vera í góðu
lagi. Uppl. í s. 893-2659.
Willys CJ2 Willys 1947. Átt þú eða
veist um einhvern sem á glugga-
stykki og eða frambretti sem ég get
keypt? Uppl. s. 899-1041, Kiddi.
Þjónusta
Tek að mér viðgerðir á flestum
tegundum sjálfskiptinga. Hafið sam-
band í s. 663-9589 til að fá uppl. og
tilboð. HP transmission, Akureyri.
Netfang- einar.g9@gmail.com,
Einar G.
Tek að mér að færa vídeó, slide og
ljósmyndir á stafrænt form/flakkara.
S. 863-7265 siggil@simnet.is
Þann 16. desember birtist grein í
Bændablaðinu þar sem ég greindi
frá því að stjórn Landverndar
teldi að fram hefðu komið vís-
bendingar um að tvær framandi
trjátegundir, stafafura og sitka-
greni, hafi eiginleika sem kunni
að gera þær ágengar í íslenskri
náttúru.
Í Bændablaðinu 13. janúar sl.
birtist andsvar Skógræktarinnar
við greininni undir heitinu Enginn
líffræðilegur veruleiki. Þar er tekið
undir ákall stjórnar Landverndar
um að áhrif stafafuru og sitkagrenis
verði metin á vísindalegum grunni.
En ef marka má greinina að öðru
leyti, telur stofnunin að málið hafi
nú þegar verið rannsakað hvað
stafafuru varðar og að niðurstöður
þeirra rannsókna sýni ekki að þær
valdi rýrnun líffjölbreytni og gefi
því ekki tilefni til sérstakra aðgerða.
Stjórn Landverndar er ekki á
sama máli. Í grein Skógræktarinnar
er gefið í skyn að annarleg sjónar-
mið liggi að baki og Landvernd
sé að velja sér „óvin“. Svo er
alls ekki og frábið ég samtök-
unum slíkar ásakanir af hálfu
þessarar mikilvægu ríkisstofnun-
ar sem Skógræktin vissulega er.
Málefnið eitt ræður afstöðu stjórnar
Landverndar; sá grunur sem er uppi
um skaðsemi framagreindra fram-
andi trjátegunda í íslenskri náttúru
er rökstuddur.
Ég leyfi mér að rifja upp að
stjórn Landverndar byggir skoðun
sína á þeirri staðreynd að sitkagreni
er skilgreint sem ágeng tegund í
Danmörku, Noregi og Svíþjóð og
mögulega ágeng tegund á Írlandi
í gagnagrunninum NOBANIS
sem var stofnaður fyrir tilstuðlan
Norrænu ráðherranefndarinnar.
Í sama gagnagrunni er stafafura
skilgreind sem framandi ágeng
tegund í Danmörku og Svíþjóð
og sem mögulega ágeng tegund á
Írlandi, Noregi og á Íslandi. Ýmsar
aðrar rannsóknir og reglur sem
beitt er erlendis styðja þá tilgátu
að framangreindar tegundir geti
verið ágengar. Í nýrri rannsókn
Pawels Wasowicz, grasafræðings
hjá Náttúrufræðistofnun Íslands,
ber allt að sama brunni. Fjöldi
líffræðinga og vistfræðinga hefur
einnig varað við mögulegum
ágengum eiginleikum tegundanna
tveggja.
Stjórn Landvernd hefur einnig
í huga að ein meginregla í náttúru-
vernd er varúðarreglan; að náttúr-
an fái að njóta vafans. Þá mótast
afstaða hennar af þeirri staðreynd
að heilladrýgst er að eiga við mögu-
lega ágengar tegundir áður en þær
fara í veldisvöxt. Viðvörunarbjöllur
hljóma vegna framangreindra trjá-
tegunda og nauðsynlegt er að bregð-
ast við þeim.
Grein Skógræktarinnar staðfestir
það sem ég sagði í grein minni í
desember; uppi eru mismunandi
skoðanir á því hvort gróðursetning
framandi trjátegunda hér á landi
muni draga úr líffræðilegri
fjölbreytni þegar fram líða stundir
og skaða þannig okkar viðkvæmu
náttúru og draga úr lífbreytileika.
Stofnanir íslenska ríkisins greinir
á um það og vísindamenn á
þessu sviði eru ekki sammála ef
marka má grein Skógræktarinnar.
Þessi ágreiningur veldur því að
félagasamtök og áhugafólk um
verndun náttúru Íslands og skógrækt
eru ráðvillt. Því kallar Landvernd
eftir skýrum leiðbeiningum sem
byggja á vísindalegri þekkingu.
Stjórn Landverndar telur að
svo við getum búið í sæmilegri
sátt um skógrækt og náttúruvernd
hér á landi þurfi að meta bæði
stafafuru og sitkagreni á grundvelli
fyrirliggjandi rannsókna, þeirra laga
sem gilda um verndun lífbreytileika
og þeirra alþjóðlegu samninga sem
Ísland á aðild að um þetta efni.
Í náttúruverndarlögum er kveðið
á um að vernda beri íslenska náttúru
gegn framandi ágengum tegundum.
Við erum svo heppin að á Íslandi
er lögformleg leið til að komast að
niðurstöðu um notkun einstakra
tegunda. Stjórnvöld hafa nefnilega
komið á sérstakri nefnd sérfræðinga
um innflutning og ræktun útlendra
plötutegunda sem á grundvelli
fyrirliggjandi þekkingar skal
skera úr um hvort erlend tegund
sé ágeng og hvort tilefni sé til að
setja reglur um notkun hennar eða
jafnvel banna.
Landvernd hefur sent erindi til
stjórnvalda og kallað eftir því að
framangreindar trjátegundir verði
teknar til mats eins og lögin segja
til um. Ég tel að það sé skógrækt
í landinu fyrir bestu að það verði
gert fyrr en síðar.
Tryggvi Felixson, formaður Landverndar, skrifar:
Vafi og vísindi – lögin eru skýr
LESENDARÝNI