Bændablaðið - 10.02.2022, Blaðsíða 1

Bændablaðið - 10.02.2022, Blaðsíða 1
3. tölublað 2022 ▯ Fimmtudagur 10. febrúar ▯ Blað nr. 604 ▯ 28. árg. ▯ Upplag 32.000 ▯ Vefur: bbl.is Óvenjukröpp lægð og rauðar viðvaranir á vestanverðu landinu í vikubyrjun ollu því að björgunarsveitir og aðrir viðbragðsaðilar bjuggu sig undir hið versta. Bræðurnir Arnaldur Húni og Jón Kristján Haukssynir á Suðureyri urðu hins vegar kampakátir með þessa himnasendingu og þakka íslenskum veðurfræðingum innilega fyrir almennilegheitin. Má segja að bræðurnir búi nú í nafla alheimsins eftir að heimabær þeirra var gerður að sögusviði sjónvarpsseríunnar Verbúðarinnar sem slegið hefur rækilega í gegn að undanförnu. Myndir / Haukur Már Harðarson Arna mjólkurvinnsla í Bolungarvík með mörg járn í eldinum: Stefnt að útflutningi á laktósafríu skyri til Frakklands á næstu mánuðum – Ætlar sér líka stóra markaðshlutdeild á því sem kallað er „jurtamjólkurvörur“, eins og hafrajógúrt og hafraskyr Arna mjólkurvinnsla í Bol unga­ rvík áformar að hefja útflut ning á laktósafríu skyri til Frakk lands á næstu mánuðum. Samninga­ viðræður standa yfir við franska stórmarkaðskeðju og er stefnt að því að skyrið verði selt í um 300 verslunum þess. Hálfdán Óskarsson mjólkur­ fræðingur er stofnandi, eigandi og framkvæmdastjóri Örnu. Hann segir að viðskiptasamningurinn við Frakk ana sé ekki alveg frágenginn en ferlið sé á lokametrunum. Um mjög spennandi verkefni sé að ræða. Unnið hafi verið að því í tæpt ár og náið samstarf hafi verið við franska fyrirtækið varðandi vöruþróun. Hann segir að ýmis önnur áhugaverð verkefni séu á teikni­ borðinu hjá mjólkurvinnslunni, enda hafi framsækin vöruþróun ávallt verið metnaðarmál þar innanbúðar. Hafrajógúrt og hafraskyr Arna mjólkurvinnsla hóf starfsemi árið 2013 og skapaði sér strax þá sérstöðu að bjóða upp á mjólkurvörur án mjólkursykurs, sem kallað er laktósafrítt, og hafa allar götur síðan einbeitt sér að slíkum vörum. Þær vörur opnuðu möguleika þeirra með mjólkursykursóþol að neyta hefðbundinna mjólkurvara. Að sögn Hálfdáns er ætlunin að halda því áfram, en hins vegar sé markviss stefnumótunarvinna í gangi þar sem gert er ráð fyrir afgerandi hliðarspori í nánustu framtíð meðfram kúamjólkurvinnslunni. Arna ætlar sér nefnilega stóra markaðshlutdeild á því sem kallað er „jurtamjólkurvörur“ á Íslandi, til dæmis með framleiðslu á sýrðum afurðum úr haframjólk eins og hafrajógúrt og hafraskyri. „Við fengum styrk úr Mat­ vælasjóði til að framleiða hafraskyr úr íslenskum höfrum. Við verðum í samstarfi við Sandhól í því verkefni, en þau rækta mikið af íslenskum höfrum og hafa verið að vinna að verkefni sem snýr að þróun á íslenskri haframjólk. Fókusinn í okkar verkefni verður á þróun sýrðra hafraafurða úr haframjólk, þar sem við ætlum að beita aðferðum sem ekki hafa verið nýttar í þessum tilgangi neins staðar í heiminum áður, að ég best veit. Slík vinnsla úr haframjólk verður mun flóknari en þegar unnið er úr hefðbundinni mjólk. Í grundvallaratriðum má segja að aðferðin felist í að hækka próteinhlutfallið þannig að það þykkni nægilega mikið til að hægt sé að kalla vöruna hafraskyr,“ segir mjólkurfræðingurinn og er ekkert feiminn við að nota þetta heiti, eða orðið „mjólk“ sem viðskeyti við plöntuheiti. Þetta sé orðið mjög útbreitt víða um heim og viðurkennt. Hann segir að engin bindiefni eða hjálparefni séu notuð í framleiðsluferlinu. Mikil tækifæri á plöntumjólkurmarkaðinum „Við sjáum mikil tækifæri á svoköll­ uðum plöntumjólkurmarkaði, enda vex hann mjög hratt bæði hér á Íslandi og annars staðar,“ segir Hálfdán og bendir á að sífellt stærri hluti af mjólkurmarkaðinum hér á landi sé slík mjólk. „Ég held að ástæðan fyrir því að fólk hefur í auknum mæli farið yfir í þessar tegundir mjólkur sé ekki einungis sú að það vilji sneiða hjá dýraafurðum, heldur er þetta orðið að umhverfismáli líka. Það er mjög góður tími núna til að koma inn á þennan markað og við sjáum alveg fyrir okkur útflutning á þessu líka ef við náum að framleiða afurðirnar í þeim gæðum sem við stefnum að. Við höfum ekki enn getað notað íslenskan grunn í okkar prófunum, en miðað við hvernig okkur hefur gengið með þetta hingað til þá lofar þetta mjög góðu – það má segja að við séum komin vel á veg.“ Eigin jarðarberjaframleiðsla Ýmislegt annað er í þróunarferli hjá Örnu þessi misserin, en þar hafa nú í nokkra mánuði verið uppi áætlanir um ræktun jarðarberja til nota í mjólkurvörurnar. Til stóð að ræktunin hæfist síðsumars á síðasta ári, en Hálfdán segir að það hafi ekki gengið sem skyldi í fyrstu atrennu. „Við erum engir sérfræðingar í jarðarberjaræktun og þurfum bara að læra þetta jafnóðum,“ segir hann. Nú sé hins vegar allt á réttri leið og er búist við að fyrstu jarðarberin verði tínd á vormánuðum, en allt verður ræktað upp af fræi – í svokallaðri lóðréttri ræktun á sex hæðum. Með vorinu er einnig ætlunin að uppskera eigin kryddjurtir, en Arna notar nokkuð af þeim í framleiðslu sína. „Þegar við höfum náð tökum á jarðarberjunum förum við í kryddjurtirnar,“ segir Hálfdán. Aðalbláber til framleiðslunnar hefur mjólkurvinnslan meðal annars keypt af öflugu berjatínslufólki á Vestfjörðum. /smh Hálfdán Óskarsson mjólkur fræð­ ingur er stofnandi, eigandi og fram­ kvæmdastjóri Örnu. Mynd / HKr. 32–33 Bændur í lífrænum búskap ekki háðir tilbúnum áburði Íslenska sveitin og náttúran höfðar sterkt til mín 26 –27 Vegabréf bjóráhugamanna 34
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.