Bændablaðið - 10.02.2022, Blaðsíða 26

Bændablaðið - 10.02.2022, Blaðsíða 26
Bændablaðið | Fimmtudagur 10. febrúar 202226 LÍF&STARF Það er alltaf gaman að koma á bæinn Skarð í Landsveit því þar búa kraftmikil hjón með börnum sínum en fjölskyldan er með risastórt fjárbú. Við erum að tala um þau Guðlaugu Berglindi Guðgeirsdóttur og Erlend Ingvarssyni (alltaf kallaður Elli) og börnin þeirra þrjú. Sumarliði er 15 ára, Helga Fjóla er 12 ára og Anna Sigríður er 9 ára. Á bænum eru 1.100 fjár á vetrarfóðrum, 14 hross, einn hundur og einn köttur. Elli hefur verið bóndi í Skarði frá 2003 en Guðlaug tók svo þátt í búrekstrinum þegar hún flutti að Skarði 2005. Hún starfaði reyndar sem ráðunautur hjá Búnaðarsambandi Suðurlands fram til 2006 en sneri sér þá alfarið að barneignum og búrekstri í Skarði. Elli rak ásamt ömmu sinni og frænku félagsbú um kúa- og sauðfjárbúskap í Skarði fram til 2018 er búunum var skipt upp og hafa þau Guðlaug rekið sauðfjárbúið frá 2018. Á haustmánuðum fékk Guðlaug styrkloforð frá Samtökum sunn- lenskra sveitarfélaga (SASS) varðandi vöruþróun og hönnun á vörum úr íslenskri ullarvoð. Markmið verkefnisins er að framleiða íslenskar ullarvörur úr íslenskri lambsullarvoð sem er framleidd á Íslandi. Af því tilefni og miklum áhuga hennar á íslensku sauðkindinni svaraði hún nokkrum spurningum blaðamanns. Leiddist mikið í Reykjavík „Íslenska sveitin og íslensk náttúra höfðar sterkt til mín og vil ég hvergi annars staðar búa en úti í sveit, var t.d. einn vetur í Reykjavík í fram- haldsskóla og hefur mér aldrei leiðst eins mikið á ævinni og þann vetur. Ég er alin upp í Austurhlíð í Skaftártungu en þegar ég var 10 ára gömul var féð heima skorið niður vegna riðuveiki og aldrei tekið aftur fé en breytt var yfir í kúabúskap á jörðinni þannig að ég er meira alin upp við kýr en sauðfé. Ég var send á vorin eftir að við urðum fjárlaus til að aðstoða við sauðburð hjá afa, ömmu og Bjarna frænda mínum í Hraunbæ í Álftaveri. Bjarni var mikill hestamaður og kynntist ég þar góðum hestum og var hann alltaf tilbúinn til þess að taka mann með á hestbak eða í hestaferðir og lána manni hesta. Einnig aðstoðaði ég systur mína og mág á Borgarfelli við sauðburð og smalamennskur,“ segir Guðlaug. Smalamennska og fjárrag Guðlaug segist hafa mjög gaman af ræktun sauðfjár þar sem ættliðabilið sé svo stutt, það komi svo fljótt í ljós hvort maður er að ná að rækta fram þá eiginleika sem maður sækist eftir. „Sauðfjárbúskapur er mjög krefjandi og tímafrekur ef vel á að standa að búskapnum. Sauð- burðurinn á vorin er alltaf krefjandi tími en jafnframt skemmti legur tími þegar allt er að lifna. Minn uppáhaldsárstími í sauðfjár- ræktinni er haustið en þá er tími smalamennska og fjárrags og í raun uppskerutími en þá kemur í ljós hvernig til hefur tekist við ræktun fjárins,“ segir Guðlaug og bætir við. „Við förum með 1/3 af okkar fé á Landmannaafrétt í sumarbeit, förum með féð um miðjan júlí og sækjum það seinni hluta septembermánaðar. Íslenska sauðkindin er mjög gáfuð, hún er t.d. mjög góð að rata og nýtir sömu beitarsvæðin þar sem mæður þeirra gengu þegar þær voru lömb. 2/3 af fénu okkar er í heimahögum og einnig beitt á aðrar jarðir í nágrenninu. Í byrjun september hefst hjá okkur fjárrag og smalamennskur og stendur nánast út október. Við smölum á hestum og gangandi og þar með sameinar maður áhugamálin. Það er ekkert sem jafnast á við það að fara á Landmannaafrétt á haustin og smala, vinir og sveitungar hittast og takast á við smalamennskur í stórbrotinni náttúru við ýmis veðurskilyrði. Vona ég að það verði um ókomin ár en það er alltaf verið að sækja að okkur sauðfjárbændum varðandi beit sauðfjár og er það því miður oft mikil fáfræði fólks sem liggur þar að baki.“ Grænihryggur í Sveinsgili Hér er Guðlaugu aðeins farið að hitna í hamsi enda mikill náttúru- unnandi. – „Já, það er alveg ljóst að bændurnir þekkja afréttina mjög vel og ekki sér á gróðri eða landsvæðum eftir beitina, annars værum við ekki að nýta svæðin til beitar. Í þessu samhengi langar mig til þess að nefna nýjasta Instagram staðinn, Grænahrygg í Sveinsgili á Landmannaafrétti. Þarna hafa verið örfáar kindur í sumarbeit og smalar farið um að sækja þær á haustin og ekkert séð á gróðri eða landi áratugum saman. Eftir að Grænihryggur varð vinsæll áfangastaður göngufólks varð að stika að honum gönguleið sumarið 2021 þar sem ágangur göngufólks var þvílíkur að það stórsá á landinu og margar nýjar brautir voru byrjaðar að myndast.“ Heimaprjónuð ullarnærföt frá Skarði Íslenska ullin er og hefur alltaf verið í miklu uppáhaldi hjá Guðlaugu. Á nýliðnu hausti fékk hún loforð um styrk frá SASS varðandi vöruþróun og hönnun á vörum úr íslenskri ullarvoð. Markmið verkefnisins er að framleiða íslenskar ullarvörur úr íslenskri lambsullarvoð sem er framleidd á Íslandi. „Já, margir fjallmenn á Land- manna afrétti ganga í heima- prjónuðum ullarnærfötum sem kemur sér vel í slarkinu sem getur orðið í fjallferð því veður eru misjöfn á fjöllum og því mikilvægt að vera vel búinn. Það var kona í sveitinni sem prjónaði ullarnærföt á fjallmennina en sökum aldurs er hún hætt að prjóna. Ullarnærföt bóndans voru því farin að slitna og bað hann mig að finna leið til þess að gera ný ullarnærföt fyrir sig. Upphaflega hugmyndin mín var að láta útbúa ullarband úr haustull af lömbunum mínum og prjóna ullarnærföt í prjónavél en þetta gekk ekki upp, það náðist ekki fram sú mýkt sem þarf í bandið,“ segir Guðlaug. Lambsullarvoð úr lambsullarbandi Það var svo í ársbyrjun 2020 að Guðlaug fór til fundar við Pál Kr. Pálsson hjá ullarframleiðslu fyrir- tækinu Varma og lýsti fyrir honum hugmyndum sínum. Páll er mikill áhugamaður um vörur úr íslenskri ull og hefur mikla trú á íslensku ullinni. „Hann sagði mér frá nýju lambsullarbandi sem Varma í samstarfi við Ístex er búið að þróa. Ístex útbýr ullarband úr íslenskri lambsull og prjónar Varma svo lambsullarvoð úr lambsullarbandi. Ullarvoðin er svo ýfð sem gerir hana enn mýkri. Ég kaupi svo lambsullarvoð af Varma og sauma ullarvörur úr voðinni. Fyrst og fremst er ég að sauma ullarnærföt og ullarkraga en hef einnig aðeins verið Guðlaug Berglind Guðgeirsdóttir á góðri stund í réttum. Myndir / Úr einkasafni Íslenska sveitin og náttúran Sauðfjárbændurnir á bænum Skarði í Landsveit, Guðlaug Berglind og Erlendur. Þau eru með eitt myndarlegasta fjárbú landsins. Sumarliði klár í fjallferð í ullarnær­ fötum úr lambsullarvoði, hannað og saumað af mömmu hans. Helga Fjóla í ullarslá frá Skarði. Anna Sigríður með ullarkraga, sem mamma hennar bjó til.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.