Bændablaðið - 10.02.2022, Blaðsíða 2

Bændablaðið - 10.02.2022, Blaðsíða 2
Bændablaðið | Fimmtudagur 10. febrúar 20222 FRÉTTIR Hlutdeild innflutnings á kjötmarkaði hefur mest aukist í alifuglakjöti Kjöttegundir Íslenskt kjöt Innflutt kjöt Íslenskt kjöt Innflutt kjöt Íslenskt kjöt Innflutt kjöt Íslenskt kjöt Innflutt kjöt Íslenskt kjöt Innflutt kjöt Alifuglakjöt 80,6% 19,4% 81,9% 18,1% 83,1% 16,9% 85,6% 14,4% 83,3% 16,7% Nautgripakjöt 79,7% 20,3% 80,2% 19,8% 78,1% 21,9% 77,7% 22,3% 77,3% 22,7% Svínakjöt 83,9% 16,10% 84,4% 15,6% 75,7% 24,3% 82,3% 17,7% 74,6% 25,4% Kindakjöt 100% 0,0% 100% 0,0% 99,4% 0,6% 100% 0,0% 100,0% 0,0% 2021 2020 2019 20172018 Þegar skoðuð er staða íslenskrar kjötframleiðslu í samkeppni við innflutning á síðustu fimm árum sést að hlutfallslegur innflutningur hefur mest verið að aukast á alifuglakjöti þrátt fyrir aukna innlenda framleiðslu samkvæmt tölum mælaborðs landbúnaðarins. Á nýliðnu ári var 80,6% alifuglakjötssölunnar hér á landi íslensk framleiðsla en 19,4% var innfluttur. Hefur hlutfall íslenska kjötsins í heildarsölu á alifuglakjöti ekki verið lægra allavega síðustu fimm árin og hlutfall innflutnings aldrei meira. Hlutur innflutts alifuglakjöts fer vaxandi Á árinu 2017 var hlutfall íslenskrar framleiðslu í sölu alifuglakjöts 83,3%, en fór mest í 85,6% á árinu 2019. Sala á íslensku alifuglakjöti frá afurðastöðvum á árinu 2017 nam 9.530 tonnum, en var komin niður í 8.963 tonn á árinu 2021. Mest var salan á íslensku alifuglakjöti árið 2019 eða um 9.797 tonn. Mest flökt í innflutningi á svínakjöti Hlutfallið í svínakjötssölunni á milli innlendrar framleiðslu og innflutnings hefur verið nokkuð rokkandi á milli ára. Þannig var ekki nema 74,6% svínakjötssölunnar árið 2017 innlend framleiðsla en 25,4% innflutt. Var það jafnframt lægsta hlutfall af innlendu svínakjöti í sölunni í fimm ár. Best var hlutfallslega staðan á árinu 2020. Þá voru 84,4% svínakjötssölunnar af íslenskum uppruna, en 15,6% innflutt. Hlutfall innlends nautgripakjöts nokkuð stöðugt Hlutfallið á milli innlendrar fram­ leiðslu og innflutnings í nautgripa­ kjöti hefur haldist nokkuð stöðugt undanfarin fimm ár. Þannig var hlutfall íslenska nautakjötsins á markaðnum 77,3% árið 2017 en 79,7% á síðasta ári. Hæst fór innlenda framleiðslan í 80,2% á árinu 2020. Kindakjötið með algera sérstöðu Kindakjötið hefur haft algjöra sérstöðu á íslenskum markaði þar sem samkeppnin við innflutning hefur nánast engin verið. Eina undantekningin síðastliðin fimm ár var á árinu 2019, en þá var 0,6% sölunnar á kindakjöti innflutt. /HKr. Kjötframleiðsla íslenskra bænda er í góðum takti við fjölgun landsmanna – Framleiddu rúmlega 31 þúsund tonn á síðasta ári, sem er 15,2% aukning frá 2010 en landsmönnum fjölgaði um 16,1% Heildarkjötframleiðsla íslenskra bænda á síðasta ári var tæp 31.012 tonn, sem var um 0,3% sam ­ dráttur á milli ára. Þetta var samt rúmlega 4.090 tonnum meiri kjöt ­ framleiðsla en á árinu 2010, sem er um 15,2% aukning. Virðist fram­ leiðsluaukningin haldast ótrúlega vel í hendur við íbúa fjölgun á sama tíma, sem nam rúmlega 16,1%, eða um 51.162 tonn. Kjötframleiðsla íslenskra bænda á árinu 2010 var um 26.923 tonn og mest var þá framleitt af kinda­ kjöti, eða um 9.166 tonn. Alifugla­ kjötsframleiðslan var þá í öðru sæti með 6.904 tonn. Mest var hins vegar framleitt af kindakjöti á árinu 2017, eða tæp 10.620 tonn, en þá var framleiðslan á alifuglakjötinu komin í um 6.970 tonn samkvæmt tölum úr mælaborði landbúnaðarins. Alifuglakjötsframleiðslan er að ná kindakjötinu Á síðasta ári var heildar fram­ leið sl an eins og fyrr segir tæp 31.012 tonn og af því var kinda­ kjötsframleiðslan 9.395 tonn. Kindakjötsframleiðslan hefur dregist saman en þessi grein var samt enn með vinninginn á árinu 2021 í rúmum 9.490 tonnum. Alifuglakjötsframleiðslan var þá með um 9.244 tonn og var að rétta úr sér eftir 500 tonna samdrátt á Covid­árinu 2020. Það verður því fróðlegt að sjá hvort framleiðslan á alifuglakjöti fari í fyrsta sinn í sögunni fram úr kindakjötsframleiðslunni á árinu 2022, en salan á alifuglakjötinu sigldi fram úr kindakjötinu þegar árið 2007. Samdráttur í öllum kjötgreinum nema nautgripakjötsframleiðslu Samdráttur var í framleiðslu á öllum kjöttegundum á síðasta ári nema á nautgripakjöti. Stöðugleiki hefur einkennt nautgripakjötsframleiðsluna undanfarin ár. Á árinu 2010 voru framleidd 3.895 tonn af nautgripakjöti en undanfarin fimm ár hefur framleiðslan verið yfir 4.600 tonn. Þá fór framleiðslan á nautgripakjötinu í 4.965 tonn á síðasta ári og hefur aldrei verið meiri. Í svínakjötsframleiðslunni hefur verið jafn hóflegur stígandi allar götur síðan 2010 þegar hún nam tæpum 6.158 tonnum. Á árinu 2020 var hún komin í tæp 6.813 tonn en gaf aðeins eftir á síðasta ári þegar fram­ leiðslan á ísl­ ensku svína kjöti var 6.575. Kjötsalan heldur í við íbúafjölgun líkt og framleiðslan Þegar litið er á sölu á íslensku kjöti hefur hún líka aukist um svipað magn og framleiðslan, eða um 4.039 tonn frá 2010, sem er um 16,8% aukning. Það stemmir vel við hlutfallsfjölgun íbúa landsins. Þannig var heildarsala innan­ lands á íslensku kjöti um 23.947 tonn á árinu 2010, en var 27.986 tonn á árinu 2021. Kjötsalan var mest árið 2019 þegar ferðamanna­ straumurinn til landsins var í hámarki. Þá nam salan um 28.977 tonnum, en var tæp 27.986 tonn á síðasta ári. Líklegt er að sala á íslensku kjöti til ferðamanna hafi einkum skilað sér í aukinni sölu á alifugla­ kjöti. Þá gætu ferðamenn einnig hafa spilað mikilvæga rullu í að taka kúfinn af þeirri framleiðslu­ og söluaukningu sem var umfram íbúafjölgun á árunum fram til 2020. Í því ljósi horfa íslenskir bændur trúlega á það sem ný tækifæri til sóknar þegar erlendir ferðamenn fara að sýna aukinn áhuga á ný á ferðalögum til Íslands. /HKr. Framleiðsla og sala á kjöti frá íslenskum bændum 2021 Framleiðsla í kg Sala í kg Alifuglakjöt 9.244.014 8.963.336 Kindakjöt 9.394.885 6.908.079 Svínakjöt 6.575.414 6.545.986 Nautgripakjöt 4.965.109 4.949.933 Hrossakjöt 832.396 618.192 Samtals 31.011.818 27.985.526 Framleiðsla og sala á kjöti frá íslenskum bændum 2010 Framleiðsla í kg Sala í kg Alifuglakjöt 6.904.661 7.189.897 Kindakjöt 9.166.082 6.274.664 Svínakjöt 6.157.564 6.025.048 Nautgripakjöt 3.894.944 3.915.873 Hrossakjöt 798.508 541.256 Samtals 26.921.759 23.946.738 2010 317.630 2011 318.452 2012 319.575 2013 321.857 2014 325.671 2015 329.100 2016 332.529 2017 338.349 2018 348.450 2019 356.991 2020 364.134 2021 368.792 Íbúaþróun á Íslandi Íslensk alifuglarækt á varðbergi vegna útbreiðslu á fuglaflensu: Vel fylgst með innflutningi Tugum milljónum alifugla hefur verið lógað og fargað í Evrópu undanfarna mánuði til að reyna að hefta útbreiðslu fuglaflensu, en þar sem hún berst meðal ali­ fugla og milli landa með farfugl­ um hefur það reynst erfitt. Fjöldi lifandi unga af varphænum er fluttur til landsins árlega. Hrund Hólm, deildarstjóri heil­ brigðis inn­ og útfluttra dýra og afurða þeirra hjá Mast, segir verk­ lag Mast í tengslum við innflutn­ inginn þannig að nokkrum dögum fyrir væntanlegan innflutning sé tekin staða á fuglaflensu í útflutn­ ingslandinu. Áhættumat erlendis „Við skoðum meðal annars hvort það séu í gildi ein­ hverjar höml ur sem tengj ast fugla flensu á ef t i r l i ts væði búsins eða bú­ inu sem fugl­ arnir koma frá og út frá því er unnið áhættu­ mat. Þannig að ef upprunabúin eru innan áhættusvæða þar sem eru hömlur er innflutningur á ungum ekki leyfður.“ Eftir að ungarnir koma heim eru þeir settir í einangrun og eru undir eftirliti sérgreinadýralæknis. Hrund segir að í ljósi aðstæðna á stöðu fuglaflensu í Evrópu sé verið að skoða hvort auka eigi það eftirlit og taka sýni úr dagsgömlum ungum en til þessa hefur það verið gert síðar. Góð samvinna við Mast Jón Magnús Jónsson, fram­ kvæmda stjóri Reykja búsins, segir að til þessa hafi fuglaflensa ekki haft áhrif á innflutn­ ing á lifandi ungum. „Við erum í góðu sambandi við Mast og þeir fylgjast vel með þróuninni erlendis og svo erum við með einangrunar­ stöð hér á landi þar sem tekin eru sýni úr ungunum áður en þeir fara í framleiðslu.“ /VH Hrund Hólm. Jón Magnús Jóns­ son. Umhverfis­, orku­ og loftslags­ ráðherra hefur ákveðið veiði­ heimildir til hreindýraveiða fyrir árið 2022 og skiptingu þeirra milli sveitarfélaga, að fengnum tillögum frá Umhverfisstofnun. Alls verður heimilt að veiða 1.021 hreindýr á veiðitímanum, 546 kýr og 475 tarfa. Þetta er 199 hreindýrum færri en á undanförnu ári, sem stafar fyrst og fremst af óvissu um talningar hreindýra vegna veðurskilyrða og tilfærslu dýra milli veiðisvæða á talningartímum. Veiðitími tarfa er frá 1. ágúst til 15. september, en Umhverfisstofnun getur heimilað veiðar á törfum frá og með 15. júlí. Veiðitími kúa er frá 1. ágúst til 20. september. Samkvæmt tilmælum ráðuneytis­ ins er veiðimönnum gert að forðast í lengstu lög að fella mylkar kýr fyrstu tvær vikur veiðitímabilsins svo draga megi eftir megni úr áhrifum veiðanna á kálfa. Þess í stað eru veiðimenn eindregið hvattir til að veiða eingöngu geldar kýr. Er í þessu sambandi bent á hlutverk og skyldur leiðsögumanna við að aðstoða og leiðbeina veiðimönnum við val á bráð. Þá eru veturgamlir tarfar alfrið­ aðir og miðast tarfaveiði því við tarfa sem eru tveggja vetra og eldri og óheimilt er að veiða kálfa. Heimildirnar eru veittar með fyrirvara um að ekki verði verulegar breytingar á stofnstærð fram að veiðum sem kalli á endurskoðun veiðiheimilda. Líkt og fyrri ár skiptist veiðin milli níu veiðisvæða og eru mörk þeirra og fjöldi dýra á hverju svæði tilgreind nánar í meðfylgjandi auglýsingu. Umhverfisstofnun auglýsir og sér um sölu allra veiðiheimildanna. /VH Heimilt að veiða 1.021 hreindýr – 199 dýrum færri en undanfarin ár
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.