Bændablaðið - 10.02.2022, Blaðsíða 44

Bændablaðið - 10.02.2022, Blaðsíða 44
Bændablaðið | Fimmtudagur 10. febrúar 202244 Hitt og þetta í kringum riðu og arfgerðir Í samhengi við riðurannsóknina miklu – og ekki síst við arfgerðagreiningarátakið sem RML hleypti af stokkunum nýlega – koma upp ýmsar spurningar eða athugasemdir. Mörg þessara atriða hafa gildi umfram átakið og þess vegna eru nokkur af þeim útskýrð betur hér. Heilbrigðir smitberar? Nei! Helstu fordómar gagnvart verndandi arfgerðum: Þær séu bara að framleiða heilbrigða smitbera og smita þess vegna miklu meira frá sér en venjulegar kindur. Eða öllu heldur: í þeim leynist riða, þess vegna séu kindur með áhættuarfgerð miklu betri, því í þeim sé hægt að finna riðusmitið og uppræta það. Sem betur fer eru slíkar skoðanir úreltar. Riða er sem sagt allt annars eðlis en aðrir smitsjúkdómar. Hún er einmitt einn af örfáum smitsjúkdómum þar sem ákveðnar, vel afmarkaðar arfgerðir ráða öllu: • bæði næmi fyrir smiti og • í hve miklu mæli dýrið smitar frá sér. Þetta er meira að segja tengt hvort öðru. Því næmari sem kind er fyrir smiti, því meira smitar hún frá sér þegar hún er riðuveik. Því næmari fyrir riðu, því fleiri líkamshlutir taka þátt í sjúkdómnum og því fleiri uppsprettur fyrir smitefni verða til. Og öfugt: Kind með verndandi arfgerð á borð við ARR/ARR (arfhreint) smitast ekki og getur heldur ekki smitað aðra. Eins og ég skrifaði í fyrri grein: Hildir riðuveikra kinda eru ein helsta smitleiðin. En erfðaefni móðurinnar stýrir ekki hvort hildirnar taka þátt í sjúkdómsferlinu – heldur erfðaefni fóstursins. Arfgerð fóstursins stýrir þar með magni smitefnis í hildunum. Strax þegar fóstrið er með ARR- arfgerð smita hildirnar minna (ARR+x) eða ekki neitt (ARR/ARR) frá sér. Þess vegna er hægt að ná mjög fljótum árangri með arfgerðina ARR, það er innan fárra ára hægt að stoppa sjúkdóminn alveg af þótt talsverður hluti hjarðarinnar sé enn ekki arfhreinn fyrir ARR. Þar með eru verndandi arfgerðir eina leiðin til að losna virkilega við sjúkdóminn – sérstaklega á svæðum þar sem við losnum ekki við smitefnið. AHQ-arfgerðin er lítið næm, en ekki „verndandi“ Fyrir nokkrum vikum – rétt áður en við fundum ARR – heyrði ég að sauðfjárbóndi í Noregi væri sannfærður um að sumir íslenskir sæðingahrútar hefðu áður fyrr verið arfblendnir fyrir ARR. Hann átti nokkrar hrútaskrár frá árunum í kringum 2009. Fyrst var ég hissa en þá skildi ég: Þar var skrifað „arfblendinn verndandi“ en átt við arfgerðina AHQ/ARQ! Ekki fyrr en allra síðustu árin var því breytt í hrútaskránni og AHQ kallað „lítið næmt“, en ekki lengur „verndandi“ eins og menn héldu í upphafi. Ég heyrði þetta orðalag sjálf oft hjá bændum þegar við ræddum rannsóknina, meira að segja í fyrra. Það er auðvitað afar ruglandi þegar við erum núna að tala um T137 og ARR sem verndandi arfgerðir – sem fundust bara nýlega. Þá er spurt: „Var þetta verndandi ekki bara alltaf til?“ Stundum er greinilega vissara að nota skammstafanir og sætatölu í staðinn fyrir lýsandi orð. AHQ (eða H í sætinu 154 í príonpróteini, í staðinn fyrir R) virkar greinilega þannig að kindin er minna næm. Erlendis þar sem arfgerðin er útbreiddari gerist það oftar að kind með AHQ smitist af riðu, sérstaklega í arfblendnu formi (AHQ/ARQ), og er þar flokkuð saman með ARQ (næmisflokkur 3 af 5). Fullkomlega verndandi (sjá fyrir ofan) er hins vegar ARR, sérstaklega í arfhreinu formi (næmisflokkur 1), og mjög líklega einnig T137. Ekki útilokað er samt að íslensku riðustofnarnir séu – ólíkt ákveðnum erlendum riðustofnum – ekki „sérhæfðir“ í AHQ, heldur í ARQ og VRQ. Ef svo er þá myndu AHQ-kindur hér á landi smitast sjaldnar. En það eru ennþá getgátur. Um þessar mundir fer rannsókn af stað í tilraunaglasi hjá samstarfsaðilum okkar í Frakklandi og í Englandi sem gengur út á að mæla smitnæmi allra helsta íslensku arfgerða/ breytileika. Vonandi í sumar eða í haust getum við sagt betur til um hvar á „smitnæmismælikvarðanum“ AHQ stendur nákvæmlega við íslenskar aðstæður. Eins með breytileikana T137, C151, N138 og e.t.v. R231R+L237L. ARR verður einnig prófað með sömu íslensku riðustofnum þannig að beinn samanburður sé mögulegur. Útrýmum áhættuarfgerð – já, en ... Áður en fullkomlega verndandi arfgerðir fundust hér, var aðal- markmið bændanna á riðusvæðum að útrýma áhættuarfgerðinni VRQ. Hún er langnæmust og smitar langmest frá sér. En þetta dugar ekki til að sigra riðu eins og við vitum, ekki síst í ljósi þess að svo gott sem allar sýktar kindur síðustu riðuhjarðanna voru með arfgerðina ARQ/ARQ þótt VRQ væri til í hjörðinni. Til að útrýma riðu þurfum við að rækta upp riðuþolnar hjarðir – eins og fram kemur að ofan. Annaðhvort já eða nei – arfgerð getur ekki leynst „Amma hennar var með áhættuarfgerð, en hún sjálf er bara hlutlaus. Getur lambið hennar verið með áhættuarfgerð vegna ömmu?“ Svarið er: Nei, nema faðir lambsins sé með áhættuarfgerð. Þessar arfgerðir erfast á einfaldan og beinan hátt, ekki er til neitt víkjandi eða ríkjandi. Annaðhvort er arfgerð til – og getur erfst áfram – eða hún er ekki til. Þess vegna er auðvelt að segja til um hvað líkurnar séu miklar að ákveðin arfgerð kemur fram undan ákveðnum foreldrum. Yfirlitsmyndin sýnir þetta á glöggan hátt fyrir alla möguleika sem eru hugsanlegir. Þessa mynd er hægt að nota á allar arfgerðir – bara skipta arfgerðunum út eftir vild, bara passa að yfirskriftin sé rétt: nota „þrjár mismunandi arfgerðir“ til dæmis ef um T137, AHQ og ARQ er að ræða – eða C151, ARQ og VRQ eða aðrar 3 arfgerðir/breytileika. Hefðbundin „2ja-sæta- arfgerðagreining“ Frá 2009 var hér á landi nánast eingöngu í boði að láta gera arfgerðagreiningar sem skoðuðu bara sætin 136 og 154 – menn héldu að ARR (með R í sætinu 171) væri ekki til og þess vegna var hagstæðara að sleppa sætinu 171. Svo gátu arfgerðir eingöngu verið AR, VR og AH. Upplýsingar úr þessum greiningum nýtast samt að ýmsu leyti. • AH getur ekki leynt fleiri breytileikum, þetta er alltaf AHQ. • VR getur heldur ekki leynt meiru, þetta er alltaf VRQ. • AR getur leynt fleiri breytileikum – en aldrei fleiri en einum þeirra: • T137 • N138 • C151 • R171=ARR • R231R+L237L Dæmi: • AH/AH: þetta er AHQ/ AHQ = arfhreint fyrir lítið næma arfgerð – getur ekki leynt meira • VR/VR: þetta er VRQ/ VRQ = arfhreint fyrir áhættuarfgerð – getur ekki leynt meira • AH/VR: þetta er AHQ/ • VRQ, getur ekki leynt meira • AR/VR, AR/AH: getur leynt frekari breytileikum á einum stað (t.d. meira að segja ARR/AHQ! Eða T137/AHQ!) • AR/AR: getur leynt frekari breytileikum á tveimur stöðum „Er ARR betra en T137?“ Við vitum það ekki ennþá. Það getur jafnvel verið öfugt – þar sem margt bendir til þess að T137 virki þegar í arfblendnu formi (T137/ ARQ) fullkomlega vernd- andi. Aðalatriðið er hins vegar að finna út hvort T137 virkar eins vel gagnvart íslenskum riðustofnum og hún virkaði gagnvart ítalska riðustofninum. Það mun koma í ljós í rannsókninni í tilraunaglasinu sem ég nefndi að ofan. Dæmi: foreldrar með 4 mismunandi breytileika ARR ARQ AHQ N138 ARR ARQAHQN138 ARRARQ AHQ N138 25 % 25 % 25 % 25 % Líkurnar á „eitthvað með ARR“ eru samtals 50 %. Dæmi: foreldrar með 3 mismunandi breytileika ARR ARQ ARR N138 ARR N138ARR ARRARQ N138 25 % 25 % 25 % ARR ARQ 25 % Líkurnar á „eitthvað með ARR“ eru samtals 75 %. Dæmi: foreldrar með 2 mismunandi breytileika, arfblendnir ARR ARQ ARR ARQ ARR ARQARQARR ARRARQ ARQ ARR 25 % 25 % 25 % 25 % Líkurnar á ARR/ARQ eru samtals 50 %. Dæmi: foreldrar með 2 mismunandi breytileika, arfhreinir ARR ARR ARQ ARQ ARR ARQARQ ARRARR ARQ 25 % 25 % 25 % ARQ ARR 25 % Líkurnar á ARR/ARQ eru samtals 100 %. Dæmi: foreldrar báðir með sama breytileika, arfhreinir ARR ARR ARR ARR ARR ARRARR ARRARR ARR 25 % 25 % 25 % ARR ARR 25 % Líkurnar á ARR/ARR eru samtals 100 %. „Hreint“ ARQ og annað Þegar ég er að skrifa „ARQ“ þá er ég alltaf að meina „hreint“ ARQ án breytileika, villigerð („wild type“ á ensku): upprunalega ástand príonpróteinsins, þar sem A er í sæti 136, R í sæti 154 og Q í sæti 171. Strangt tiltekið eru líka T137, N138, C151 og R231R+L237L í rauninni ARQ – en með breytileika í ákveðnum sætum. Til að segja þetta vísindalega rétt þyrfti ég að skrifa AT137RQ, AN138RQ, ARC151Q og ARQR231R+L237L. En það væri ekki lesendavænt. Ærnar sex sem hafa fundist með T137 til þessa. Í efri röð frá Sveinsstöðum, neðri röð frá Straumi. Á FAGLEGUM NÓTUM
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.