Bændablaðið - 10.02.2022, Blaðsíða 12

Bændablaðið - 10.02.2022, Blaðsíða 12
Bændablaðið | Fimmtudagur 10. febrúar 202212 Meira var um hávellu, æðar­ fugl, sendlinga og snjótittlinga við vetrar fuglatalningar á Norð­ austur landi, en Gaumur, sjálf­ bærni verkefni sem einbeitir sér að þessu landshorni, hefur upp­ fært gögn um fuglalíf á vöktun­ arsvæði sínu. Þetta á við um öll svæði önnur en á og við Mývatn. Helstu tíðindi úr talning unum eru þau að fjöldi himbrima hefur tvö­ faldast frá árinu 2011. Vetrarfuglatalning fer fram undir stjórn Náttúrufræðistofnunar. Vetrarfuglatalningin er langtíma vöktunarverkefni sem hefur staðið frá árinu 1952 og er eitt lengsta samfellda vöktunarverkefni á landinu samkvæmt upplýsingum á vef Náttúrufræðistofnunar. Talningin byggir á þátttöku sjálfboðaliða og fer fram í kringum áramót ár hvert. Vatnafuglar eru taldir tvisvar á sumri á tilteknum svæðum. Náttúrustofa Norðausturlands sér um talningu utan Mývatns, Laxár, Svartár og Svartárvatns. Markmiðið er að fylgjast með þróun vatnafuglastofna. Fylgst er með vatnafuglastofnum í Ljósavatnsskarði, Reykjadal og Aðaldal á vöktunarsvæði Gaums. Helstu breytingar varðandi vetrarfugla er að meira var af hávellu, æðarfugli, sendlingi og snjótittlingi árið 2020 en 2019 en þó ekki meira en oft áður á vöktunartíma Gaums. Varðandi vatnafugla er helst að sjá að himbrimum virðist vera að fjölga á svæðinu, ekki bara á milli ára heldur einnig yfir tímabilið sem Gaumur hefur fylgst með. Himbrimar hafa verið á bilinu 8-11 lengst af en á árinu 2021 voru þeir 17 eða tvöfalt fleiri en árið 2011. /MÞÞ Heildarmagn sorps á íbúa í þremur sveitarfélögum á norð­ austanverðu landinu hefur vaxið úr 577 tonnum í 678 tonn yfir tímabilið 2017 til 2020. Aukningin nemur um 100 tonnum á þessum þremur árum. Þetta kemur fram á vefsíðu Gaums, sem er sjálf­ bærniverkefni á Norðausturlandi, vöktunarkerfi þar sem fylgst er með þróun mála á sviði samfélags, umhverfis og efnahags á svæðinu frá Vaðlaheiði í vestri til og með Tjörneshreppi í austri. Í fyrsta sinn eru nú birt gögn um meðferð sorps í þeim sveitarfélögum sem eiga aðild að Gaumi, en í fyrra voru einungis tvö þeirra með, Norðurþing og Þingeyjarsveit, en að þessu sinni er Skútustaðahreppur einnig með. Mestur hluti sorps fer í urðun Mest er aukning í Norðurþingi hvort sem magnið er skoðað í heild eða hlutfallslega. Frá árinu 2018 hefur sorpmagn dregist saman í Skútu- staðahreppi og sömu sögu er að segja frá árinu 2019 í Þingeyjarsveit. Ef heildarmagn sorps á íbúa er skoðað kemur í ljós að á árinu 2020 er það minnst hjá íbúum Skútustaðahrepps, 114, 4 kíló, en mest hjá íbúum Norðurþings, 181 kíló. Það magn sem fer til endurvinnslu eykst örlítið, lífrænum úrgangi til moltugerðar er einungs safnað í Norðurþingi og minnkar magnið milli ára. Sorp sem urðað er í því sveitarfélagi eykst hins vegar, úr 332 tonnum í 443 tonn. Mestur hluti af öllu sorpi á þessu svæði fer enn í urðun, þarnæst til endurvinnslu og loks í moltugerð. Þau gögn sem unnið er með varðandi meðferð og magn á sorpi snúa eingöngu að heimilum en ekki fyrirtækjum og þau gögn sem notuð eru fyrir Norðurþing tilheyra eingöngu Húsavík og Reykjahverfi. Fram kemur á vef Gaums að íbúar á svæðinu hafi margir hverjir dvalið meira heimavið meðan á heimsfaraldri stóð, en of snemmt sé að draga þá ályktun að það sé skýring á auknu sorpmagni frá heimilum. /MÞÞ FRÉTTIR Síðumúli 16 I 108 Reykjavík I Sími 580 3900 I fastus.is fastus.is KAFFIVÉLAR SEM HENTA ÞÍNUM REKSTRI GOTT KAFFI KÆTIR Bravilor TH Frábær uppáhellingarvél með vatnstanki. Bravilor THa Frábær uppáhellingarvél með vatnstengi. Bravilor Sprso Handhæg og öflug baunavél sem hentar smærri fyrirtækjum. Nánari upplýsingar veitir sölufólk okkar í síma 580 3900 Sorpurðun. Mynd / HKr. Gaumur, sjálfbærniverkefni á Norðausturlandi: Heildarsorpmagn frá hverjum íbúa eykst um 100 tonn á þremur árum Gaumur, sjálfbærniverkefni á Norðausturlandi: Fleiri himbrimar sjást en áður Himbrimi á hreiðri. Mynd / HKr. „Einnig var horft til þess að til staðar er góð aðstaða á Húnavöllum því húsnæði þar er orðið of stórt fyrir núverandi skólahald og stefnt að því að grunnskólinn á Húnavöllum og Blönduskóli verði sameinaðir,“ segir í skýrslu starfshóps um stofnun Umhverfisakademíu á Húnavöllum. Mynd / Húnavatnshr. Skoða stofnun umhverfis- akademíu á Húnavöllum Starfshópur sem skoðaði hug mynd ir um nýtingu Húnavalla hefur skilað skýrslu þar sem fram kemur að hópurinn telji hug mynd um umhverfisakademíu fýsi legan kost að stefna að á staðnum fyrir sameinað sveitarfélag Húna vatns­ hrepps og Blöndu ósbæjar. Leggur hópurinn til að stefnt verði að því að hefja starfsemi umhverfis akademíu á Húnavöllum í upphafi skólastarfs haustið 2023. Umhverfi sakademían er þróunarverkefni sem unnið var að sam hliða viðræðum um sameiningu þessara tveggja sveitarfélaga. „Hugmyndin byggir í grunninn á því mati að það sé í raun enginn skóli á Íslandi sem marki sér þá sérstöðu að vera umhverfisfræðsluskóli þótt víða sé hægt að finna greinar á sviði umhverfisfræða í námskrám háskólanna. Að því leyti sé þarna sennilega eyða í menntakerfinu sem hægt væri að fylla í með sérstökum umhverfisskóla. Einnig var horft til þess að til staðar er góð aðstaða á Húnavöllum því húsnæði þar er orðið of stórt fyrir núverandi skólahald og stefnt að því að grunnskólinn á Húnavöllum og Blönduskóli verði sameinaðir,“ segir í skýrslunni. Húsnæðið hentar vel Að mati starfshópsins hentar húsnæði að Húnavöllum vel fyrr starfsemi lýðskóla með samnýtingu við bæði Hótel Húna og verkefnið „Sól í sveit“, sem lýtur að uppsetningu aðstöðu til námskeiðahalds tengdu textíl. Leggur hópurinn til að stofnað verður einkahlutafélag um rekstur umhverfisakademíunnar og verði það í eigu sveitarfélaganna, Húnavatnshrepps og Blönduósbæjar, eða sameinaðs sveitarfélags verði af sameiningu þeirra. Þá er lagt til að gerðir verði samningar um afnot af skólahúsnæði og við Hótel Húna um gistirými fyrir nemendur og aðra aðstöðu utan skólastarfs. Einnig verði gengið til samninga við helstu samstarfsaðila, þ.m.t. Menntamálastofnun um staðfestingu á starfsemi og menntamálaráðuneyti um árlega fjármögnun umhverfis- akademíunnar. /MÞÞ Húnavellir. Mynd / HKr.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.