Bændablaðið - 10.02.2022, Blaðsíða 45

Bændablaðið - 10.02.2022, Blaðsíða 45
Bændablaðið | Fimmtudagur 10. febrúar 2022 45 A Wendel ehf. Tangarhöfða 1, 110 Reykjavík, S:551 5464 - wendel@wendel.is www.wendel.is Hilltip Icestriker 900–1600L Salt og sanddreifari í tveim stærðum fyrir stóra pallbíla og minni vörubíla. Rafdrifinn 12V. Hilltip Icestriker 380–550L Salt og sanddreifarari í tveim stærðum, fyrir minni pallbíla. Rafdrifinn 12V. Hilltip Icestriker 600 TR Rafdrifinn kastdreifari fyrir dráttarvélar m/öflugum efnisskömmtunarbúnaði. Hilltip Snowstriker VP Fjölplógur fyrir pallbíla, minni vörubíla og jeppa. Fáanlegur í 185–240 cm breidd. Hilltip Snowstriker SP Snjótönn fyrir pallbíla, minni vörubíla og jeppa. Fáanleg í 165–240 cm breidd. Hilltip Fjölplógur MVP Fjölplógur fyrir ameríska pallbíla t.d. RAM 3500, GMC 3500 og FORD 350. LÍF&STARF En ARR hefur formlega kosti: Þessi arfgerð er þegar alþjóðlega viðurkennd sem verndandi arfgerð og mjög líklega innan skamms líka á Íslandi. Þar með er hægt að nýta sér hana strax til að koma í veg fyrir niðurskurð. ARR-kindur eru ekki skornar niður ef riða kemur upp í þeirri hjörð – sem er ómetanlegt á riðusvæðum með mikið smitálag. Ástæðan fyrir þessum formlega mun er sú að ARR fannst fyrr en T137, er til í langflestum sauðfjárkynjum og þess vegna var ekki þörf að viður- kenna fleiri arfgerðir – í bili. En markmið okkar er að fá hana viðurkennda líka ef hún reynist eins vel á Íslandi og á Ítalíu. „Er hægt að raðgreina sýni úr uppstoppuðum haus?“ Þessi spennandi spurning kom upp um daginn. Frábær hugmynd – ekki síst ef um mjög gamlan haus er að ræða sem gæti verið með allt annað erfðaefni en hjörðin í dag. En því miður eyðileggst DNA-ið við með- höndlun með rotvarnarefnum – það er eins með sútaðar gærur. En gömul óþvegin ull, best ef rótin er enn til, er hægt að nota. Niðurstöðurnar eru samt bestar við notkun vefjasýnis, t. d. úr eyra, þar sem það samanstendur af talsverðum fjölda fruma. Stroksýni úr nös getur hins vegar komið mjög misjafnlega út þar sem frumufjöldinn er ekki bara minni heldur líka erfitt að hafa áhrif á. „Af hverju látið þið ekki raðgreina/arfgerðargreina sýnin hér á Íslandi?“ Góð spurning. Ég sjálf er til dæmis mjög róttæk í því að kaupa einungis íslensk matvæli – nema af og til líf- ræn epli eða perur frá Mið-Evrópu á veturna og svo lífrænt korn eða baunir. Þegar ég fann nýlega út að heimaræktað heilkornahveiti er í boði í Vallanesi, pantaði ég strax 20 kg. En því miður er til dæmis ekki hægt að kaupa íslenska þvotta- vél. Eða íslenskan farsíma. Til að framleiða það þarf sérstaka tækni sem er mjög dýr. Þetta er ekki ólíkt raðgreiningu fyrir rannsóknina miklu og arf- gerðargreiningu fyrir stóra RML- átakið. Það er hægt að láta raðgreina sýni hjá Matís í Reykjavík og við höfum stundum gert það – þjónust- an þar er framúrskarandi og mjög fljótleg. En á sama tíma er það dýrt, núverandi tækni leyfir bara ekki ódýrara verð. Í gegnum rannsóknarsamstarf- ið við Gesinu Lühken, prófessor í Þýskalandi, fáum við hins vegar raðgreiningu á mjög góðum kjörum – sem þýðir að við getum raðgreint miklu fleiri kindur fyrir sömu upp- hæð. Svipað er með arfgerðargrein- ingu í RML-átakinu nema að það fer fram í gegnum sérhæft fyrirtæki. En það er bæði æskilegt og líklegt að svipuð þjónusta verði í boði hér á landi í náinni framtíð, til dæmis hjá Matís. Ég hef heimildir fyrir því að Matís er að vinna í því að bæta aðferðafræði við greiningar með það að markmiði að auka afköst og lækka verð til bænda. Samhengi á milli arfgerða og hornalags eða litar? Í tveimur mismunandi sauð fjár- kynjum á Bretlandseyjunum (Hjaltlandsfé og „Welsh Moun- tain“) virtist ARR koma marktækt oftar fyrir í golsóttu fé. Hlutfallið ARR var hins vegar undir meðaltali í botnóttu fé samkvæmt skýrslu frá árinu 2009. Kindurnar sex sem við höfum þegar fundið með ARR eru allar hvítar og kollóttar, T137-kindurnar sex eru hins vegar hvítar og hyrndar, móbotnótt og ferhyrnd, mógolsu- flekkótt og ferhyrnd og svo mórauð og kollótt. Við erum enn ekki komin með næg gögn til að sýna fram á mögulegt samhengi á milli litar/ litaafbrigða eða hornalags og arf- gerða sem skipta máli varðandi næmi fyrir riðusmiti. Ástæðan er sú að fjölbreytileikinn innan íslenska stofnsins er miklu meiri en í þessum tveimur kynjum og þess vegna eru ákveðnir lita- eða hornalagsflokkar of litlir til að vera marktækir. Það getur hins vegar breyst ef bændur sem taka þátt í stóra átakinu eru duglegir að skrá þessa eiginleika í gripalistanum sem fylgir sýnunum. Ef svo verður þá er hægt að segja meira um þetta þegar næsta sumar. Karólína í Hvammshlíð Ponta og Spjót frá Breiðavaði. Óljóst er hvort hornalag eða litur sé tengdur ákveðnum arfgerðum. Mynd / Aðsend Eflum eldvarnir í landbúnaði og á heimilum í dreifbýli Í ársbyrjun gerðu Bændasamtök Íslands og Eldvarnabandalagið með sér samkomulag um sameiginlegar aðgerðir til að efla eldvarnir í landbúnaði og á heimilum í dreifbýli. Samstarfið mun standa yfir að minnsta kosti þetta árið og lengur ef okkur sýnist svo. Við höfum nú þegar sent öllum félagsmönnum í Bændasamtökunum bréf í gegnum Bændatorgið þar sem við hvetjum þá til að huga að eldvörnum jafnt á heimilinu sem í úti- og gripahúsum. Könnun sem Gallup gerði fyrir Eldvarnabandalagið sýnir að ekki er vanþörf á. Bréfinu fylgdi fræðsluefni um eldvarnir í landbúnaði og á heimilum. Von okkar er sú að bændur taki ábendingum okkar um að bæta eldvarnir vel og sjái til þess að þær séu ávallt eins og best verður á kosið. Meginhvatinn til að efla eldvarnir er að sjálfsögðu að vernda líf og heilsu fólks og búfjár, en jafnframt að vernda rekstur og eignir. Ráðstafanir til að efla eldvarnir eru yfirleitt ekki mjög kostnaðarsamar og ættu að vera á allra færi. Samkvæmt samkomulaginu munum við meðal annars: • Standa fyrir fræðslu um eldvarnir í fjölmiðlum og á samfélagsmiðlum. • Leita hófanna hjá Landbúnaðarháskóla Íslands um hvort bæta megi fræðslu um eldvarnir og öryggismál, meðal annars með endurmenntunarnámskeiði fyrir bændur. • Útbúa fræðsluefni um eldvarnir og koma því á framfæri með ýmsum hætti, meðal annars í samstarfi við Félag slökkviliðsstjóra. • Sjá til þess að félagsmönnum í Bændasamtökunum bjóðist að kaupa eldvarnabúnað á sérstökum afsláttarkjörum og með frírri heimsendingu. • Taka tillit til eldvarna og öryggismála í stefnumótunarvinnu Bændasamtakanna. Könnun Gallup sýnir að vísu að eldvarnir á heimilum í dreifbýli eru almennt betri en gengur og gerist miðað við kannanir Gallup á eldvörnum á heimilum almennt. Engu að síður er ljóst að margir þurfa að gera miklu betur og sjá til þess að fyrir hendi séu nægilega margir virkir reykskynjarar, slökkvitæki og eldvarnateppi. Á hinn bóginn leiðir könnunin í ljós að eldvörnum í byggingum í landbúnaði er víða mjög ábótavant. Algengt er að viðvörunarbúnað skorti í úti- og gripahúsum. Slökkvibúnaði er víða áfátt. Sums staðar er áhætta mikil vegna óviðunandi ástands á rafmagni og byggingarefni eru víða mjög eldfim. Víða er ónógur aðgangur að slökkvivatni í grennd við býli. Úr þessu öllu má bæta ef viljinn er fyrir hendi. Höfundar: Vigdís Hӓsler, framkvæmdastjóri Bændasamtaka Íslands Garðar H. Guðjónsson framkvæmdastjóri Eldvarnabandalagsins Garðar H. Guðjónsson. Vigdís Häsler.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.