Bændablaðið - 10.02.2022, Blaðsíða 39

Bændablaðið - 10.02.2022, Blaðsíða 39
Bændablaðið | Fimmtudagur 10. febrúar 2022 39 SAGA&MENNING SNJÓKEÐJUR Hafðu samband og kynntu þér vöruúrvalið og þjónustuna! isfell.is • sími 5200 500 Þekking og þjónusta Sögubrot um búfræðslu 3: Að læra líkamsbeitingu Löngum var það svo að hver kynslóð lærði af hinni eldri – bæði góða verkhætti og vonda. Lengi vel voru menn ekki mjög uppteknir af vinnuumhverfi sínu eða áhrifum vinnunnar á heilsu og líðan. Sumum þótti það kveifarskapur að kvarta og menn tóku erfiði og áraun svo og ýmsum viðvörunarmerkjum líkamans sem óumflýjanlegum örlögum. Rannsóknir Guðmundar Finn­ boga sonar prófessors og leið­ beiningar Halldórs Vilhjálms sonar um slátt með orfi og ljá fyrir réttri öld má kalla nokkur tímamót því þeir beindu athygli að líkama og velferð sláttumannsins, ekki aðeins amboðunum. Vinnurannsóknir Guðmundar voru þá sennilega á heimsvísu. Með fyrstu dráttarvélunum og þrásetu á þeim kom í ljós að hana þoldu ekki allir. Mjög reyndi á bak ökumanns til dæmis, svo til voru þeir sem skaða biðu af akstrinum, enda vinnuaðstaðan óheilsusamleg á flestan máta. Sama máttu ökumenn vígvéla, svo sem skriðdreka, þola. Með umfangsmiklum rannsóknum tókst með tímanum að bæta aðbúnað og vinnuaðstöðu svo nú er vanda­ málið að stórum hluta úr sögunni. Magnús Óskarsson kom til starfa á Hvanneyri árið 1955. Eitt af því sem hann tók upp á var að segja nemendum Bændaskólans til í grein sem kölluð var vinnufræði (arbeidslære). Hún var nýmæli. Magnús hafði í námi sínu og dvöl á Norðurlöndum kynnst greininni, og einum helsta forgöngumanni hennar þá, Norðmanninum Birger Tvedt, lækni og sjúkraþjálfara; hann liðsinnti m.a. norskum afreksíþróttamönnum. Dr. Tvedt og kenningum hans hafði Magnús kynnst á námskeiði í Svíþjóð í ársbyrjun1955. Heim kominn hóf Magnús að flytja boðskap Tvedts um rétta líkamsbeitingu við vinnu og um árabil var vinnufræði föst grein í námskrá Hvanneyrarskóla. Magnús tók saman kennslubók um vinnu­ fræði. Með framtaki Magnúsar varð Hvanneyrarskóli í hópi fyrstu fagskóla landsins til þess að taka upp kennslu í þessari þýðingarmiklu námsgrein – ef ekki fyrstur. Á árunum 1955­1970 var það einkum tvennt sem illa lék líkama íslenskra bænda, að frátöldu heyryki og akstri öryggisgrinda­ og húslausra dráttarvéla: Annað voru áburðarpokarnir en hitt mjólkurbrúsarnir. Það var því ekki að ófyrirsynju að Magnús Óskarsson efndi til dæmis til Íslandsmóts í mjólkurbrúsaburði í Hvanneyrarskóla á þessum árum, eftir að hafa fyrirlesið og kynnt hvernig bændaefni skyldu beita líkama sínum við lyftingu og burð þungra hluta. Nú minna ekilshús dráttarvéla á stjórnklefa geimfars, áburðarpokar nútímans eru sem betur fer ofraun mennsku afli og mjólkurbrúsar orðnir safngripir og stofustáss. Í mörgu tilliti hefur því á verið stemmd að ósi: ýmsum heilsuspillandi þáttum bústarfa hefur verið útrýmt og aðstæður bættar – í kjölfar aukinnar þekkingar. Vera má að aðrar ógnir séu komnar í staðinn, svo sem kyrrseta við vélunnin verk og einhæfni þeirra, að ég nú ekki gleymi hinum andlega þætti. Má þá minna á möntru dr. Birger Tvedt, sem var hreyfing – alhliða og regluleg hreyfing. Bjarni Guðmundsson Létt og leikandi (dýnamísk) skyldi líkamsbeitingin vera. Myndirnar með greininni eru úr kennsluefni í vinnufræði á árunum 1955– 1970; teikningar Norðmannsins Rudolf Vie. Árið 1950 voru vinnulaun 81% af rekstrargjöldum íslenska meðalbúsins (verðlagsgrundvallarbús). Flest bústörf kölluðu þá á líkamlega vinnu. Brátt tóku vélarnar við. HURÐIR Tunguháls 10, 110 Reykjavík, sími 567 3440, vagnar@vagnar.is, vagnar.is • Stuttur afhendingartími • Hágæða íslensk framleiðsla • Val um fjölda lita í RAL-litakerfinu • Vindstyrktar hurðir Bílskúrs- og iðnaðarhurðir Iðnaðarhurðir Iðnaðarhurðir með gönguhurð Bílskúrshurðir Hurðir í trékarma Tvískiptar hurðir Smíðað eftir máli Fyrsta flokks þjónusta og ráðgjöf Kemur næst út 24. febrúar
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.