Bændablaðið - 10.02.2022, Blaðsíða 4

Bændablaðið - 10.02.2022, Blaðsíða 4
Bændablaðið | Fimmtudagur 10. febrúar 20224 „Ég fagna því að verðið komi fram svo snemma, þetta er nokkuð sem við sauðfjárbændur höfum lengi barist fyrir. Það sem ég les út úr þessu er að fyrirtækið er að boða hækkun út á markaðinn og það er í takt við þær verðhækkanir á matvælum sem verslunin hefur boðað að séu í vændum,“ segir Birgir Arason, formaður Búnaðarsambands Eyjafjarðar og bóndi á Gullbrekku í Eyjafjarðarsveit. Kjarnafæði Norðlenska hefur ákveðið að greiða 3% uppbót á innlagt dilkakjöt árið 2021 og verður hún greidd út í byrjun maí næstkomandi. Samhliða ákvörðun um uppbótargreiðslur var jafnframt gefið út að verð á dilkakjöti haustið 2022 hækki að lágmarki um 10% frá endanlegu verði fyrir dilkakjöt á liðnu ári. Fram kemur í tilkynningu á vefsíðu fyrirtækisins að vonir standi til þess að markaðsaðstæður verði með þeim hætti að unnt verði að hækka innlegg næsta haust umfram þessi 10%. Skilaboð út á markaðinn Birgir segir skilaboðin þau að lambakjöt muni hækka um að minnsta kosti 10% næsta haust, eðlilegt sé að kjötið hækki enda fyrirsjáanlegt að verð á matvöru muni hækka mikið á komandi mánuðum. „Það virðist sem við sem erum í frumframleiðslunni sitjum eftir eina ferðina enn, það er vissulega hækkun í kortunum og 10% hækkun á verði til okkar þýðir að bændur fá ríflega 600 krónur fyrir kílóið af kjöti. Staðreyndin er sú að til að hafa upp í framleiðslukostnað þurfa þeir um 850 krónur,“ segir hann. Bændur þyrftu 60% hækkun Birgir segir að 20% hækkun út á markaðinn væri nær lagi, en þörf bænda væri þó enn mun meiri eða um 60% hækkun frá því verði sem í boði er. Liggja þurfi fyrir hvað kostar að framleiða kjötið og hvort við viljum halda framleiðslunni áfram á því verði sem þarf. Bændur hafi ekki mikið svigrúm sjálfir til að hagræða í sínum rekstri, þeir standi frammi fyrir kröfum um aðbúnað dýra, skýrsluhald kringum búin sé mikið og þannig mætti lengi telja. „Það er í raun fátt sem við getum skorið niður,“ segir hann og bætir við að taka þurfi samtalið um hvort framleiða eigi lambakjöt og bjóða á því verði sem kostar að fram­ leiða það. Markaðurinn myndi án efa dragast saman. Þá bendir hann á að ekki sé alltaf hægt að elta allar neyslubreytingar sem verði í samfélaginu. Birgir nefnir einnig dæmi um að sauðfjárbú, með 500 kindum greiði nú í ár um 6 milljónir króna fyrir áburð, ríflega helmingi meira en í fyrra. „Þeir peningar eru ekki til, bænd­ ur draga þá ekki undan koddanum.“ Framlag ríkisins til að mæta auknum útgjöldum sé vissulega þakkarvert, en einungis plástur á sárið, það leysi engan vanda til frambúðar. Glórulaus akstur Bendir Birgir á að sláturleyfishafar gætu frekar en bændur hagrætt hjá sér og nefnir í því sambandi flutningskostnað, en fé sé iðulega ekið um langan veg og jafnvel fram hjá sláturhúsum til að fara í annað. Dæmi séu um flutninga fram hjá sláturhúsi á Húsavík og þá sé fé flutt af Suðurlandi og til Sauðárkróks. „Þetta er alveg glórulaust og kostar mikinn pening,“ segir hann en eftir því sem hann kemst næst liggi kostnaður við sauðfjárflutninga ekki fyrir. Til sé 10 ára gömul skýrsla sem leiði í ljós að spara hefði mátt um 120 milljónir króna með því að hagræða í akstri. Hann bendir einnig á að sauðfé hafi fækkað um 100 þúsund fjár frá árinu 2016, en það jafngildir nánast því sem sláturhúsin á norðanverðu landinu slátri að jafnaði á hverju hausti. „Fækkunin nemur einu sláturhúsi, en samt er enn verið að slátra í öllum húsunum fyrir norðan.“ /MÞÞ FRÉTTIR Afurðaverðshækkanir fyrir dilkakjöt: Norðlenska hækkar að lágmarki um tíu prósent næsta haust Kjötafurðastöðin Norðlenska hefur tilkynnt um að afurðaverð fyrir dilkakjöt haustið 2022 muni hækka um tíu prósent að lágmarki, frá endanlegu verði fyrir dilkakjöt árið 2021. Gildir hækkunin einnig fyrir dóttur félögin SAH Afurðir og Norðlenska matborðið. Þá var einnig tilkynnt um þriggja prósenta hækkun fyrir innlagt dilkakjöt á síðasta hausti, hjá áður­ nefndum félögum. Uppbótin kemur til greiðslu í byrjun maí 2022. Kaupfélag Skagafjarðar til­ kynnti sömuleiðis nýverið um afurðaverðshækkun á dilkakjöts­ innlegg haustið 2021, en þar er hækkunin fjögur prósent og verður sú uppbót greidd út í lok febrúar. Vonast til að hækkunin verði meiri Í tilkynningu Kjarnafæði Norðlenska kemur fram að vonir standi til að unnt verði að hækka meira en sem nemur þessum tíu prósentum næsta haust, en markaðsaðstæður munu ráða því. Áður hafði Sláturfélag Suður­ lands tilkynnt um afurðaverðs­ hækkun á innleggið á síðasta ári, en þar nam hækkunin fimm prósentum og átti við um allt afurðainnlegg ársins 2021. /smh Afurðastöðvarnar koma nú óvenju snemma með afurðaverð til bænda vegna slátrunar í haust. Birgir Arason, formaður Búnaðarsambands Eyjafjarðar. Mynd / MÞÞ Blóðbændur sameinast í kjaraviðræðum Yfirgnæfandi meirihluti blóð­ bænda hafa sagt upp samn ingum sínum við líftækni fyrirtækið Ísteka ehf. Bændurnir krefjast betri verðlagningar fyrir afurð sína, meira gegnsæi við vinnslu afurða og að forræði bænda yfir þeirra eigin búrekstri sé virt. „Ísteka fær ekki blóð frá okkur nema fulltrúar fyrirtækisins setjist að samningaborði með okkur og endursemji,“ segir Halla Bjarnadóttir, bóndi á Ártúnum, en hún situr í stjórn Í­ess bænda, hagsmunafélags blóðbænda á Suðurlandi. Samningum við Ísteka er hægt að segja upp einu sinni á ári, til 1. febrúar ár hvert, og hafa nú flestir blóðbændur landsins sagt samningum sínum lausum. Mikil samstaða er meðal blóðbænda, að sögn Höllu, sem vilja knýja fram betri kjör, eðlilegri verðskrá og heilbrigðari viðskiptahætti. Hún segir lítil samskipti fyrir­ tækisins við blóðbændur gagnrýn­ isverð. „Við héldum fundi bæði fyrir sunnan og norðan í desember. Fulltrúar Ísteka mættu á báða fundina en hafa í raun ekkert brugðist við því sem þar kom fram, þrátt fyrir að við sendum þeim samhljóða ályktun sem unnin var á fundinum.“ Síðan þá hafa bændur kallað eftir frekara samtali við aðstandendur fyrirtækisins. Samninganefnd bænda hefur fengið einn fund með fulltrúum fyrirtækisins en annar var boðaður nú í vikunni. Engar fyrirætlanir um breytingar hafi þó verið gefnar út af hálfu Ísteka ehf. Vilja aukna vitneskju Halla segir því uppsögn samninganna vera einu leiðina til að knýja fram viðræður um kjör blóðbænda. „Við sjáum það svart á hvítu að staða blóðbænda gagnvart Ísteka er mjög veik. Við fáum ekki nægar upplýsingar um afurð okkar og okkur finnst skrítið að fyrirtækið hafi allt í hendi sér en gefi ekkert upp,“ segir Halla, en ein af kröfum þeirra fyrir endurnýjun samninga er aukið gagnsæi og vitneskja um afurðir, líkt og þekkist í öðrum búgreinum. Í tilfelli blóðbænda byggir afurða­ verð til þeirra á meðalmagni blóðs eftir hverja hryssu sem talin er í stóðinu en ekki eftir gæðum blóðs­ ins eða verðmæti þess til vinnslu. Bændur telja rök skorta að baki verð­ lagningunni og krefjast þess að hún verði aflögð. Halla segir viðbrögð Ísteka eftir útgáfu myndbands dýraverndar­ samtaka í vetur hafi komið blóð­ bændum í opna skjöldu. „Ísteka fer í felur og fulltrúar fyrirtækisins lyftu ekki litla fingri til að koma félög­ um okkar og dýralæknum til hjálp­ ar, heldur þvert á móti reyndu þeir að hvítþvo sig, sem gerði illt verra. Við viljum vita hver staða bænda er gagnvart Ísteka og hvernig þeir hyggjast bregðast við og styðja okkur, sem sinnum þessari búgrein.“ Halla segir blóðbændum umhug­ að um dýrin sín og myndu aldrei stunda búskap sem fæli í sér dýraníð. „Við sem vinnum við þetta vitum að blóðtaka hefur ekki slæm áhrif á hryssurnar. Ef svo væri, þá væri þetta ekki gert. Dýralæknar myndu aldrei taka það í mál að sinna blóðtökum ef það væri slæmt fyrir hryssurnar,“ segir Halla. /ghp Halla Bjarnadóttir, bóndi á Ártúnum.. Bændur sem stunda blóðmerarbúskap krefjast gagnsæis við afurðavinnslu og rökstuðning fyrir verðlagningu ætli þeir að endursemja við Ísteka. Myndir/Páll Imsland Formaður BES fagnar að verð fyrir afurðir komi snemma fram: Skilaboð út á markaðinn um hækkun á lambakjöti – Bændur þyrftu 60% hækkun til sín til að standa undir framleiðslukostnaði
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.