Bændablaðið - 10.02.2022, Blaðsíða 49

Bændablaðið - 10.02.2022, Blaðsíða 49
Bændablaðið | Fimmtudagur 10. febrúar 2022 49 Í bókinni ,,Sagnalandið“ segir Halldór Guðmundsson, að höfuð Surtlu hafi verið ánafnað Tilraunastöð Háskólans á Keldum og nú sé það horfið úr þessari virðulegu stofnun. Hér er gefið í skyn að höfuð af þessari eftirminnilegu kind hafi verið tekið ófrjálsri hendi frá Tilraunastöðinni. Þetta er ekki sannleikanum samkvæmt, eins og sagt verður frá hér á eftir. Hinni réttu sögu hefur þó oft verið lýst, m.a. á Internetinu og í bók minni, Sigurður dýralæknir (2) bls. 142-3 útg. 2014. Karakúlféð Árið 1933 voru fluttar til lands ins 20 kara kúl k indur frá rannsóknar­ stofn un í Halle í Þýskalandi, 5 ær og 15 hrútar. Þeim fylgdu falleg heilbrigðis vottorð, en fölsuð. Það vildi svo til að þegar ég var í framhalds námi í Þýskalandi 1973 kynntist ég manni, Ronald Ziegler að nafni, sem hafði hirt um karakúlféð í Halle, sem fór til Íslands 1933. HANN SAGÐI MÉR, AÐ KINDUR, SEM VEIKTUST OG DRÁPUST Á STOFNUNINNI, HEFÐU VERIÐ GRAFNAR EN EKKI RANNSAKAÐAR TIL AÐ FORÐAST ÓÞÆGINDI. ÞÁ VERÐUR ÞAÐ SKILJANLEGT, að fjórir langvinnir smitsjúkdómar, áður óþekktir á Íslandi, komu með fénu: Votamæði, þurramæði, visna og garnaveiki. Eftir langa árangurslausa baráttu var gripið til þess þrautaráðs að farga öllu fé á sýktu svæðunum, sem náðu frá Jökulsá á Fjöllum, vestur, suður og austur um land að Mýrdalssandi, og fá í staðinn fé af ósýktum svæðum eftir ár. Vestfirðir sluppu þó að mestu. Þetta bar tilætlaðan árangur, útbreiðsla sjúkdómanna var stöðvuð og þeim loks útrýmt nema garnaveikinni, sem leggst á öll jórturdýr. Byrjað var austast 1944. Árið 1951 var öllu fé fargað á svæðinu frá Hvalfirði að Ytri­Rangá, um 47.000 þúsund fullorðnum kindum auk lamba. Ein kind á þessu svæði náðist ekki, þótt ítrekaðar tilraunir væru gerðar. Það var Surtla frá bænum Herdísarvík í Selvogi. Eigandi var Hlín Johnson, sambýliskona Einars Benediktssonar skálds. Surtla var svört eins og hraunið og lék á smalamenn, lét sig hverfa aftur og aftur. Surtla felld og flutt til rannsóknar Fé var sett til höfuðs henni, þegar leið að því að nýr fjárstofn kæmi á svæðið 1952, alls 2000 kr., sem var allmikið fé þá. Margir báðu henni griða en ekki þótti hættandi á að láta Surtlu ganga lausa, þótt frískleg virtist og frá á fæti, þegar svo miklu hafði verið kostað til og mikið lagt á fólk á þessu svæði. Meðgöngutími mæðiveikinnar og garnaveikinnar getur skipt mörgum árum og sjúkdómarnir dulist lengi. Engin próf voru þekkt þá til að leita að slíkum sjúkdómum í lifandi kind. Eina leiðin til að fá fullvissu um sýkingu var krufning. Surtla var felld, skotin á færi 30. ágúst 1952. Hún var flutt til krufningar að Keldum. Halldór Vigfússon, rann sóknar­ maður á Keldum, krufði kindina. Skýrsla hans er hnitmiðuð (H1266/52, 1 sept.). Hvorki fannst mæði veiki né garnaveiki, kindin var að öllu leyti heilbrigð. Sonur Ólafs Blöndal, gjaldkera sauðfjársjúk­ dómanefndar, fékk að hirða hausinn til að stoppa hann upp. Árið 1968 sá ég um að undirbúa og vakta Landbúnaðarsýningu fyrir rannsóknadeild sauðfjársjúk­ dómanefndar og Keldur 9.–16. ágúst. Þá kom eigandinn með hausinn uppstoppaðan og bað mig um að selja hann fyrir 25.000 kr. Ég þekkti hausinn af lýsingum, reyndi að fá landbúnaðarráðuneyti, yfirdýralækni, sauðfjár sjúkdóma­ nefnd og Tilraunastöðina á Keldum til að kaupa hausinn. Enginn þessara aðila hafði peninga fyrir þann hégóma að kaupa haus af dauðri kind fyrir svo hátt verð. Ég var þá að stofna heimili og hafði ekki tiltæka peninga til kaupanna, en vildi alls ekki að hausinn lenti hjá einhverjum sem ekki þekkti sögu kindarinnar, sló lán og keypti hausinn sjálfur og hengdi fyrir ofan dyrnar á skrifstofu minni á Keldum. Þar hékk hann í mörg ár og allt samstarfsfólk mitt á Keldum hafði heyrt söguna og vissi að hausinn var mín eign. Enginn fyrrnefndra aðila tímdi að kaupa hann. Surtla flutt á Selfoss, lánuð eitt sumar og hornbrotin Upp úr 2000 fór ég með embætti yfirdýralæknis að Selfossi, tók hausinn með mér og festi upp á vegg í skrifstofu minni þar. Ég lánaði hausinn eitt sumar Sauðfjársetrinu í Strandasýslu og var þeirri stund fegnastur, þegar ég heimti hann aftur og lánaði hann aldrei aftur, þótt eftir væri sótt. Áður en ég hafði ráðrúm til að festa hausinn upp á vegg, tók samverkamaður minn á Selfossi í hornendann til að sýna gesti haus þessarar frægu kindar. Hornið brotnaði af. Svona eiga engir menn að gera, hvorki við lifandi kindur né dauðar. Björn Jensen, mágur Ólafar konu minnar, festi hornið á hausinn snilldarvel, en þó sést eilítil skekkja á því, þegar vel er skoðað. Þegar Surtla féll vakti það sorg og reiði hjá mörgum, sem höfðu fylgst með þessari hetjulegu skepnu og beðið henni griða. Margir létu í ljósi vanþóknun sína með blaðaskrifum, aðrir ortu erfiljóð og líktu víginu við víg Snorra Sturlusonar. Enn aðrir ortu níðkvæði um sauðfjársjúkdómanefnd, sem hafði lagt fé til höfuðs Surtlu. Í vísum Gísla Ólafssonar á Eiríksstöðum er þetta meðal annars: Morðið arma upp til fjalla Þrautir alla þurftir líða eykur harmana. Surtla jarmar upp á alla óláns garmana. Þrautir alla þurftir líða Þar á fjallinu. Þú ert fallin, þurftir hlýða heljar kallinu. Þú í blóði þínu liggur – þér ég óðinn syng - Skyttan góða, þegar þiggur þráðan blóðpening. Þegar ég hætti störfum hjá yfirdýra­ lækni tók ég hausinn á heimili mitt á Selfossi og þar er hann og horfist í augu við skrauthafur, sem ég lét stoppa upp. Þetta eru dýrgripir mínir. Höfuðið af Surtlu hefur haldið sér vel og víst er um það, að það fer á safn, en hvaða safn það verður er ekki ákveðið enn þá. Þetta myndarlega höfuð er fyrir mér merki um dugnað og vitsmuni íslensku sauðkindarinnar og frelsisást hennar. Sigurður Sigurðarson dýralæknir Nýtt ráðuneyti matvæla tók til starfa um mánaðamótin. Mála- flokkar ráðuneytisins eru sjávar- útvegur, landbúnaður, matvæla- öryggi og fiskeldi líkt og áður en tveir nýir málaflokkar bætast við; skógrækt og landgræðsla. Í matvælaráðuneytinu horfum við til þess að Ísland verði í fremstu röð á heimsvísu í framleiðslu matvæla. Mín sýn er sú að til þess að við komumst í fremstu röð þá þurfi sjónarmið um jöfnuð og sjálfbærni að liggja til grundvallar ákvörðunum. En jafnframt er ljóst að nýsköpun í sinni breiðustu mynd mun þurfa til þess að komast á leiðarenda. Í nýju ráðuneyti mun ég leggja áherslu á sjálfbæra nýtingu auðlinda, en almennt er talað um þrjár víddir sjálfbærni. Umhverfisleg sjálfbærni – krafa um árangur í loftslagsmálum Við þurfum að tryggja að matvælaframleiðsla á Íslandi styðji í enn meira mæli en áður við loftslagsmarkmið Íslands. Landbúnaður byggir á hringrás næringarefna og þess vegna er innleiðing hugmyndafræði hringrásarhagkerfis vel til þess fallin að bæta árangur og draga úr kolefnisspori. Aukin lífræn ræktun getur haft jákvæð áhrif á hringrásir næringarefna og mun ég vinna tímasetta aðgerðaráætlun til eflingar lífrænnar ræktunar. Traust orðspor Íslands á alþjóðavettvangi eru mikilvæg verðmæti fyrir íslenskan útflutning sem og innanlandsmarkað og síauknar kröfur eru um gæði, lágmörkun kolefnisspors, rekjanleika og vottanir matvæla. Til þess að orð­ sporinu sé viðhaldið þarf það að byggja á bestu mögulegri þekkingu og virðingu fyrir alþjóðlegum samn ingum. Félagsleg sjálfbærni – aukin sátt um nýtingu landsins Það er mikilvægt að við um­ göngumst náttúruna á ábyrgan hátt og leggjum okkur fram við að vernda viðkvæm vistkerfi og líffræði lega fjölbreytni. Markmiðið þarf alltaf að vera að halda til haga órofa tengslum fólks og umhverfis, gæta að lífríkinu öllu og því sem nærir það. Bændur sem vörslumenn lands hafa stóru hlutverki að gegna þegar kemur að því að ná markmiðum okkar í loftslagsmálum og því er gott samstarf við þá gríðarlega mikilvægt. Félagsleg sjálfbærni snýst líka um samfellda byggð í landinu og menningarlegt samhengi í sambúð manns og náttúru. Þessi sjónarmið mun ég hafa að leiðarljósi í mínu embætti sem matvælaráðherra og í þeim verkefnum sem ég mun fást við og setja á dagskrá. Efnahagsleg sjálfbærni – ný nálgun Ljóst er að vinna þarf stefnu mörkun í matvælamálum og landbúnaðar­ málum þar með töldum áður en að endurskoðun búvörusamninga hefst á næsta ári. Þau atriði sem nefnd hafa verið hér að ofan, sjálfbærni ásamt sjónarmiðum um jöfnuð og nýsköpun munu verða þar fyrirferðarmikil. Landbúnaðurinn hvílir á djúpum rótum í atvinnusögu landsins. Til að greinin blómstri til framtíðar þarf að vökva þær. Leita þarf lausna á viðvarandi afkomuvanda í sauðfjárrækt þannig að þeir sauðfjárbændur sem hafa sauðfjárrækt sem aðalbúgrein geti lifað af vinnu sinni. Það mun ekki takast nema með því að gera breytingar. Taka þarf til skoðunar þá hvata sem eru í núverandi kerfi og meta áhrifin af mögulegum breytingum. Markmið með opinberum stuðningi við landbúnað þurfa vera skýr, mælanleg og hljóta víðtækan stuðning almennings til að tryggja samfélagslega sátt um umgjörðina til lengri tíma. Aðstoð vegna hækkunar á áburðarverði Fyrir 2. umræðu fjárlaga fyrir jól lagði ég til að settar yrðu til hliðar 700 milljónir til þess að geta brugðist við miklum hækkunum á áburðarverði. Sú tillaga var samþykkt og í afgreiðslu þingsins kom fram að fjármunirnir skyldu greiddir út í gegnum búvörusamninga. Því verður fjármununum ráðstafað á þann veg að greitt verður álag á jarðræktarstuðning og landgreiðslur ársins 2021. Sú leið hefur marga kosti, en einna helst að það er einföld og ekki síður fljótleg leið til þess að koma þessum stuðningi þangað sem hans er mest þörf. Útgreiðsla verður eins fljótt og auðið er. Þá verða settar til hliðar 50 milljónir til þess að efla innviði Ráðgjafamiðstöðvar landbúnaðarins til þess að bæta ráðgjöf um áburðargjöf og leiðir til þess að draga úr henni. Fyrir bændur þýðir þetta að álagið verður u.þ.b. 75% af þeirri upphæð sem greidd var í desember síðastliðnum. Þegar horft er til lengri tíma er ljóst að áskorun þessa áratugar verður að draga úr áburðarnotkun eins og kostur er. Við þurfum að leita leiða til þess að verða sjálfbær um áburð og ein mikilvæg leið til þess er að nýta lífrænan úrgang mun betur. Verkefni undir nafninu „Sjálfbær áburðarframleiðsla – heildstæð nálgun á hringrásarhagkerfi“ er nýfarið af stað hjá Matís og verður spennandi að fylgjast með því. Með hugviti, rannsóknum, tækniframförum og búviti íslenskra bænda hef ég mikla trú á að við náum miklum árangri á sviði sjálfbærrar matvælaframleiðslu á komandi árum. Tækifærin eru fjölmörg og okkar að nýta þau. Svandís Svavarsdóttir matvælaráðherra Nýtt ráðuneyti matvæla mun efla landbúnað Svandís Svavarsdóttir. AF VETTVANGI STJÓRNARRÁÐSINS LESENDARÝNI Missagnir um höfuð Herdísarvíkur Surtlu í bókinni „Sagnalandið”: Herdísarvíkur Surtla Surtla í Suðurengi á Selfossi 2019. Höfuð Herdísarvíkur Surtlu yfir dyrum á skrifstofu Sigurðar Sigurðarsonar dýralæknis á Keldum 1974. Surtla á vegg í skrifstofu Sigurðar Sigurðarsonar á Selfossi 2006.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.