Bændablaðið - 10.02.2022, Blaðsíða 53

Bændablaðið - 10.02.2022, Blaðsíða 53
53Bændablaðið | Fimmtudagur 10. febrúar 2022 Þannig voru nærri 30 bú með 37 kg eða meira sem í eina tíð var nóg til að ná toppsætinu. Mestu afurðir í einu héraði árið 2021 voru í Strandasýslu en þær reiknast 32,4 kíló sem er tals- verð aukning frá meðalafurðum á svæðinu á undanförnum árum. Reiknaðar afurðir teljast meiri í nær öllum héruðum en er mest í Kjósarsýslu, Borgarfirði, Dölum og Rangárvallarsýslu en þar aukast afurðir um nærri 2 kg eftir hverja kind milli ára. Afurðaaukningin er nær ein göngu fengin með auknum væn leika lamba því hlutfall lamba sem koma til nytja að hausti stendur í stað. Reyndar hefur nytjahlutfall, þ.e. hlutfall lamba sem koma til nytja miðað við fædd lömb lækkað á síðustu árum og er núna kringum 88%. Fyrir 10 árum var þetta hlutfall kringum 90%. Að öllum líkindum á lækkun afurðaverðs stóran þátt í þessu því flestir sauð- fjárbændur stunda aðra vinnu sem kemur þá niður á tíma þeirra til að sinna eigin atvinnurekstri. Hins vegar eru þarna tækifæri fyrir mörg bú til að bæta afkomu sína. Afurðir eftir veturgömlu ærnar aukast einnig milli ára eru 12,3 kíló (11,7 kg - 2020). Skiptar skoðanir eru meðal bænda um hversu mikla afurðakröfu á að gera á veturgamlar ær en of víða er ekki hleypt til gemlinga en það hlutfall er 13,6% á landsvísu. Á Ströndum og í Vestur-Húnavatnssýslu er þetta hlutfall vel innan við 4% enda eru reiknaðar afurðir eftir hverja vet- urgamla kind mestar á landinu í þessum tveimur sýslum, tæp 16 kg í Vestur-Húnavatnssýslu og 15 kg í Strandasýslu. Ef eingöngu eru skoðaðar afurðir eftir veturgamlar kindur eru rúmlega 40 bú komin með 20 kg eða meira eftir hverja veturgamla kind. Afurðahæstu búin Afurðahæsta bú landsins árið 2021 er bú Eiríks Jónssonar í Gýgjarhólskoti, Biskupstungum með 45,2 kíló eftir hverja fullorðna kind og 24,4 kg eftir hverja veturgamla. Alls gera þetta því 41,7 kg eftir hverja skýrslufærða kind sem er frábær árangur. Næst á listanum er búið að Efri-Fitjum í Fitjárdal með 42,5 kg eftir hverja full- orðna kind og 21,1 kg eftir hverja veturgamla eða 38,7 kg eftir allar ær. Í þriðja sæti er svo bú Elínar og Ara á Bergsstöðum í Miðfirði með 40,3 kg eftir fullorðna kind og 26,4 kg eftir hverja veturgamla eða 37,8 kg eftir allar ær. Í 1. töflu má finna yfirlit yfir 20 efstu búin haustið 2021 með fleiri en 100 skýrslufærðar kindur, raðað eftir reiknuðum afurðum eftir allar skýrslufærðar ær. Árið 2013 var í fyrsta skipti birtur listi yfir „úrvalsbú“ í sauð- fjárrækt, þau eiga það sameiginlegt að ná góðum árangri fyrir marga þætti og eru mörkin sett með tilliti til ræktunarmarkmiða í sauðfjárrækt. Búum hefur fjölgað á þessum lista á síðustu árum en á síðasta ári náðu 217 bú tilskildum lágmörkum. Gæðamatið Upplýsingar um tæplega 450.000 sláturlömb haustið 2021 eru í skýr- sluhaldskerfinu. Meðal fallþungi þeirra var 17,7 kíló sem er sá hæsti frá upphafi. (17,2 - 2020) og með- altal síðustu fimm ára er 17,1 kíló. Meðaltal fyrir holdfyllingu 9,47 árið 2021 (9,29 - 2020), fimm ára meðaltal 9,20 og meðaltal fyrir fitu- mat 6,77 árið 2021 (6,65 - 2020), fimm ára meðaltal 6,57. Fita hefur því aukist hóflega samhliða auknum fallþunga sem er í takti við áherslu- breytingar sláturleyfishafa í upp- byggingu verðskráa undanfarin ár. Hæsta gerðarmat allra búa á landinu 2021 var hjá Sigfinni Bjarkarsyni í Brattsholti, eða 12,74 á 102 lömbum. Af búum með fleiri en 200 sláturlömb er hæsta gerðar- matið á Efri-Fitjum í Fitjárdal eða 12,13 á tæplega 1.600 sláturlömb sem verður að teljast einstakur árangur. Í 2. töflu má finna öll þau bú sem höfðu gerðarmat 11,2 eða hærra árið 2021 og fleiri en 200 sláturlömb. Að lokum Listar með öllu helstu niðurstöðum skýrsluhaldsins árið 2021 er hægt að finna á heimasíðu RML. Þar má einnig finna niðurstöður skýrslu- haldsins undanfarin ár. Árangurinn árið 2021 sýnir enn og aftur að ræktunarstarfið í sauðfjárrækt er að skila sér í auknum framförum. Góður árangur í búskap næst með því að afla góðra upplýsinga og byggja ákvarðanatöku á þeim grunni. Þó margar ytri aðstæður ógni nú sauðfjárbúskap eru einnig spennandi tímar fram undan og rétt að hvetja bændur áfram til góðra verka búgreininni til heilla á kom- andi árum. Ráðgjafarmiðstöð landbúnaðarins Sauðfé á beit. Mynd / HKr Hótel Natura 03. mars og Hótel Örk 26. febrúar nk. DAGSKRÁ BÚGREINAÞINGS Búgreinaþing deilda kjúklingabænda, eggjaframleiðenda, geitfjárræktar, skógareigenda, svínabænda, hrossabænda, garðyrkjubænda, sauðfjárbænda og kúabænda verður haldið á Hótel Natura 3. mars og hefst þingsetning kl. 11.* Móttaka fyrir Búgreinaþingsfulltrúa hefst kl. 17.* Fundarstjóri Vigdís Häsler framkvæmdastjóri Bændasamtaka Íslands Ávörp flytja Gunnar Þorgeirsson, formaður Bændasamtaka Íslands Stefán Vagn Stefánsson, formaður atvinnuveganefndar Alþingis Svandís Svavarsdóttir, matvælaráðherra Að þingsetningu lokinni funda búgreinarnar í sínum deildum samkvæmt dagskrá sem þingfulltrúar fá senda með tölvupósti. Skráning á Búgreinaþing, innsending mála og frekari upplýsingar má finna á bondi.is. Frestur til skráninga er til 16. febrúar næstkomandi.   Kjörgengi inn á Búgreinaþing hafa einungis fullgildir félagsmenn BÍ. Búgreinaþing loðdýraræktenda verður haldið á Hótel Örk 26. febrúar og hefst kl. 11.30.* ALLAR GERÐIR TJAKKA SMÍÐUM OG GERUM VIÐ VHE • Melabraut 27 Hafnarfjörður Hraun 5 Reyðarfirði Sími 843 8804 • Fax 575 9701 www.vhe.is • sala@vhe.is Varahlu�r i VOLVO Vinnutæki
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.