Bændablaðið - 10.02.2022, Blaðsíða 37

Bændablaðið - 10.02.2022, Blaðsíða 37
Bændablaðið | Fimmtudagur 10. febrúar 2022 37 KLETTUR / SALA OG ÞJÓNUSTA / KLETTAGARÐAR 8-10 104 REYKJAVÍK / 590 5100 / klettur.is ALLAR STÆRÐIR AF CAT RAFSTÖÐVUM Gerðu kröfur - hafðu samband við Karl í síma 590 5125 og kynntu þér þína möguleika. Stöðvar í gám Fasteignamiðstöðin Hlíðasmára 17, 201 Kópavogi sími 550 3000 er með til sölu veitingastaðinn Kaffi Kjós við Meðalfellsveg. Kaffi Kjós er þjónustumiðstöð sem er staðsett er á 3500 fm eignarlóð í suðurhlíðum Meðalfells, með góðu útsýni yfir Meðalfellsvatn. Mögulega hægt að fá keypt meira land. Akstursfjarlægð frá Reykjavík er um 50 km, við þjóðveg nr. 461, um 5 km frá Hvalfjarðarvegi sem er þjóðvegur nr. 47. Þar er veitingarsala og verslun. Veitingasalur með 49 sæti. Einnig frábær útiaðstaða. Þar er lögð áhersla á að fólk geti notið veitinga í heimilislegu umhverfi. Verið er að selja fyrirtækið og fasteignir. Fyrirtæki og fasteignir í góðum rekstri sem gefur einnig möguleika á frekari starfsemi en Kaffi Kjós hefur verið rekið í 6 mánuði á ári. Nánari upplýsingar á skrifstofu Fasteignamiðstöðvarinnar sími 550 3000 eða gegnum netfangið magnus@fasteignamidstodin.is Samkvæmt fundargerð sveita- stjórnar Eyjafjarðarsveitar nú í janúarlok kom fram að Finni Yngva Kristinssyni sveitarstjóra hefur verið falið að gera uppkast að tveggja ára samstarfssamningi við Freyvangsleikhúsið varðandi leigu þess og rekstur. Er áætlað að fyrstu drög verði sett á borðið nú á dögunum og forvitnilegt að sjá hvort komist verði að samkomulagi um afdrif þess. Framtíð Freyvangs hefur verið mikið í umræðunni síðustu miss- eri eftir yfirlýsingu sveitarstjórn- ar um áætlaða sölu hússins - enda hýsir staðurinn bæði langa sögu og er að stóru leyti eina áhugaleikhús sveitarfélags Eyjafjarðarsveitar - og þá Akureyrar sem er næsti bær við. Áhugaleikhús Freyvangs hefur laðað að sér leikmenn hrepp- ana en jafnframt að stórum hluta Akureyrarbúa sem hafa notið þess að láta ljós sitt skína á fjölunum. Það má geta þess að um þessar mund- ir standa yfir æfingar á leikritinu vinsæla Kardimommubærinn sem fer í sýningu í byrjun mars – leik- ararnir í bland búsettir í sveitinni og á Akureyri og mikil tilhlökkun í loftinu, bæði leikenda og þeirra sem á ætla að horfa. Verðlag og mögulegur kostnaður Á meðan að meðlimir Freyvangs- leikfélagsins sjálfs sjái sér ekki fært að kaupa staðinn (með verðmiða uppá um 65m króna) er áhugi þeirra eindreginn þegar kemur að því að halda starfi sínu hvað viðkemur hús- inu áfram. Skiptar skoðanir hafa verið á hvort slíkt sé of kostnaðarsamt, jafn- vel óþarft, enda hafi félagsheimilið Laugarborg nýverið verið gert upp með það fyrir augum að þjóna íbúum Sveitarfélags Eyjafjarðarsveitar. Aðstandendur leikfélagsins telja þó tam. að viðhald á þeirra vegum bjóði upp á mun vægari fjárútlát enda urmull laghentra meðlima þess sem gætu tekið á ýmsum verkum í stað útboða sem gætu kostað sveitarfé- lagið milljónir. Óvissa um eignarhald Skoðaður var sá möguleiki að starfsemi leikfélagsins flyttist í Laugarborg, en var það ekki talinn heppilegur kostur miðað við umfang starfsemi Freyvangsleikhússins. Að auki má hafa í huga að í Freyvangi hefur leikfélagið borið aldur sinn og er, í huga sveitunga, rótgróinn staður töfra sviðsins enda féllu upphaflegir eignarhlutar Freyvangs, að nær helm- ingi eða alls 48 prósent, í hendur ung- mennafélaga, kvenfélaga og annarra. Upptalið; Ungmennafélagið Ársól 8%, Ungmennafélagið Árroðinn 8%, Ungmennafélagið Væringjar 4 % (þeir ánöfnuðu Freyvangsleikhúsinu síðar hlut sínum í húsinu) Framfarafélag Öngulsstaðahrepps 8%, Kvenfélagið Aldan 8%, Kvenfélagið Voröld 8% og Slysavarnadeildin Keðjan 4%. Skráðir eigendur nú samkvæmt vefsíðu Eyjafjarðarsveitar, eru fyrir utan sveitarfélagið, Búnaðarfélag Öngulsstaðahrepps, Samherjar og Kvenfélagið Aldan-Voröld. Samkvæmt fyrirtækjaskrá skatts- ins kemur þó lítið fram á vottorði um skráningu raunverulegra eigenda. Framtíð Freyvangs Þó Freyvangur, ásamt Laugarborg hafi gengt félagsstarfsemi af ýmsum toga, kom fram í stefnumörkunarvinnu sveitastjórnar Eyjafjarðarsveitar varðandi fram- tíðarhlutverk félagsheimilanna – árið 2000 - að Freyvangi væri markað hlutverk leikhúss. Örlög Freyvangsleikhússins eru þó, þegar þetta er skrifað enn óráðin, en ljóst er að starfseminni sé sjálfhætt náist samningar ekki og leikfélagið missi aðstöðuna í Freyvangi. Tillögur sveitastjórnar að samstarfi séu því í eldlínunni og verða hugmyndir að úrlausn vonandi á borð bornar nú í vikunni. /SP Til fróðleiks - Áður, er hrepparnir voru aðskildir, tilheyrðu félagsheimilin er um er fjallað hér í greininni, sitthvorum hreppnum. Laugarborg var tekið í notkun sem félagsheimili fyrir Hrafnagilshrepp árið 1959 en Freyvangur fyrir Öngulsstaðahrepp árið 1957. - Sveitarfélagið Eyjafjarðarsveit varð til í ársbyrjun 1991 með sameiningu Öngulsstaðahrepps, Hrafnagilshrepps og Saurbæjarhrepps. Hjartað og sálin í sveitinni: Óráðin örlög Frey- vangsleikhússins Dagblaðið Íslendingur 03. maí árið 1957 segir frá opnun glæsilegs félags- heimilis, Freyvangs.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.