Bændablaðið - 10.02.2022, Blaðsíða 14

Bændablaðið - 10.02.2022, Blaðsíða 14
Bændablaðið | Fimmtudagur 10. febrúar 202214 FRÉTTIR Bíldudalsflugvöllur og TF-ORD, vél Flugfélagsins Ernis á flughlaðinu. Mynd / HKr. Bygging vélaskemmu boðin út á Bíldudalsflugvelli Isavia Innanlandsflugvellir hafa boðið út byggingu á vélaskemmu á flugvellinum á Bíldudal. „Aðalástæðan fyrir tækja- og sandgeymslu sem þessari á Bíldudals- flugvelli er að rekstrar öryggi vallarins sé aukið,“ segir Sigrún Björk Jakobs- dóttir, framkvæmdastjóri Isavia Innan landsflugvalla, í fréttatil kynn- ingu um málið. „Við núverandi aðstæður er sand- ur til hálkuvarna á flugbraut sóttur til Bíldudals, eða í sjö kílómetra fjarlægð frá flugvellinum. Það er mikið óhagræði í því þar sem oftast þarf að hálkuverja með mjög stuttum fyrirvara og því er nauðsynlegt að hafa sandinn á staðnum. Þessu til viðbótar verður einnig aðstaða til viðhalds og viðgerða tækja í skemmunni.“ Samkvæmt útboðslýsingu felur verkið í sér að reisa vélaskemmu á flugvellinum á Bíldudal. Sökk- ull og plötur verða steyptar, frárennslislagnir lagðar í grunn og skemma reist. Neysluvatn verður lagt að skemmunni frá stofnlögn flugvallarins og ídráttarrör lögð frá brunni við horn bílageymslu að rafmagnsinntaki. Tilboð vegna verkefnisins verða opnuð þann 14. febrúar næstkomandi kl. 13. Áætluð verklok eru næsta haust, nánar tiltekið þann 30. september. /HKr. Fiskeldisstöðin sem Arnarlax rekur nú á Hallkelshólum. Mynd / HKr. Arnarlax með þriðju eldisstöðina í Ölfusi Arnarlax festi á dögunum kaup á seiðaframleiðslu Fjallalax á Hallkelshólum í Grímsnesi og hefur þar með hafið rekstur í þriðju eld­ isstöðinni í Sveitarfélaginu Ölfusi. Í síðustu viku veitti Matvæla- stofnun svo fiskeldis stöð inni 100 tonna rekstrarleyfi fyrir seiða- og mateldi á lax og bleikju. Framleiðslan í stöðinni er þegar hafin og hafa um 500 þúsund hrogn verið tekin í hús. Stöðvarstjóri Fjallalax að Hall- kels hólum er Matthew Chernin frá Kali forníu í Bandaríkjunum en hann hefur staðið í ströngu við undir- búning á aukningu framleiðsl unnar síðustu misseri. Stöðin á Hallkels hólum var byggð á sínum tíma af heima- fólkinu, Gísla Hendrikssyni og Rannveigu Björgu Albertsdóttur. Starfsemi Arnarlax í Ölfusi fer ört vaxandi og starfa nú 15 manns hjá fyrirtækinu þar. /MHH Samherji stækkar fiskeldisstöð sína í Öxarfirði fyrir tæpa tvo milljarða Verklegar framkvæmdir við stækk un landeldisstöðvar Fisk­ eldis Samherja í Öxarfirði, Silfur­ stjörnunnar, hófust form lega um síðustu mánaðamót þegar Bene­ dikt Kristjánsson tók fyrstu skóflu­ stunguna. Stöðin verður stækkuð um nærri helming, þannig að fram­ leiðslan verður um þrjú þúsund tonn af laxi á ári. „Sennilega er þetta stærsta verk- efnið á sviði atvinnumála á svæðinu síðan Silfurstjarnan var byggð árið 1998, kostnaðurinn er á bilinu einn og hálfur til tveir milljarðar króna. Við höfum náð ágætis árangri í rekstrinum hérna enda eru aðstæð- urnar hérna að mörgu leyti ákjósan- legar,“ segir Arnar Freyr Jónsson, rekstrarstjóri stöðvarinnar í Öxarfirði. Hann er ánægður með að verklegu framkvæmdirnar séu hafnar. Byggð verða fimm ný ker sem verða um helmingi stærri að um fangi en stærstu kerin sem fyrir eru. Auka þarf sjótöku, byggja hreinsimann- virki, stoðkerfi og koma fyrir ýmsum tækjabúnaði. 40.000 tonna landeldi Fiskeldi Samherja áformar að byggja upp allt að 40.000 tonna landeldi á laxi á næstu árum og tengist stækk- unin í Öxarfirði þeim áformum. „Já við getum sagt að þessi mikla stækkun Silfurstjörnunnar sé nokkurs konar undanfari þessa stóra verkefnis á Reykjanesi, við ætlum að nýta okkur þá reynslu sem við öðlumst hérna fyrir norðan þegar uppbyggingin hefst fyrir alvöru fyrir sunnan. Þetta eflir klárlega samfé- lagið í Norðurþingi og ég hlakka til að takast á við þetta verkefni með því öfluga heimafólki sem hérna starfar,“ bætir Arnar Freyr við. Mikil tilhlökkun Mikil tilhlökkun er fyrir stækkun stöðvarinnar, það skynjar Olga Gísladóttir, vinnslustjóri sláturhúss Silfurstjörnunnar vel. „Já, sannarlega, Silfurstjarnan er stærsti vinnuveitandinn í Öxarfirði fyrir utan sjálft sveitarfélagið. Með þessari stækkun fjölgar starfsfólki og þjónustuaðilar fá aukin verkefni. Þessi starfsemi styrkir svæðið svo um munar sem matvælahérað, enda eru aðstæður frá náttúrunnar hendi ákjósanlegar. Ég hef starfað hérna frá upphafi og þess vegna fylgst ágæt- lega með rekstrinum. Héðan fara vikulega milli 20 og 30 tonn af laxi og með stækkun aukast umsvifin verulega. Ég er því full tilhlökkunar.“ /MHH Víkurvagnar ehf. – Hyrjarhöfði 8. – 110 Reykjavík Sími 577-1090 – www.vikurvagnar.is – sala@vikurvagnar.is STYRKUR, ÞJÓNUSTA OG ÁREIÐANLEIKI MIKIÐ ÚRVAL KERRUVARAHLUTA VÍKURVAGNAR EHF. RAFMAGNSBÚNAÐUR BREMSUR BEISLI DEKK LJÓS LED LJÓS Fimm nýjum kerjum verður bætt við stöðina í Öxarfirði hjá Samherja. Stækkunin mun kosta fyrirtækið tæplega tvo milljarða króna. Myndir / Samherji Arnar Freyr Jónsson, rekstrarstjóri stöðvarinnar í Öxarfirði, er hæstánægður með að verklegu framkvæmdirnar séu hafnar í Öxarfirði. Olga Gísladóttir, vinnslustjóri slátur- húss Silfurstjörnunnar, segir mikla tilhlökkun hjá starfsfólki og öllum á svæðinu fyrir stækkun stöðvarinnar. Skólabúðir að Reykjum í Hrútafirði: Endurnýja ekki samning Samningur um rekstur skólabúð­ anna að Reykjum er runninn út og hefur sveitarstjórn Húnaþings vestra ákveðið að framlengja hann ekki í óbreyttri mynd við nú verandi rekstraraðila. Fram kemur í bókun sveitar- stjórnar að samningurinn hafi tvívegis áður verið framlengdur og að rekstraraðili hafi lýst yfir áhuga á að halda rekstrinum áfram. Einnig að aðrir áhugasamir hafi gefið sig fram. Samþykkti sveitarstjórn að framlengja samninginn ekki aftur heldur leita hugmynda og tilboða í framtíðarrekstur búðanna. Sveit- ar stjóra og byggðarráði var jafn- framt falið að gera tillögu til sveitarstjórnar um hvernig auglýst skuli eftir samstarfsaðilum um rekstur búðanna, samningsdrög, hvaða kröfur skuli gerðar, hvaða skilyrði umsækjandi þurfi að uppfylla og hvernig valið verði milli umsækjenda. /MÞÞ Reykir í Hrútafirði. Mynd / HKr.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.