Bændablaðið - 10.02.2022, Blaðsíða 22

Bændablaðið - 10.02.2022, Blaðsíða 22
Bændablaðið | Fimmtudagur 10. febrúar 202222 Sjaldan eða aldrei hefur verið eins mikil eftirspurn eftir lopa frá Ístex úr íslenskri ull, enda jókst prjóna­ áhugi landsmanna mikið í Covid. Gunnar Þórarinsson, stjórnar­ formaður Ístex og sauðfjárbóndi á bænum Þóroddsstöðum í Hrútafirði, segir að á 30 ára starfstíma Ístex hafi aldrei verið framleitt og selt eins mikið af handprjónabandi eins og gert var á síðasta ári. Aukningin í magni var um 150 tonn af handprjónabandi. Sú aukning náðist með ýmsum aðgerðum, m.a. lengdum vinnutíma starfsfólks, m.a. á kvöldvöktum, breytingum á fram­ leiðslulínum og fleiru. Söluaukning á magni lopa innanlands var um 30% og tekjur af sölu handprjónabands, inn­ anlands og utan, jukust um tæp 48% milli ára vegna meira framleiðslu­ magns og hærra verðs,“ segir Gunnar stoltur af starfsemi fyrirtækisins. Sprenging í eftirspurn Á sama tíma og Ístex hefur náð að auka framleiðslu sína þá er eftir­ spurnin eftir íslensku ullinni alltaf að aukast og aukast og sums staðar varð eiginlega sprenging í eftirspurninni. „Við erum áfram að vinna að því að auka framleiðslugetuna með endurnýjun á tækjum og fjölgun á starfsfólki. Þó er fyrirsjáanlegt að næstu mánuði a.m.k. er eftirspurnin meiri en framleiðslugetan. Enn þá er til nóg af ull af fé í landinu, en ef fé heldur áfram að fækka og eftirspurn og framleiðslugeta eykst, þá gæti það breyst innan fárra ára,“ bætir Gunnar við. Bændur fá of lítið - Sauðfjárbændur hafa kvartað undan því að verð á ull hefur lítið sem ekkert hækkað á síðustu árum og því eru þeir að fá allt of lítið fyrir sína ull. Hvað segir Gunnar við því? „Já, ástæður þess að verð hefur lítið hækkað á betri flokkunum og lækkað á lakari flokkunum stafar af því að á árinu 2019 kom afturkipp­ ur í ferðamannabransann sem gerði það að verkum að eftirspurn eftir iðnaðarbandi og teppum dróst mjög saman og síðan kom Covid sem olli því að nánast engin eftirspurn varð eftir þeim vörum, auk þess sem ullar­ verð á mörkuðum hrundi og í raun var á tímabili ekki hægt að losna við ull þó hún hefði verið gefin. Einnig lentu fyrirtæki sem keyptu vörurnar af Ístex í fjárhagsvandræðum sem hafði áhrif á stöðu Ístex. Þrátt fyrir þetta tókst að verja verðið á betri flokkunum og greiða smávegis fyrir flesta lakari flokkana. Við verðákvörðun síðasta haust tókst þó að hækka aðeins alla ullar­ flokka og vonandi verður hægt að bæta við það verð áður en ullin verð­ ur greidd í vor,“ segir Gunnar. Að lokum má geta þess að rekstur Ístex gengur nú miklu betur en hann gerði á árunum 2019 og 2020 en þá varð því miður verulegt tap á rekstrin­ um. Nýju framleiðsluvörurnar sem Ístex hefur verið með í þróun undan­ farin ár lofa mjög góðu og góðar líkur á að þær skili góðum tekjum og þar með möguleikum á hærra verði fyrir ullina til bænda. /MHH TÆKNI&VÍSINDI FRÉTTIR ÍSLENSKT LAMBAKJÖT Um sl. áramót fagnaði markaðs­ stofan Íslenskt lambakjöt (e. Icelandic Lamb) fimm ára starfs afmæli. Starfinu er ætlað að stuðla að auknu virði afurða sauðfjárræktarinnar. Megnið af starfi fyrstu fimm áranna hefur snúist um ferðamannamarkað. Starfsemin hefur gagnast veitingageiranum og ferða­ þjónustu og aukið sýnileika lambakjöts verulega. Lamb er uppáhalds íslenska afurðin á diskum ferðamanna, í áherslum markaðsstofunnar er sagan sögð og hágæða hráefnið kynnt sem sjálfsagður partur af íslenskri matarupplifun. Samstarf við veitingamenn og valdar sérverslanir er lykilatriði í því að upplýsa kröfuharða neytendur um íslenskt lambakjöt þar sem merki og markaðsefni í enskri og einnig íslenskri útgáfu er í forgrunni. Gallup hefur sl. fimm ár mælt áhrif markaðsherferðarinnar og neyslu hópsins á íslensku kjöti, fiski og mjólkurvörum. Könnun í júlí sl. sýndi stökk í neyslu hópsins á flestum íslenskum háenda afurðum. Lambið trónar sem fyrr á toppnum með hæstu mælinguna frá upphafi, þorskur, skyr og lax fylgdu fast á eftir. Neysla ferðamanna hefur samkvæmt þessu aukist um 15% frá 2017. Fylgni í þekkingu á merki Icelandic Lamb við neyslu hópsins er skýr og er ljóst að markaðssetning og samstarfsverkefni markaðs­ stofunnar hafa náð góðum árangri. Lykiltölur: • 67,5% svarenda borðuðu lambakjöt í heimsókninni. • 76% svarenda sem þekktu Icelandic Lamb merkið borðuðu lambakjöt í heim­ sókninni, en neysla hópsins sem EKKI þekktu merkið var 20% lægri. M.ö.o., 20% fleiri velja lamb þegar IL hefur náð til þeirra með blöndu af auglýsingabirtingum og samstarfi við veitingahús. • 84% þeirra sem þekkja merkið sáu skjöld Icelandic Lamb á t.d. veitingahúsi. Lengi vel hafði fjöldi veitingamanna töluverða minnimáttarkennd fyrir því sem að utan kom, sást yfir tækifærin sem blöstu við. Ekki misskilja mig, erlend áhrif eru líka jákvæð og af þeim má margt læra, t.d. virðingu framleiðenda og matvælavinnslu fyrir hráefnum og hefðum sem tilheyra stað og stund. En flestir skilja nú að erlendir gestir sækja í staðbundið hráefni og vilja heyra söguna að baki. Spænskir tómatar á Flúðum, hollenskur kálfur á Sauðárkróki og sænsk síld á Fáskrúðsfirði felur afar takmarkaða sögu í sér fyrir viðskiptavini. Virðið felst í að halda því sögu og menningu að gestum og magna upp jákvæða upplifun og virði þjónustunnar. Smæðina má líka nýta sem styrkleika. Nýtum meðbyr, leggjum af þá minnimáttarkennd sem enn finnst, og vinnum að því að auka virði okkar íslensku afurða, lambakjöts sem annarra, á öllum stigum keðjunnar. Hafliði Halldórsson framkvæmdastjóri Icelandic Lamb & verkefnastjóri hjá BÍ Ferðamannapúls Gallup 2021, hlutfall svarenda sem borðuðu þessar íslensku matvörur í heimsókn sinni til Íslands. 2.658 svör með 97% svarhlutfall. Hafliði Halldórsson. 0,0% 10,0% 20,0% 30,0% 40,0% 50,0% 60,0% 70,0% 67,5% 61,0% 60,0% 60,0% 53,0% 46,0% 44,0% 43,0% 23,0% 20,0% 11,0% 6,0% 6,0% 4,0% Neysla ferðamanna 2021 á íslenskum kjöt-, fisk- og mjólkurafurðum Markaðsstofan Icelandic Lamb 5 ára Gunnar segir að Ístex hafi tekið í notkun nýja dokkuvél í desember síðastliðinn en dokkunin var flöskuháls í framleiðslunni. „Það eru allir meðvitaðir um stöðuna og stjórnendur og starfsfólk leggur sig fram um að leita leiða til að auka framleiðsluna þannig að hægt verði að anna eftirspurn eftir lopanum, því frábæra náttúrulega efni sem ullin af íslenska fénu er,“ segir Gunnar enn fremur. Mynd / Jóhanna Erla Pálmadóttir Um 30% söluaukning á lopa frá Ístex á síðasta ári Ull í vinnslu hjá Ístex í Mosfellsbæ. Mynd / HKr. Gunnar segir að Ístex hafi tekið í notkun nýja dokkuvél í desember síðastliðinn en dokkunin var flöskuháls í framleiðslunni. „Það eru allir meðvitaðir um stöðuna og stjórnendur og starfsfólk leggur sig fram um að leita leiða til að auka framleiðsluna þannig að hægt verði að anna eftirspurn eftir lopanum, því frábæra náttúrulega efni sem ullin af íslenska fénu er,“ segir Gunnar enn fremur. Mynd / Jóhanna Erla Pálmadóttir
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.