Bændablaðið - 10.02.2022, Blaðsíða 27

Bændablaðið - 10.02.2022, Blaðsíða 27
Bændablaðið | Fimmtudagur 10. febrúar 2022 27 BETRA START Ráðgjafar Olís veita allar nánari upplýsingar í síma 515 1100 eða pontun@olis.is. MEÐ EXIDE RAFGEYMUM Áreiðanlegir og sterkbyggðir rafgeymar fyrir flestar gerðir dráttarvéla. Veldu þaulreynda vöru frá gæðaframleiðanda. Völuteig 4 - 270 Mosfellsbær - Iceland www.vinnuvelarehf.is - S: 496 4400 Trejon veTrarbúnaður Eigum mikið úrval vandaðra vetrartækja frá sænska framleiðandanum Trejon. Fjölplógar í 3,3m og 3,7m vinnslubreidd. Snjóblásarar í mörgum stærðum. Vængaskólfur 2,5m3 – 3,5m3 og 5,0m3 Sand- og saltdreifarar 1,6m3 fyrir þrítengi eða á gálga. Helluhraun 4, Hafnarfirði sími 565 2727 & 892 7502 www.rag.isHECHT Rafmagnsfjórhjól Götuskráð verð 650.000 kr. HECHT 9666 Snjóblásari á beltum Verð 319.000 kr. HECHT3230 Háþrýstidæla Bensín 207bar Tilboðsverð 78.þ að prófa mig áfram með ullarpils og ullarslár. Ullarnærfötin eru frábær innan undir svokallaða skel, vera í þeim næst sér og skel utan yfir en þá verður manni einfaldlega ekki kalt í slarki við smalamennsku eða aðra iðju upp til fjalla að hausti eða vetri,“ segir Guðlaug og bætir við að björgunarsveitarfólk, sem er að sérþjálfa leitarhunda, hefur aðeins verið að prófa ullarnærfötin og líkað vel, t.d. við hundaþjálfun uppi á jöklum. Einnig eru ullarnærfötin mjög góð fyrir göngufólk. „Ég nota þau mikið sjálf í gönguferðir þegar kalt er í veðri. Mikill kostur er að íslensku ullarnærfötin halda fólki þurru þrátt fyrir að það svitni eða blotni en náttúrulegir eiginleikar íslensku ullarinnar eru einstakir hvað þetta varðar,“ segir Guðlaug. Togið og þelið blandast saman Eins og margir eflaust vita saman­ stendur íslenska ullin af tvenns konar hárum, togi og þeli. Togið er frekar langt og gróft en þelið er hlýtt og mjúkt. Þegar ullin er kembd og spunnin blandast togið og þelið og úr verður þráður sem er prjónað úr og flík úr slíku prjónabandi viðheldur þægilegum hita á líkamanum við ýmsar aðstæður. „Ég veit svo sem ekkert um vin­ sældir föðurlandsins en það hefur kannski verið lítið framboð af því síðustu ár í búðum. Ég veit bara að fjallmenn á Landmannaafrétti eru mjög ánægðir að ganga í föð­ urlandi,“ segir Guðlaug hlæjandi. Sérsaumar fyrir hvern og einn Guðlaug segist geta græjað ullar­ vörur fyrir hvern og einn sé óskað eftir því. Hún stefnir líka á að koma vörunum sínum betur á framfæri í útvöldum búðum. „Best er fyrir fólk að hafa beint samband ef það vill vörur frá mér en ég er í raun og veru að sérsauma á hvern og einn. Ég er að sauma undir vörumerkinu 128 m.y.s og getur fólk sent mér skilaboð í gegnum messenger eða hringt,“ segir hún. Vinnur líka í seiðaeldisstöð En er Guðlaug að gera eitthvað annað en að sjá um búið með fjölskyldunni á Skarði og svo að sauma? „Já, ég er í tímabundinni vinnu í seiðaeldisstöð hér í sveitinni. Ég keyri börnin mín á íþróttaæfingar eftir skólatíma á Laugaland, Hellu, Hvolsvöll og Selfoss. Mín aðaláhugamál er hestamennska og að ferðast um hálendi Íslands og reyni ég alltaf að sinna þessum áhugamálum sem í raun samtvinnast við búskapinn.“ Gyrðið ykkur í brók Guðlaugu var boðið að koma með nokkur lokaorð og þá stóð ekki á svarinu. „Já, það er áskorun til stjórnenda afurðastöðvanna að gyrða sig í brók og fara að greiða sauðfjárbændum sómasamlegt verð fyrir okkar frá­ bæru afurðir og á það bæði við um kjöt og ull. Við erum ekki enn þá komin á þann stað að ná til baka því afurðaverði sem við höfðum fyrir dilkakjöt 2015 og þetta getur einfaldlega ekki gengið lengur, það þarf lausnir og það strax. Við þurf­ um að fá að lágmarki hækkun upp á 200 kr/kg í haust. Grátlegt er einnig hversu lítið bóndinn fær fyrir ullina þrátt fyrir að engar ullarbirgðir séu til en þarna fer klárlega ekki saman framboð og eftirspurn og þetta þarf að laga. Að lokum langar mig til þess að óska íslenskum sauðfjárbændum innilega til hamingju með að búið sé að finna ARR genið sem er vernd­ andi arfgerð fyrir riðuveiki í íslenska sauðfjárstofninum.“ /MHH Guðlaug tekur að sér að sauma ullarnærföt á börn og fullorðna, sem mikil ánægja er með hjá þeim sem hafa fengið föt frá henni. Auðvitað sleppur Elli bóndi ekki við að klæðast ullarnærfötum frá konu sinni.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.