Bændablaðið - 10.02.2022, Blaðsíða 51

Bændablaðið - 10.02.2022, Blaðsíða 51
Bændablaðið | Fimmtudagur 10. febrúar 2022 51 18 x 35 x 3 m - 18.000.000 kr. m/vsk. Z STÁLGRINDARHÚS TÖLVUPÓSTUR sala@bkhonnun . is SÍMI 571 3535 VEFFANG www .bkhonnun . is Tilvalið sem reiðskemma eða vélageymsla. Innifalið er Z stálgrind, óeinangruð stálklæðning í dökk gráum lit. Stór iðnaðarhurð og tvær gönguhurðir í hvítum lit. Allar áfellur ofan sökkuls.Skrúfur, festingar og áfellur.Tilbúnar teikningar. | S t r ú k t ú r e h f | w w w . s t r u k t u r . i s | s t r u k t u r @ s t r u k t u r . i s | | B æ j a r f l ö t 9 | 1 1 2 R e y k j a v í k | S í m i : 5 8 8 6 6 4 0 | Límtré-Timbureiningar Stálgrind Yleiningar PIR Steinull Lífræn hreinsistöð • Fyrirferðalítil fullkomin sambyggð skolphreinsistöð • Uppfyllir ýtrustu kröfur um gæði hreinsunar • Engin rotþró eða siturlögn 25 ára ábyrgð • Tæming seyru á þriggja til fimm ára fresti • Engir hreyfanlegir hlutir • Stærðir frá 6 – 55 persónueiningar Tunguhálsi 10 - 110 Reykjavík Sími 517 2220 - petur@idnver.is G ra fik a 19 framleiðslunnar. Talið er að 75% sótsporsins á heimsvísu megi rekja til þróunarlanda og landanna sem eru í hvað mestum vexti. Þegar rýnt er í tölurnar kemur í ljós að skýringin er ekki einungis lág nyt á hverja kú heldur einnig óskilvirkni vegna bústærðar. Þannig sýna gögnin að meðalbústærð kúabúa hinna þróuðu landa er 34 kýr en ekki nema 2-4 kýr í þróunarlöndunum. Þetta leiðir til óskilvirkni og minni fagmennsku, sem aftur hefur mælanleg áhrif á sótspor kúabúanna. Meltingin hefur áhrif Þriðja atriðið sem má nefna er virkni meltingarkerfis kúnna. Sýnt hefur verið fram á að hægt er að draga úr losun metans frá kúm með því að fóðra þær með ákveðnum hætti og jafnvel með því að gefa þeim sérstakt viðbótarfóður sem hefur hamlandi áhrif á metanframleiðslu í vömb. Hér kemur einnig til áhrif kynbóta, en tilraunir sýna einnig að munur er á metanframleiðslu einstakra kúa sem þó eru á sama fóðri og með jafn mikla mjólkur- framleiðslu. Með öðrum orðum þá er vambarstarfsemin breytileg og því hefur verið bent á að sum naut geti mögulega gefið af sér dætrahópa sem hafi lægri losun á metan en dætrahópar annarra nauta. Fóður með hátt sótspor Þekkt er að sótspor heimaaflaðs fóðurs er yfirleitt mun lægra en aðkeypts en það dugar þó ekki til ef heimaaflaða fóðrið nær ekki að halda uppi nythæð kúnna. Því þarf að skoða bæði fóðuröflunina og aðkeypt fóður með heildarniðurstöðurnar í huga. Í dag geta bændur víða um heim fengið upplýsingar um sótspor þess fóðurs sem þeir kaupa, t.d. kjarnfóðurs svo dæmi sé tekið. Dagljóst er að þarna má sækja fram og draga úr sótspori með því að stjórna aðfangakaupum þannig að sótsporið sé sem lægst. Enn er þó staðan sú að ekki liggur fyrir hjá öllum söluaðilum hvert sótspor varanna sem þeir selja er en líklega er þess ekki lengi að bíða að svo verði hjá þorra söluaðilanna. Þessu til viðbótar skiptir máli að nýta fóðrið rétt, samsetning fóðurefnanna sem kúnum er gefið hefur áhrif á sótsporið og því betur sem meltingarvegur kúnna er nýttur því lægra verður sótsporið vegna hagstæðs hlutfalls fóðurs á móti framleiddri mjólk. Áburður með ólíkt sótspor Enn eitt atriðið sem horfa má til er sótspor áburðarins. Hver kaupandi ætti auðvitað að gera kröfu um það að fá greinargóðar upplýsingar um sótspor þess áburðar sem er keyptur en samkvæmt úttekt IFCN þá getur það verið harla ólíkt eftir uppruna þess og flutningum. Þá skiptir verulegu máli hvernig áburðurinn er nýttur og nákvæmni við dreifingu hefur hér einnig áhrif á sótspor þess fóðurs sem er verið að framleiða. Nákvæmni við dreifingu skiptir auðvitað alltaf máli og sér í lagi núna þegar áburðarverð er í hæstu hæðum. Þessu til viðbótar má nefna gríðarlegt mikilvægi þess að rækta rétt fóður og ná því heim á réttum tíma, sem bæði lækkar fóðurframleiðslukostnaðinn en gefur um leið lægra sótspor þar sem næringargildi fóðursins er þá eins heppilegt og á verður kosið. Geymsla, meðferð og dreifing búfjáráburðar Það kemur vart neinum á óvart að meðferð og meðhöndlun mykju skiptir máli þegar rætt er um sótspor mjólkurframleiðslu. Hér sýna margs konar rannsóknir að því styttri tíma sem mykjan er inni í fjósi og því fyrr sem hún er komin í geymslurými, því betra. Þetta skýrist af meiri gasvirkni frá mykju sem ekki hefur sest til. Þá er hægt að lækka sótspor mykjunnar einnig með því að blanda í hana bætiefnum, sem draga úr gaslosun hennar auk þess sem afgösun hennar s.s. með gerjun og framleiðslu á hauggasi dregur úr sótsporinu. Slíkar aðferðir eru algengar erlendis, enda gasið þá oftar en ekki nýtt til hitunar á vatni sem vantar ekki beint á mörgum stöðum á Íslandi. Ýmislegt annað má gera við mykjuna til að lækka sótsporið t.d. hefur það góð áhrif að halda fljót- andi mykju frá þykkari hluta hennar og geyma í lokuðum tanki eða tönk- um og fleira mætti tína til. Það sem þó hefur líklega mest áhrif, á eftir hauggasframleiðslunni, er hvernig mykjunni er dreift. Hér virðist niður- fellingarbúnaður koma einna best út þrátt fyrir töluverða þörf fyrir orku við aðgerðina og þar á eftir slöngu- dreifing. Bústjórnin skiptir máli Að síðustu má taka til bústjórnina almennt þó svo að allt það sem fjallað er um hér að ofan tengist auðvitað bústjórninni með beinum hætti. En bústjórnin nær auðvitað yfir allt framleiðsluferlið og sýnt hefur verið fram á að á þeim búum, þar sem kýrnar ná að endast lengur, er sótsporið lægra en á öðrum búum. Þetta skýrist fyrst og fremst af þeirri staðreynd að slík bú þurfa ekki að ala jafn margar kvígur til endurnýjunar bústofnsins og önnur bú, með öðrum orðum þá hefur það áhrif til lækkunar sótspors sé kúabúið með færri dýr í eldi sem ekki eru í framleiðslu, eins og t.d. kvígur eða geldkýr. Þetta sparar bæði pláss, vinnu og margs konar aðföng sem dregur úr sótspori búsins. Þá skiptir almennt heilbrigði miklu máli en því oftar sem hægt er að selja alla mjólk til manneldis, því lægra verður sótsporið. Kolefnisjöfnun? Margir velta fyrir sér hvort ekki megi líka leggja vinnu í að binda kolefni, t.d. með skógrækt. Það er vissulega leið en rétt er að geta þess að afar stórt landsvæði þarf til, til þess að kolefnisjafna mjólkurframleiðsluna. Á íslenska Vísindavefnum kemur fram að meðalbinding koltvíoxíðs í íslenskum skógum er talin vera um 4,4 tonn á hektara á ári, yfir 90 ára vaxtartíma skógarins. Sé miðað við að sótspor íslenskrar mjólkur sé umreiknað yfir í um 1 kg koltvíoxíðs á hvert framleitt kíló stendur hektarinn því undir 4.400 lítra framleiðslu. Meðalkýrin á Íslandi, sem árið 2021 mjólkaði 6.336 lítrar það ár, þyrfti því að hafa á bak við sig 1,4 hektara af skógi. Þess má þó geta að sumar trjátegundir binda mun meira en hér hefur komið fram. Þannig er t.d. talið að einn hektari af alaskaösp geti bundið allt að 20 tonn af koltvíoxíði á ári og getur því staðið undir ársframleiðslu rúmlega þriggja kúa svo dæmi sé tekið! Aðalheimild: Alice Diepenbrock og Milica Kocić, 2021. Greenhouse gas emissions from dairy in emerging dairy countries. 2nd IFCN Dairy Forum, November 18th 2021. Smáauglýsingar 56-30-300
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.