Bændablaðið - 10.03.2022, Side 4

Bændablaðið - 10.03.2022, Side 4
Bændablaðið | Fimmtudagur 10. mars 20224 FRÉTTIR Búgreinaþing 2022 – NautBÍ – deild kúabænda í Bændasamtökum Íslands: Greiðslumark og kynbætur ræddar meðal nautgripabænda Alls skilaði deildabúgreinafundur nautgripabænda 46 málum til Búnaðarþings á sérstöku bú greinaþingi sem fram fór á Hótel Natura í Reykjavík dagana 3.–4. mars. Herdís Magna Gunnars­ dóttir var endurkjörin formaður deildar innar sem ber nú nafnið Nautgripa bændur BÍ. Fundur deildar kúabænda fór fram bæði fimmtudag og föstudag Búgreinaþingsins á Hótel Natura en um 40 bændur tóku þátt. Á þinginu voru samþykktar starfsreglur/ samþykktir fyrir deildina sem ber nú nafnið Nautgripabændur BÍ, skammstafað NautBÍ. Samþykktirnar munu birtast á vefsvæði deildarinnar, www.bondi.is/naut. 63 tillögur frá stjórn og félagsmönnum Auk almennra fundarstarfa fór fundurinn yfir stefnumörkun BÍ ásamt því að að taka til umfjöllunar 63 tillögur frá stjórn og félagsmönnum. Alls skiluðu 46 mál sér úr nefndum og voru þau lögð fyrir þingið. Umræður sköpuðust meðal annars um jöfnun sæðingarkostnaðar, stöðu á nautakjötsmarkaðinum, kynbætur íslenska kúakynsins, endurskoðun búvörusamninga og greiðslumark mjólkur. Herdís Magna Gunnarsdóttir kjörin formaður NautBÍ Herdís Magna Gunnarsdóttir á Egilsstöðum var kjörin formaður deildarinnar næstu tvö árin. Hún hefur verið formaður hjá kúabændum síðan árið 2020 og setið í stjórn frá 2017. Endurkjörin í stjórn voru þau Bessi Freyr Vésteinsson á Hofsstaðaseli, Rafn Bergsson í Hólmahjáleigu, Sigurbjörg Ottesen á Hjarðarfelli og Vala Sigurðardóttir á Dagverðareyri. Þingið samþykkti að fjölga varamönnum í stjórn upp í þrjá einstaklinga. Varamenn stjórnar eru í réttri röð þær Guðrún Eik Skúladóttir, Tannstaðabakka, Sigrún Hanna Sigurðardóttir, Lyngbrekku og Aðalbjörg Rún Ásgeirsdóttir, Stóru-Mörk. Verðlaun fyrir bestu nautin Guðmundur Jóhannesson, ráðu- naut ur hjá Ráðgjafarmiðstöð land- búnaðarins, veitti eigendum tveggja nauta verðlaun. Nafnbótina „Besta naut fætt árið 2014“ hlaut Hæll 14008 frá Hæl 1 í Eystrihreppi. Ræktendur Hæls eru Bolette Höeg Koch og Sigurður Steinþórsson. Nafnbótina „Besta naut fætt árið 2015“ hlaut Tanni 15065 frá Tannstaðabakka í Hrútafirði. Ræktendur Tanna eru Guðrún Eik Skúladóttir og Óskar Már Jónsson. Deildin veitti Sigurði Loftssyni, Arnari Árnasyni og Margréti Gísladóttur heiðursviðurkenningar fyrir óeigingjarnt starf í þágu nautgriparæktar. Sigurður sat sem formaður Landssambands kúabænda árin 2009-2016 og sem formaður Nautgriparæktarmiðstöðvar Íslands (NautÍs) frá upphafi til ársins 2021. Arnar sat sem formaður Landssambands kúabænda árin 2016-2020. Margrét sat sem framkvæmdastjóri Landssambands kúabænda (LK) og síðar sem sérfræðingur innan BÍ, 2016-2022. Gísli Hauksson og Jónína Einarsdóttir á Stóru-Reykjum í Flóa hlutu viðurkenninguna Fyrir- myndarbú nautgripabænda BÍ 2022. „Á Stóru-Reykjum er snyrtimennska og umgengni bæði innan- og utandyra til algjörrar fyrirmyndar. Búið er virkt í ræktunar- og félagsstarfi og árangur með því albesta. Orðstír búsins er flekklaus í hvívetna,“ segir í umsögn um búið. Nautgripabændur BÍ eiga 21 fulltrúa á Búnaðarþingi. Formaður og stjórn deildar eru sjálfkjörnir fulltrúar deildarinnar en kjósa þurfti 16 Búnaðarþings- fulltrúa auk varamanna. /ghp Herdís Magna Gunnarsdóttir var kjörin formaður deildar kúabænda hjá BÍ. Aðstandendur Hæls frá Hæl I tóku við viðurkenningu. Hæll hlaut nafnbótina Besta naut fætt 2014. Myndir / Guðrún Hulda Pálsdóttir Gísli Hauksson og Jónína Einarsdóttir, ábúendur Stóru-Reykja í Flóa, hlutu viðurkenninguna Fyrirmyndarbú nautgripabænda BÍ 2022. Guðrún Eik Skúladóttir tók við verðlaunum fyrir naut í sinni eigu, Tanna frá Tannstaðabakka í Hrútafirði. Núverandi og verðandi kúabændur tóku þátt í fundinum. Stjórn Bændasamtaka Íslands hefur undanfarið rætt við fulltrúa afurðastöðva, á grundvelli samþykkta Búnaðarþings 2020, um að afurðastöðvar verði önnur stoð undir tekjur Bændasamtaka Íslands og landbúnaðar í landinu. Gunnar Þorgeirsson, formaður BÍ, segir að fari hafi fram viðræður fulltrúa afurðastöðvanna um að koma að verkefninu. „Eins og staðan er í dag er enn verið að móta hugmyndina og hvað getur raungerst og hvað ekki. Niðurstaða þeirra viðræðna verður síðan lögð fyrir komandi Búnaðarþing til að ná fram skoðun bænda á hugmyndinni og hvort þeir vilji að unnið verða með hana áfram.“ Að sögn Gunnars er þetta eitt af þeim málum sem taka þarf afstöðu til og hugsa til framtíðar þrátt fyrir að ekkert sé enn fast í hendi með áframhaldið. /VH Afurðastöðvar sem önnur stoð BÍ Deild kjúklingabænda fundaði á Búgreinaþingi 2022: Tollvernd getur stutt við íslenskan landbúnað Deild kjúklingabænda innan Bændasamtaka Íslands fundaði í fyrsta sinn á Búgreinaþingi 3. mars síðastliðinn. Á fundinum ræddu félagar deildarinnar helstu málefni greinarinnar. Í stjórn deildarinnar voru kosin Guðmundur Svavarsson, formaður, Eydís Rós Eyglóardóttir og Jón Magnús Jónsson. Guðmundur segir að þrátt fyrir að stofnuð hafi verið deild kjúklingabænda innan Bændasamtakanna verði Félag kjúklingabænda áfram til með starfsemi í algjöru lágmarki. „BÍ hefur tekið yfir allan daglegan rekstur og hagsmunagæslu fyrir búgreinina. Fram til þessa hafi það gengið mjög vel og félagsmenn bindi miklar vonir um góða samstöðu og aukinn slagkraft til framtíðar af hálfu BÍ, eftir breytingar á félagskerfinu. Hagsmunir allra bænda óháð búgrein fari saman og þeim sé best borgið innan BÍ.“ Samhljómur um tollavernd Guðmundur segir að meðal þess sem rætt var á fundinum sé stefnu- mörkun fyrir Bændasamtök Íslands, samþykktir fyrir deild kjúklingabænda og tollvernd sem við teljum að geti stutt við íslenskan landbúnað. „Við vorum sammála um að það hafi verið samhljómur í ávarpi formanns Bændasamtakanna og þess sem Stefán Vagn Stefánsson, formaður atvinnuveganefndar Alþingis, sagði sérstaklega hvað varðar tollamálin.“ Auka þarf menntun tengda alifuglabúskap „Eitt af því sem við ræddum á þinginu er menntun í alifuglabúskap eða öllu heldur skortur á henni og við hvetjum eindregið til að vægi hennar verði aukið í menntun búfræðinga. Þá teljum við brýnt að Landbúnaðarháskólinn bjóði upp á námskeið sem nýst geta greininni,“ segir Guðmundur. Búnaðarþingsfulltrúar deild ar kjúklingabænda eru Jón Magnús Jónsson og Eydís Rós Eyglóardóttir. /VH Stjórn Félags kjúklingabænda. Eydís Rós Eyglóardóttir, Guðmundur Svavarsson, Kristján Einir Traustason, Jón Magnús Jónsson, Jón Magnús Jónsson yngri og Kristín Sverrisdóttir. Mynd / ehg

x

Bændablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.