Bændablaðið - 10.03.2022, Blaðsíða 49
Bændablaðið | Fimmtudagur 10. mars 2022 49
LANDSSAMTÖK SKÓGAREIGENDA
Mikilvægt er að skógar, sem aðrar
auðlindir, séu sjálfbærir
Forsíður prentmiðla, þ.m.t. dag
blaða, eiga það sameiginlegt að
vera á pappír, sem unninn er úr
beðmi sem fenginn er úr trjám.
Tré vaxa þar sem jörð og vatn
eru í góðu jafnvægi, en það er ekki
víst að jafnvægis gæti alltaf þegar
viðarvinnsla á sér stað. Mikilvægt
er að skógar, sem aðrar auðlindir,
séu sjálfbærir. Þá þarf að tryggja að
náttúran líði ekki fyrir ræktunina.
Gæta þarf þess t.d. að þrælkunarvinna
sé ekki stunduð, starfsfólk njóti
sannmælis, viðskiptin séu heiðarleg
og laun allra séu sanngjörn.
Óvottað innlent timbur stenst
illa samkeppni
Flestar vestrænar þjóðir stunda
heiðarleg viðskipti. Til að votta
heiðarleika við náttúru og menn eru
til ýmsar aðferðir. Á Íslandi er mikið
lagt upp úr því að timbur sé vottað
við innflutning. Timbrið þarf að vera
af viðeigandi gæðum og fengið úr
ræktuðum skógi en ekki náttúruskógi
frá Amazon eða öðrum ámóta svæðum.
Allir sem koma að viðskiptum með
timbur þurfa að hafa fengið viðeigandi
laun fyrir sitt framlag. Eins og staðan
er núna er timbur sem er framleitt á
Íslandi ekki vottað. Óvottað innlent
timbur stenst því illa samkeppni við
sjálfbærnivottað innflutt timbur á
markaðnum.
Heimavaxið timbur verði
samanburðarhæft
Innlent timbur er afbragðs viður,
ekki síðra en það erlenda. Tímamót
eru fram undan í íslenskri skógrækt
því það eru mörg sóknarfæri í
viðarvinnslu á innlendum markaði. Á
dögunum sneru helstu skógræktendur
Íslands saman bökum og ætla að
innleiða viðeigandi vinnubrögð
hérlendis svo heimavaxið timbur verði
samanburðarhæft samkvæmt sömu
verðleikum og það erlenda. Þessir
hagsmunaaðilar íslensks timburs
eru Skógræktin, Skógræktarfélag
Íslands, búgreinadeild skógarbænda
Bændasamtaka Íslands og
Trétækniráðgjöf.
Úti um allan heim er stunduð
rányrkja í skógum, tré eru felld
í stórum stíl, timbrið fjarlægt og
selt. Það væri eflaust forsíðufrétt ef
bófar stunduðu rányrkju í íslenskum
skógum. Við skulum vona að svo
verði ekki, frekar að forsíðan prýði
fallega vel hirtan skóg sem glatt
hefur landsmenn og ræktaður var á
sjálfbæra vísu. /HGS
Innlent timbur er afbragðs viður, ekki síðra en það erlenda. Tímamót eru fram undan í íslenskri skógrækt því það
eru mörg sóknarfæri í viðarvinnslu á innlendum markaði.
Næsta blað kemur út 24. mars
Vesturhrauni 3, Garðabæ | Austurvegi 69, Selfossi
Til afhendingar strax
Stærsti framleiðandi fjórhjóla í Evrópu
MIKIÐ ÚRVAL
FJÓRHJÓLA Á LAGER
Hamrahlíð 17
Hús Blindrafélagsins
Sími • 552-2002
ÓDÝR
Margskipt gleraugu
Verð 39.900 kr
Margskipt gler frá Essilor (afgreiðslutími +/- tvær vikur)
Gleraugu með glampa og rispuvörn
Sérsmíðum samdægurs í
styrk +/- 6,0 með cyl. til 2,0
19.900 kr.
Margskipt gleraugu
Margskipt gler frá Essilor
(afgreiðslutími +/- tv r vikur)
39.900 kr.
gleraugu
umgjörð og gler
Varahlu�r i VOLVO
Vinnutæki
Nánari upplýsingar gefur Magnús Leópoldsson í síma 892 6000 / magnus@fasteignamidstodin.is
Fasteignamiðstöðin er með til sölu lögbýlið Hvol 1 í Sveitarfélaginu Ölfusi.
Fjórar íbúðir fyrir utan íbúðahúsið.
Heitt og kalt vatn frá samveitu, ljósleiðari og þriggja fasa rafmagn. Varanlegt slitlag alla leið.
Jörðin Hvoll 1 er samvkæmt Þjóðskrá Íslands 193.6 hektarar,
umhverfis húsakostinn eru um 15 hektarar og hinn hlutinn fjalllendi.
Umhverfi jarðarinnar er fallegt, talsverð trjárækt og þær fasteignir sem fylgja í góðri umhirðu.
Heildarfermetrafjöldi fasteigna sem fylgir jörðinni eru um 500-520 m2.
Fasteignir eru sem hér segir:
a) Myndarlegt steinsteypt íbúðarhús, skráð 208 m2, en er að sögn seljanda 250-270 m2.
b) Hesthús fyrir 7 hesta, um 80 m2 auk 25 m2 geymslulofts.
c) 3ja herb. íbúð sem er sambyggð hesthúsi, en með sérinngang, um 70 m2.
d) Þrjár stúdíóíbúðir, 25.7 m2, 21.5 m2 og 29.3 m2. Íbúðirnar hafa hver fyrir sig baðherbergi
og eldhús. Samtals 76.5 m2 skráð sem gistihús.
e) Lítið gróðurhús, garðhús og lítið hænsnahús.
Lely Center Ísland
Reykjavík: Krókháls 5f – Sími 414 0000 – www.LCI.is
Akureyri: Óðinsnes 2 – Sími 464 8600
RÚÐUR Í
DRÁTTARVÉLAR
FRÁBÆR VERÐ
John Deere
Zetor
Case IH
McCormick
Steyr
Claas
Ford
Fiat
New Holland
Deutz-Fahr
Massey Ferguson