Bændablaðið - 10.03.2022, Blaðsíða 28

Bændablaðið - 10.03.2022, Blaðsíða 28
Bændablaðið | Fimmtudagur 10. mars 202228 LÍF&STARF Afurðir styrktar af Matvælasjóði í framleiðslufasa: Lostæti fyrir hunda í þróun á Hornafirði – Vaxandi kröfur um sjálfbærni kallar á skapandi lausnir í síldarvinnslu Heilsusnarl fyrir hunda úr síldarbitum er meðal afurða sem verið er að þróa með styrki frá Matvælasjóði. Tvö fyrirtæki á Hornafirði standa að framleiðslunni sem ekki er einungis ætlað að svara auknum kröfum til heilnæmi gæludýramatvæla, heldur felur það í sér nýtingu á hráefni sem fellur til við núverandi manneldisframleiðslu. Vaxandi alþjóðlegur markaður er fyrir gott gæludýrafóður. Ástæður þess eru ekki síst breytingar á gæludýrahaldi. Gæludýr eru hluti af heimilismönnum, fjölskyldumeðlimir og eigendur þeirra vilja að þau fái góð og heilnæm matvæli. Þessi breyting hefur leitt til aukinnar eftirspurnar eftir náttúrulegum og hreinum gæðaafurðum fyrir gæludýr. Hornfirsku fyrirtækin Skinney- Þinganes og MarPet hafa á undanförnu ári unnið í þróun á heilnæmu hundasnarli úr síld, hráefni sem fellur til við núverandi manneldisframleiðslu síldarafurða á Hornafirði með stuðningi frá Matvælasjóði. Guðmundur Gunnarsson, aðstoðar- maður forstjóra hjá Skinney-Þinganes, segir niðurstöður prófana og þróunar lofandi, en nú sé verið að færa verkefnið upp á stig stærri framleiðslu hjá MarPet. „Hornfirðingar eru í grunninn öflugir í síldveiðum og síldarvinnslu. Við höfum mikla þekkingu á slíkri framleiðslu en það kemur ekki í veg fyrir að hluti af síldinni fer alltaf í mjöl- og lýsisframleiðslu því hún uppfyllir ekki stærðarkröfur eða er gölluð samkvæmt kreddum markaðarins. Það þýðir þó ekki að hún sé ekki í góðum gæðum og verkefnið byggir á að vinna heilsu hundasnarl úr þeirri síld sem fellur til.“ Stöðugar fitusýrur Verkefnið hefur snúist um að búa til stöðuga afurð og hentuga vinnsluaðferð. „Við skerum fiskinn ferskan og þurrkum hann svo. Engin íbætt efni eru í honum til að gera afurðina stöðuga. Síld inniheldur mjög góða fitusýrusamsetningu og er til dæmis með tífalt meira magn af Omega 3 en í þorski. Auk þess er hlutfalla EPA/DHA fitusýru hagstætt. Rétt samsett Omega 3 er sérstaklega gott fyrir hunda. Má í því ljósi minnast á jákvæð áhrif á bólgur og á feld en fyrir liggja skýr gögn um mikilvægi náttúrulegs Omega 3 þess bæði fyrir dýr og menn,“ segir Guðmundur. Samnýta tækjabúnað „Ef síld er tekin þegar hún er hvað feitust og hún þurrkuð þá er fituhlutfallið í afurðinni um 30-35%. Okkar verkefni hefur m.a. verið að greina fituinnihald bita og velja magn sem henta mismunandi stærðum hunda með tilliti til ráðlags dagskammts af fitusýrum. Ef fita er þurrkuð inni í vöðvanum þá helst hún miklu stöðugri en t.d. með því að búa til olíu úr henni. Við erum að taka kröfur um heilnæmi á það stig að hægt sé að tryggja heilnæmi afurðarinnar,“ segir Guðmundur, sem segir að þróun afurðarinnar sé að ganga upp, þó ferlið hafi verið flókið. Samnýting á þeim tækjabúnaði sem er til á staðnum hafi hins vegar tryggt rekstrargrundvöll verkefnisins. „Elstu molarnir okkar eru að verða 6 mánaða gamlir og eru enn stöðugir út frá fitusamsetningu og ytri gæðafaktorum, s.s. lykt og þránun.“ Sterk grunngerð fyrir nýsköpun Næsta skref sé að prófa þurrkun á stærri skala hjá fyrirtækinu MarPet, sem stundar þurrkun á gæludýrasnarli, svo sem roði. „Þetta er mun flóknari þurrkun því hráefnið er viðkvæmt, við þurfum að framkvæma áhættugreiningu og sjá til þess að framleiðslan fari fram í öruggum aðstæðum,“ segir Guðmundur sem segist binda vonir við að lokaafurðin verði komin í verslanir fyrir lok árs. Hann segir mikilvægt að stærri fyrirtæki á borð við Skinney- Þinganes stundi nýsköpun og þróun. „Við erum enn með fókus á frumframleiðslu og erum mjög fær í að veiða og vinna fisk á fyrri stigum. En í ljósi þess að við höfum aðgang að hráefni, aðföngum og tækni og tækjum þá er það skylda okkar sem fyrirtækis að auka verðmætin eins og mögulegt er. Þetta verkefni fæðist úr hugarflugi þar sem við vildum nýta þessa sterku grunngerð sem við höfum til að búa til eitthvað sem er jákvætt og verðmætaskapandi fyrir fyrirtæki og neytendur.“ Með verkefninu sé fyrirtækið enn fremur að reyna að mæta auknum kröfum um sjálfbærni. „Styrkur frá Matvælasjóði hjálpar okkur við að taka áhættusöm verkefni yfir á þróunarstig. Sjóðurinn tryggir auk þess faglegt aðhald. Kröfur sjóðsins eru áhugaverðar þegar kemur að sjálfbærni og mér finnst hollt fyrir alla, hvort sem það eru stærri fyrirtæki eða minni einingar, að setja upp slík gleraugu þegar horft er á verkun og vinnslu afurða,“ segir Guðmundur. /ghp BYKO býður nú ýmsar stærðir steinbita fyrir nautgripi á lager Hvort sem verið er að endurnýja eldri fjós eða byggja nýtt bjóðum við steinbita sem henta fyrir öll verkefni. Steinbitarnir eru framleiddir í vottuðum verksmiðjum og uppfylla allar kröfur um evrópustaðla. Steinbitana er mögulegt að fá fyrir allt að 6 tonna öxulþunga. Við bjóðum einnig sérsniðin velferðagólf fyrir steinbita. GÓLF Í GRIPAHÚS NAUTGRIPIR, SVÍN OG SAUÐFÉ Til á lager bondi@byko.is Síldin er skorin fersk áður en hún er þurrkuð. Fitan í fiskinum heldur bitunum stöðugum svo ekki þarf að nota íbætt efni. Guðmundur Gunnarsson. Fyrstu bragðprófanir meðal hunda benda til þess að snarlið sé samþykkt. Fuglaflensa breiðir úr sér í Bandaríkjunum Farga hefur þurft að minnsta kosti 2 milljónum fugla vegna fuglaflensufaraldurs sem nú dreifist um stór landbúnaðarríki í Norður-Ameríku. Bandaríska landbúnaðar- ráðuneytið (USDA) hefur tilkynnt staðfest smit af skæðri fuglaflensu í fuglahópum í ríkjunum Suður-Dakóta, Maryland, Missouri, Connecticut, Iowa, Michigan, Delaware, Maine, New York, Kentucky, Virginíu og Indiana. Í tilkynningum er varað við því að villtir fuglar dreifi sjúkdómnum um öll ríki. Smit hafa greinst í kjúklingum, kalkúnum og öndum, bæði í fuglahópum í framleiðsluhúsum sem og í bakgörðum. Útbreiðsla flensunnar getur haft alvarleg áhrif á framboð á kjöti og eggjum í náinni framtíð þar í landi sem og víðar, þar sem Bandaríkin eru umfangsmesti framleiðandi fuglakjöts í heiminum og næststærsti útflytjandi þess. Þetta mun vera stærsti fugla- flensufaraldur þar í landi síðan árið 2015, þegar um 50 milljón fuglum var fargað. Bætir ástandið ekki stöðu matvælamarkaðar þar í landi þar sem innrás Rússlands í Úkraínu hefur orðið til að valda óróa á fóður- og áburðarmörkuðum sem er að leiða til hækkandi matvælaverðs. Fuglaflensa er bráðsmitandi inflúensa í fuglum sem getur borist í menn. Smitleiðir milli fugla er loft-, snerti- og dropasmit en smitun í menn verður aðallega við snertingu við fugla eða fugladrit, ekki við neyslu afurða. /ghp
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.