Bændablaðið - 10.03.2022, Qupperneq 63

Bændablaðið - 10.03.2022, Qupperneq 63
Bændablaðið | Fimmtudagur 10. mars 2022 63 Þegar verndarar láðs og legs ber á góma er gaman að rekast á þá þar sem maður á síst von. Þó er ekki um að ræða hina eiginlegu guði hins ritaða orðs heldur líkneski þeirra er steypt hafa verið í stein eða annað fast mót. Spænska eyjan vinsæla, Gran Canaria – sem við Íslendingar köllum Kanarí – er löngum þekkt fyrir fagrar strendur, gróðursæld og skóga, í bland við stórborgina Las Palmas. Kanarí er gróskumest að norðanverðu er gætir meira regns, auk hitamismunar sem jafnan er á ströndinni og ef miðað er við ofanverða eyjuna. Að vetrarlagi á það svo til að snjóa í hæstu fjallhlíðunum. Nú nú, á meðan að það er hægt að njóta sín þarna í hvívetna á svæðinu má, á austurhluta eyjunnar, finna ströndina Melenara. Þar í flæðarmálinu rís sjávarguðinn Póseidon upp úr hafinu, fjögurra metra há bronsstytta er gerð var af listamanninum Luis Arencibia árið 2001. Þar sem öldurnar leika um styttuna má sjá tignarlegan guðinn með þrífork sinn við hönd líta alvarlegum augum á veröldina í kring. Kóngafólk á hafsbotni Konu hans, Amphitrite, má svo finna nokkurn spöl í burtu, eða í tæplega fjögurra tíma flugferð (með flugvél) á Cayman-eyjunum sem eru bresk hjálenda í vesturhluta Karíbahafsins. Þar fyrir utan, á hafsbotninum, þar sem kallað er Sunset Reef, má finna drottningu hafsins ef svo má kalla, bronsgerða í hafmeyjarlíki. Styttan er tæpir þrír metrar að hæð og í kringum 300 kíló, en hún var gerð af listamanninum Simon Morris árið 2000. Amphitrite þessi var kölluð móðir hafsins, eða reyndar „Hin hástynjandi móðir fiska, sela og höfrunga“. Eða loud-moaning ... Í raun má ætla að stunur hafdrottningarinnar hafi fremur átt að merkja háværan öldunið en annars lags hávaða. Amphitrite var að upplagi þekkt fyrir þolinmæði og rólegheit en þó afbrýðisöm og hefnigjörn ef þannig stóð á. Einnig á hafsbotni, við karabísku eyjuna San Andre, má finna aðra styttu Póseidons eftir listamanninn Mario Hoyos, sem líkt og aðrar slíkar styttur áður laðar að sér kóral, þörunga, fiska og forvitna kafara. Árið 2012 tók Hoyos þessi sig til, mótaði styttuna úr vistvænu efni og tók svo þann pól í hæðina að hafa hlekki á fótum sjávarguðsins. Ekki er vitað hvers vegna þessi listræna ákvörðun var tekin sem þykir sérstök með tilliti til þess að guðir hvers lags fyrir sig ættu að geta verndað umhverfi sitt ófjötraðir. Neptúnus og Salacia Öllu kraftalegri styttu af guðinum Neptúnus má svo augum líta ef gengið er meðfram strandlengju Virgina. Styttan sú var reist árið 2005 eftir rausnarleg peningaframlög er söfnuðust saman á hátíðinni Neptune Festival 30. september árið 2005. Styttan, sem gerð er úr bronsi, er 34 fet að hæð, eða ríflega 10 metrar, og stendur Neptúnus hnarreistur við göngustíginn, umkringdur sjávardýrum, með voldugan þrífork í hendi. Verndari samfélagsins og áminning um að virða og vernda náttúruna og hafið í kring. Kona Neptúnusar, Salacia, þótti ægifögur gyðja saltvatns en ekki er mikið um styttur af henni neðansjávar. Hún skreytir hús í Antwerpen-borg Þýskalands, eitt „Hansahúsanna“, en á þeim eru oft fagrar skreytingar að framanverðu og finnast helst í norður- þýskum borgum. (Til frekari upplýsinga er víst rétt að taka fram að Póseidon var sjávarguð í grískri goðafræði, bróðir Seifs. Póseidon eða á forngrísku Ποσειδῶν, var óútreiknanlegur sjávarguð sem rak helst óvini sína á hol með þríforknum. Hann stjórnaði öldugangi hafsins og var talinn geta valdið jarðskjálftum að vild. Samsvarandi vatna-/sjávarguð rómverskrar goðafræði var hins vegar Neptúnus, bróðir Júpíters og Plútós; bræðranna sem stjórnuðu himni, undirheimum og jarðneskum heimi. Neptúnus var að sama skapi jafn geðstirður og Póseidon og átti það til að kljúfa fjöll, kasta þeim í sjóinn í bræði sinni og mynda þannig eyjar sjávarins.) /SP ALLAR GERÐIR TJAKKA SMÍÐUM FRÁ GRUNNI OG GERUM VIÐ VHE • Melabraut 27 Hafnarfjörður • Hraun 5 Reyðarfirði Sími 843 8804 • Fax 575 9701 • www.vhe.is • sala@vhe.is Aukin ökuréttindi Endurmenntun Ökuskólinn Mjódd - Þarabakka 3 - 109 Reykjavík - s:5670300 - mjodd@bilprof.is Næstu námskeið Fjarfundur í rauntíma 29. mars Staðnám - hraðferð 28. apríl Vöruflutningar 9./10. mars - 17:00 - 20:30 Skyndihjálp 12. mars - 9:00 - 16:00 Lög og reglur 14. mars - 17:00 - 20:00 15. mars - 17:00 - 21:00 Umferðaröryggi 16./17. mars - 17:00 - 20:30 Vistakstur 19. mars - 09:00 - 16:00 Lög og reglur 21. mars - 17:00 - 20:00 22. mars - 17:00 - 21:00 atvinnubílstjóra Menntun ökumanna er okkar fag PÓSTKASSAR þessir sígildu - sterkir úr stáli. Verð 11.500kr Sími 567-6955 lettitaekni@lettitaekni.is Vinsamlega hafið samband við Björgvin Guðjónsson, búfræðing og löggiltan fasteignasala í síma 510-3500 og 615-1020 eða á netfangið bjorgvin@eignatorg.is Skipholt 50b, 105 Reykjavík Vegna aukinnar eftirspurnar óskum við eftir bújörðum á söluskrá S TÆ Ð U V E R KU N - F U N D U R Á H E L L U Boðað er til fræslu- og umræðufundar um stæðuverkun, þar sem leitast verður við að svara m.a. eftirfarandi spurningum: • Ætti ég að fara í stæður? • Hver er ávinningurinn? • Hver er áhættan? • Hvað þarf að hafa í huga til að ná úrvalsverkun? Erindi flytur Grétar Hrafn Harðarson dýralæknir. Á fundinn kemur einnig Tim Brewer frá Silostop og kynnir eiginleika Silostop Max stæðuplastsins í stuttu erindi. Fundurinn er haldinn þriðjudaginn 15. mars kl. 14 - 16 í Safnaðarheimilinu, Dynskálum 8, HELLU. Allir áhugasamir um stæðuverkun velkomnir. Verndarar láðs & legs Póseidon rís hér upp úr hafinu við strandir Kanaríeyja, 4 m há bronsstytta eftir listamanninn Luis Arencibia. UTAN ÚR HEIMI
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Bændablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.