Bændablaðið - 10.03.2022, Blaðsíða 24
Bændablaðið | Fimmtudagur 10. mars 202224
ÁHUGALEIKHÚS Á ÍSLANDI
√ Kardimommubær Freyvangsleikhússins var
frumsýndur þann 4. mars nk. við frábærar undirtektir og fullu
húsi. Næstu sýningar verða 12. og 13. mars nk. en miða má finna
á Tix.is eða í síma 857-5598.Sýnt verður áfram næstu vikur.
√ Leikdeild umf. Skallagríms - frumsýndur verður
söngleikurinn Slá í gegn núna föstudaginn 11.mars en
miða má panta í síma 696-1544 (Haffi) auk þess sem hægt er að
hafa samband á netfanginu leikdeildskalla@gmail.com.
√ Spéverkið Ef væri ég gullfiskur í höndum Leikfélags
Reykholts verður sýnt í Aratungu er nær dregur aprílmánuði, en
aðstandendur og leikarar gefa sig alla þessa dagana við æfingar
og utanumhald.
√ Þrátt fyrir óvissu vegna Covid-19 stefnir Þjóðleikhúsið á val
á Athyglisverðustu áhugaleiksýningu ársins í vor.
Þjóðleikhúsið hefur verið í samstarfi við BÍL í tæpa þrjá áratugi
með vali á leiksýningu úr smiðju áhugaleikfélaganna sem sérstaka
athygli vekur. Í kjölfarið hefur viðkomandi félagi
verið boðið að sýna í Þjóðleikhúsinu.
Covid-19 hefur komið í veg fyrir valið
síðastliðin tvö ár en að óbreyttu er
stefnt á að velja sýningu nú í vor.
Að þessu sinni verður hægt að sækja
um fyrir sýningar sem frumsýndar
voru leikárin 2020-21 og 2021-22 fram
til loka umsóknarfrests sem er 20. apríl
2022. Dómnefnd á vegum Þjóðleikhússins
mun velja þá sýningu sem nefndin telur
sérstaklega athyglinnar virði og verður valið
samkvæmt venju tilkynnt á aðalfundi BÍL sem verður haldinn
í byrjun maí.
Umsóknarform fyrir Athyglisverðustu áhugaleiksýningu
ársins 2022 er tiltækt þegar félag skráir sig inn á vef
bandalagsins, www.leiklist.is.
Hvað er í gangi?!
Leikfélag Hólmavíkur var formlega
stofnað þann 3. maí árið 1981 þótt
leiklistin hafi þó blómstrað lengur
á Ströndum undir merkjum ólíkra
félagasamtaka.
Nú eftir rúm fjörutíu ár í starfi
er leikfélagið er enn afar virkt og
gerir reyndar heilmargt annað en
að setja bara upp leikrit. Á vefsíðu
leikfélagsins kemur fram að reglulega
er staðið fyrir leiklistarnámskeiðum,
öflugt ungmennastarf er í gangi, sterk
tenging er við skólana á Ströndum
og alls konar uppákomur og sprell á
boðstólum á hátíðisdögum
Að auki er farið í leikferðir
með þau leikrit sem eru í sýningu
eins og gert var áður fyrr. Bæði
vegna fólksfæðinnar á heimavelli
þar sem markaðurinn mettast með
fáum sýningum, en einnig þykja
leikferðir ótrúlega skemmtilegar og
lærdómsríkar, nánast til jafns við
uppsetningu á leikritunum sjálfum.
Eins og sjá má er liðsheildin þétt
og þó einhvern tíma hafi lægð staðið
yfir hjá leikfélaginu, eins og til dæmis
um miðjan níunda áratuginn, þá eru
félagsmenn ekki lengi að rífa sig
upp. Árið 1989 hafði semsé lægð
staðið yfir í nokkurn tíma en rögg
var tekið á og leikfélagið endurvakið
á útmánuðum með sýningu á
gamanleiknum Landabrugg og ást
eftir Riemann og Schmarz í leikstjórn
Arnlínar Óladóttur.
Sýnt var bæði á Hólmavík
og í nágrannabyggðum, allt til
Bolungarvíkur.
Um haustið stóð svo Leikfélag
Hólmavíkur fyrir afar vel sóttu
leiklistarnámskeiði, en alls mættu
á það fjörutíu leikáhugamenn á
ýmsum aldri. Fyrir jólin sama ár
sýndi félagið síðan heimasamið
barnaleikrit, Jóladagatalið, sem
fjallar um viðureign jólasveinanna
við tröllið í Stóru-Fjöllum sem
gerði heiðarlega tilraun til þess að
ræna jólunum.
Jóladagatalið var svo aftur sýnt í
kringum aldamótin síðustu við mikla
hrifningu viðstaddra. Á vordögum
2001 lögðu leikarar svo land undir
fót eins og svo oft áður áður með
verkið „Karlinn í kassanum“ og
skemmtu ábúendum á Drangsnesi,
Króksfjarðarnesi og Trékyllisvík. En
nú hafa liðið nokkur ár.
Síðasta leikverk sem sett var á svið
var Stella í orlofi, en sýningunum á
því var hætt eftir aðeins tvær í upphafi
Covid-faraldursins 2020, eins og flest
önnur leikfélög landsins lentu í. Nú
stendur til að setja upp farsann Bót
og betrun eftir Michael Cooney og
hefur Sigurður Líndal verið ráðinn
leikstjóri. Æfingar og sýningar fara
fram í húsnæði Sauðfjársetursins
á Ströndum – í félagsheimilinu
Sævangi og er stefnt að frumsýningu
um páskana.
Tíu leikarar taka þátt í upp-
setningunni á Bót og betrun, fimm
konur og fimm karlar. Á bak við
tjöldin starfar fjöldi fólks auk
leikstjórans, við sviðsmynd og ljós,
búninga og förðun, markaðsefni og
gerð leikskrár.
Það er svo gaman að leika, eru
einkunnarorð félagsins.
Má nærri geta að tilhlökkun þeirra
er standa að verkinu er mikil, hvort
sem um ræðir leikara eða aðra sem að
koma – en ekki síður þeirra sem láta
sig hlakka til að horfa á. /SP
Fimm hurða farsi:
Leikfélag Hólmavíkur bregður á leik
Leikhópur Saumastofunnar sem sett var upp 2019. Mynd / Aðsend
Ungmennafélagið Skallagrímur
hefur verið virkt í starfi sínu nú
yfir hundrað árin og hefur leikdeild
félagsins staðið á fjölunum nær allan
þann tíma.
Árið 1952, í sunnudagsblaði
Morgunblaðsins á vordögum, er
auglýstur söngleikurinn „Ævintýri á
gönguför“ undir leikstjórn Gunnars
Eyjólfssonar. Höfðu félagar Umf.
Skallagríms lagt land undir fót og
buðu upp á sýningar í Bæjarbíói
Hafnarfjarðar, enda þótti sýningin afar
vinsæl og njóta mikillar hylli.
Nokkrum árum síðar, 1958,
frumsýndi félagið svo Tannhvassa
tengdamömmu sem var hvað vinsælasta
leikrit ársins á Íslandi, þá hafði
Leikfélag Reykjavíkur sýnt það í yfir
hundrað skipti og Leikfélag Akureyrar
að minnsta kosti tuttugu sinnum. Þótti
mönnum leikfélagi Umf. Skallagríms
takast einkar vel upp, og alls ekki síður
en þeim stærri leikfélögum.
Árið 2016, á hundrað ára afmæli
félagsins, var svo heldur betur blásið í
lúðrana, en í tilefni þess var sett á svið
uppfærsla er rakti farinn veg félagsins
yfir liðna öld. Þá var meðal annars sýnt
brot úr Gráa frakkanum, sem var eitt
fyrsta leikrit félagsins og svo áfram
tiplað yfir þau verk er höfðu farið á
fjalirnar yfir þessi hundrað ár. Mikið
var um söng og tónlist á sýningunni
og var sýningin tvinnuð skemmtilega
saman með fjölda persóna úr leikritum
liðinnar aldar.
Ungmennafélagið Skallagrímur var
formlega stofnað í Borgarnesi þann 3.
desember, árið 1916 og hefur verið
deildaskipt síðan árið 1973. Sjá má
á lista yfir þau leikrit og söngleiki er
félagið hefur staðið fyrir að langflest árin
frá stofnun leikdeildarinnar
árið 1916 hafa verið færð upp
leikrit af einhverju tagi. Þó,
eins og gefur að skilja, var
nokkurt hlé á samfelldum
sýningum meðan á seinni
heimsstyrjöldinni stóð.
Húsnæðismál hafa
í gegnum tíðina verið
nokkuð örugg og gaman
er að segja frá því að
sveitarstjórn Borgarbyggðar er
leikdeildinni hliðholl en núverandi
leigusamningur þeirra varðandi
félagsheimilið Lyngbrekku gildir
til ársloka 2022. Samkvæmt fundi
sveitarstjórnar þann 11. mars 2021
kom eftirfarandi fram: „Byggðarráð
samþykkir tillögu sveitarstjóra um
að veita sambærilegan styrk og
rekstraraðila Þverárréttar árin 2020 og
2021, þannig að styrkur Borgarbyggðar
til Leikdeildar Umf. Skallagríms hækkar
um kr. 150.000,- hvort ár. Enn fremur
samþykkir byggðarráð að framlengja
leigusamning við Leikdeild Skallagríms
vegna félagsheimilisins Lyngbrekku
til 31. desember 2022. Byggðarráð
felur sveitarstjóra að kanna kostnað
við að setja upp varmadælu við
félagsheimilið.“
Þessa dagana hafa æfingar staðið
yfir á söngleiknum Slá í gegn, en
frumsýnt verður núna föstudaginn 11.
mars. Söngleikurinn er eftir Guðjón
Davíð Karlsson, betur þekktan sem
Góa, og innblástur verksins er sóttur í
lög Stuðmanna. Leikstjóri er Elvar Logi
Hannesson, sýnt er í Félagsheimilinu
Lyngbrekku en miða má fá í síma
696-1544 (Haffi) auk þess sem hægt
er að hafa samband á netfanginu
leikdeildskalla@gmail.com. /SP
Sýningar
1. Frumsýning
Föstudaginn 11. mars kl. 20:00
2. sýning
Sunnudaginn 13. mars kl.14:00
3. sýning
Sunnudaginn 13. mars kl. 20:00
4. sýning
Þriðjudaginn 15. mars kl. 20:00
5. sýning
Fimmtudaginn 17. mars kl. 20:00
6. sýning
Föstudaginn 18. mars kl. 20:00
7. sýning
Laugardaginn 19. mars kl. 20:00
8. sýning
Sunnudaginn 20. mars kl. 20:00
9. sýning
Þriðjudaginn 22. mars kl. 20:00
10. sýning
Fimmtudaginn 24. mars kl. 20:00
Ævintýri á gönguför, auglýst
sunnudaginn 20. apríl árið 1952.
Mynd / timarit.is
Frumsýning hjá Leikdeild Umf. Skallagríms í Borgarnesi:
Slá í gegn
Leikendur söngleiksins sem nú verður frumsýndur – Slá í gegn! Mynd / leiklist.is