Bændablaðið - 10.03.2022, Qupperneq 8

Bændablaðið - 10.03.2022, Qupperneq 8
Bændablaðið | Fimmtudagur 10. mars 20228 FRÉTTIR Deild eggjabænda á Búgreinaþingi 2022: Hætta á að matvæli hækki í verði „Við sem hittumst fyrir hönd deildar eggjabænda innan Bænda- samtakanna áttum gott spjall á nýafstöðnu Búgreina þingi,“ segir Stefán Már Símonarson, formaður Félags eggjabænda, „og fundurinn gagnlegur.“ Á fundinum var kosinn stjórn fyrir deild eggjabænda og í henni sitja Stefán Már Símonarson, formaður og Halldóra Hauksdóttir og Arnar Árnason, meðstjórnendur. Félag eggjabænda áfram starfrækt „Meðal þess sem við ræddum á fundinum eru félagsmál deildarinnar og framtíð hennar og við ákváðum að hittast aftur í vor og klára þá umræðu.“ Stefán segir að Félag eggjabænda verði áfram starfrækt til hliðar við búgreinadeildina og að hugur manna sé til að halda því virku áfram en í því félagi er einnig áhugafólk í eldi og eggjaframleiðslu. Hætta á að matvælaverð hækki „Helsta hagsmunamál eggja fram­ leiðenda í dag er, eins og hjá öllum öðrum í landbúnaði, ástandið í Evrópu og innrás Rússa í Úkraínu. Í kjölfar innrásarinnar er hætta á skorti á ýmsum nauðsynjavörum og um leið hækkun matvælaverðs í heiminum. Niðurstaðan af Búgreinaþinginu er að við teljum að þær breytingar sem gerðar hafa verið á starfsemi BÍ undanfarin misseri hafi heppnast vel hingað til og lofi góðu fyrir framhaldið.“ Fulltrúi deilda eggjabænda á Búnaðarþingi verða Stefán Már Símonarson og Halldóra Hauks­ dóttir. /VH Frá fundi eggjabænda á Búgreinaþingi. Mynd / Höskuldur Sæmundsson Deild garðyrkjubænda á Búgreinaþingi 2022: Nýliðun í stjórn Axel Sæland var kjörinn for- mað ur Búgreinadeildar garð- yrkjunnar og Óskar Kristinsson endurkosinn í stjórn. Tveir nýir stjórnarmeðlimir voru kjörnir, þau Halla Sif Svansdóttir Höllu- dóttir og Óli Björn Finnsson. Helga Ragna Pálsdóttir, Sigrún Pálsdóttir og Þórhallur Bjarnason létu af stjórnarsetu. Á fundinum var lýst ánægju yfir því að garðyrkja sé á dagskrá í stjórnarsáttmála og þeim meðvindi sem greinin er að fá, að sögn Guðrúnar Birnu Brynjarsdóttur, starfsmanns Bændasamtakanna, sem leiddi fundinn og fór yfir stefnumörkun BÍ. Helgi Jóhannesson, ráðunautur frá RML, kom og fór yfir hagtölusöfnun í garðyrkju og talaði einnig um skýrsluhald í forritinu Jörð. Tvær tillögur fóru frá deild garðyrkjubænda til Búnaðar þings, önnur varðar gjaldskrá félags­ manna og hin nýliðunarmál. Nokkur umfjöllun skapaðist um nýliðunar­ styrki í landbúnaði og þá stigagjöf er varðar menntun umsækjenda, þar sem starfsmenntanám mun ekki vera metið sem skyldi að mati fundarmanna. Þá fjölluðu garðyrkjubændur um íslensku fánaröndina sem notuð er á íslenskar garðyrkjuvörur. Lögð var til tillaga þess efnis að notkun hennar miðist eingöngu að þeim sem eru fullgildir félagar Bændasamtaka Íslands. Búnaðarþingsfulltrúar deild­ arinnar verða þeir Axel Sæland, Gunnar Þorgeirsson, Óskar Kristinsson og Óli Björn Finnsson. /ghp Helga Ragna Pálsdóttir og Þórhallur Bjarnason létu af stjórnarsetu. Á Búgreinaþingi deildar sauðfjárbænda Bændasamtaka Íslands á Hótel Natura um síðustu helgi var Trausti Hjálmarsson í Austurhlíð í Biskupstungum kosinn nýr formaður, í stað Guðfinnu Hörpu Árnadóttur, Straumi. Trausti hlaut 45 atkvæði af 51 greiddu atkvæði, þrír seðlar voru auðir og þrjú atkvæði fóru á þrjá aðra fulltrúa á Búgreinaþingi. Þrír nýir stjórnarmenn Í stjórn með Trausta voru kosin þau Sveinn Rúnar Ragnarsson í Akurnesi, Hornafirði, Sigurborg Hanna Sigurðardóttir Oddsstöðum í Lundarreykjadal, Jóhann Ragnarsson í Laxárdal og Ásta F. Flosadóttir, Höfða í Grýtubakkahreppi, sem var fyrir í stjórn Landssamtaka sauðfjárbænda eins og Trausti. Í varastjórn voru kjörin þau Þórdís Halldórsdóttir, Ytri Hofdölum, Hákon Bjarki Harðarson, Svertingsstöðum 2, og Hulda Brynjólfsdóttir, Tyrfingsstöðum. Trausti segir að mesta áherslan núna á næstu vikum og mánuðum verði að koma afurðaverðinu í lag. „Það er svona sterkasta krafan frá þessu þingi, að afurðaverð verður að hækka talsvert mikið. Það er alveg sama hvar sauðfjárbændur búa, það eru allir orðnir uppgefnir á afkomunni sem auðvitað er vegna þess hversu afurðaverð hefur verið lágt. Það er lykilatriði að stjórnvöld og afurðastöðvar vinni að því með okkur að finna lausnir í því að gera búskapinn lífvænlegan. Við getum alltaf haft misjafnar skoðanir á því hvernig við útdeilum ríkisstuðningi, útfærslum á honum sem er ekki síður mikilvægt, en grunnstoðin í okkar afkomu þarf alltaf að vera afurðaverðið – og það vantar okkur núna,“ segir Trausti. Tíu prósent ekki nóg Kjarnafæði Norðlenska tilkynnti í byrjun febrúar um að afurðaverð fyrir dilkakjöt haustið 2022 muni hækka um tíu prósent að lágmarki frá endanlegu verði fyrir dilkakjöt árið 2021. Trausti segir þá hækkun duga skammt. „Tíu prósent ofan á svona lágt afurðaverð er einfaldlega ekki að gera nóg fyrir okkur, sérstaklega þegar tekið er mið af því hvernig verðbólgan er að þróast. Þá er þetta ekki nálægt því að vera raunhækkun sem skilar sér til okkar í afkomu, miðað við hvernig hækkun á aðföngum hefur verið og spáð er fyrir um á næstu mánuðum. Við bindum enn vonir við að stjórnendur afurðastöðva sjái að sér og leiðrétti þetta enn frekar. Við erum enn að berjast við að ná til baka því afurðaverði sem við fengum árið 2015.“ Jákvæðir fyrir að vinna að lausnum í loftslagmálum Trausti segir að það hafi verið greinilegt á búgreinaþinginu að almennt séu sauðfjárbændur jákvæðir fyrir því að vinna að lausnum í loftslagsmálum. „Ég skynja á bændum að þeir eru tilbúnir í þau verkefni, en um leið er enginn bóndi tilbúinn til að fara í slíkt fyrir ekki neitt. Það verður að vera ávinningur af slíkum verkefnum, bæði fjárhagslegur og félagslegur. Að mínu viti eru sauðfjárbændur sú stétt fólks sem liggur beinast við að ríkið nýti sér í loftslagsmálum. Ekki síst núna þar sem sauðfjárbændur hafa margir hverjir yfir miklu landi að ráða, með tæki og tól og mikla þekkingu á landgræðslumálum. Við erum öflugir landgræðslumenn sem viljum efla landgræðslu og þar sem þar á við skógrækt líka. Við þurfum samt alltaf á hverjum tíma að geta stuðst við góð gögn og upplýsingar þannig að við séum að gera hlutina rétt frá upphafi. Það er krafa bænda að vísindasamfélagið efli rannsóknir og þekkingargrunninn sem við ætlum að byggja á loftslagsmálum við Íslenskar aðstæður,“ segir Trausti. Stjórnvöld ættu að fjárfesta í loftslagsaðgerðum með bændum Sauðfjárbændur eru þátttakendur í smærri verkefnum sem miða að loftslagsvænni landbúnaði og nefnir Trausti sérstaklega verkefnið Loftslagsvænn landbúnaður, sem stýrt er af Ráðgjafarmiðstöð landbúnaðarins. „Það er mikilvægt að byggja áfram á þessu verkefni. Þar eru bændur farnir af stað, þar sem ferlið er að gera loftslagsvænan landbúnað að hluta af eðlilegum búrekstri – enda rímar þetta mjög vel saman. En til þess að það náist raunverulegur árangur þarf að huga að því að til staðar sé beinn fjárhagslegur ávinningur fyrir bændur af þátttökunni. Í mínum huga er alveg upplagt tækifæri fyrir stjórnvöld að þora að fjárfesta í loftslagsaðgerðum með bændum.“ /smh Trausti Hjálmarsson og Guðfinna Harpa Árnadóttir, nýr formaður og fráfarandi formaður deildar sauð- fjárbænda Bændasamtaka Íslands. Kosningar á þinginu voru rafrænar. Myndir / smh Deild sauðfjárbænda á Búgreinaþingi 2022: Trausti kosinn formaður – Afurðaverðið verður mál málanna 4,9% 8,1% 18,8% 27,0% 41,9% 0,0% 5,0% 10,0% 15,0% 20,0% 25,0% 30,0% 35,0% 40,0% 45,0% Viðskiptablaðið Stundin Morgunblaðið Fréttablaðið Bændablaðið Meðallestur prentmiðla á landsbyggðinni Samkvæmt prentmiðlamælingu Gallup á fjórða ársfjórðungi 2021
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Bændablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.