Bændablaðið - 10.03.2022, Side 16

Bændablaðið - 10.03.2022, Side 16
Bændablaðið | Fimmtudagur 10. mars 202216 Kínverska tunglalmanakið er það elsta í heimi. Tímatalið gerir ráð fyrir sextíu ára hring sem skiptist í sex tíu ára skeið, auk þess sem um er að ræða tólf undirflokka sem flokkast í dýr. Rottan er tækifærissinni og fljót að átta sig á aðstæðum. Hefur tilhneigingu til að hamstra og vill helst ekki borga fyrir neitt. Við fyrstu kynni virðast rottur hjálpfúsar en undir yfirborðinu eru þær að öllu jöfnu smásmugulegar. Nautið er traust, fast fyrir og skipulagt og vinnur markvisst að öllu sem það tekur sér fyrir hendur. Tryggur vinur en mjög langrækið. Það er spart á orð en kýs að láta verkin tala, nautið getur verið skapmikið. Tígurinn er kraftmikill og lifir lífinu til fulls. Leggur sig allan fram við að leysa verkefni og gerir það iðulega af meira kappi en forsjá. Kýs spennu í samskiptum og á það til að vera sjálfselskur og sýna klærnar en getur líka átt til að vera örlátur. Hérinn er lítið fyrir rifrildi og fer frekar en að standa í orðaskaki. Kurteis og á það til að svara því sem hann heldur að viðmælandinn vilji heyra fremur en að segja skoðun sína. Hérar eru lítið gefnir fyrir sviðsljósið en kjósa að vinna bak við tjöldin. Drekinn er frumkvöðull og upptekinn af sjálfum sér. Á erfitt með að fylgja reglum sem aðrir hafa sett en vill að fólk fari eftir því sem hann segir. Ávallt tilbúinn til að hjálpa en stolts síns vegna þarf hann að vinna öll verk sjálfur enda þjarkur til vinnu. Snákurinn er hrifinn af lífsins lystisemdum og sælkeri. Fésæll og treystir engum og getur verið mjög óvæginn til að ná settu marki. Í ástarmálunum er hann heimtufrekur, á erfitt með að fyrirgefa og gleymir aldrei. Hesturinn er sívinnandi og hættir ekki við verk í miðju kafi. Fljótur að hugsa en á það til að framkvæma án þess að skoða heildarmyndina. Sjálfsöruggur og metnaðarfullur en hefur lítinn áhuga á því sem aðrir hafa til málanna að leggja. Geitin er létt í lund, ástrík og örlát og á auðvelt með að aðlagast. Listfeng en ódugleg til verka og þarf því að leggja mikið á sig til að koma áformum sínum í framkvæmd. Apinn er greindur og á auðvelt með að leysa flóknustu verkefni og notar allar brellur til að koma sér úr erfiðleikum og snúa málunum sér í hag. Vegna sjálfselsku sinnar gleymir apinn oft að hugsa um aðra og áhrif gerða sinna. Haninn er félagsvera og nýtur sín best við athygli. Öruggur með sig og montinn, ákveðinn og með fullkomnunaráráttu. Kann ekki að ljúga og leggur því öll spilin á borðið. Hundurinn er greindur, áreiðan legur og með ríka réttlætis kennd. Tryggur og alltaf reiðubúinn að hlusta á vandamál annarra. Duglegir til vinnu en hafa lítinn áhuga á auðsöfnun, þeim finnst gott að slappa af milli verka. Svínið er heiðarlegt, örlátt og vinur allra. Lítið gefið fyrir orðaskak og fljótt að gleyma, baktalar aldrei fólk og trúir engu slæmu á aðra. Á það til að ofdekra sjálft sig og eyða öllu í munað og þægindi og helst vill það deila munaðinum með öðrum. /VH STEKKUR Sjávarútvegur er ein mikilvægasta útflutningsgrein í Noregi og hvergi er vöxturinn meiri en þar. Útflutningsverðmæti hafa farið úr 47,7 milljörðum norskra króna (680 milljörðum íslenskum) árið 2012 í 120,8 milljarða í fyrra (rúmir 1.700 milljarðar íslenskir). Árið 2021 reyndist vera metár í norskum sjávarútvegi. Sérstök opinber stofnun, Norges sjømatråd, fer með markaðsmál fyrir sjávarútveg og fiskeldi og hefur til þess afar rúm fjárráð. Stofnunin er fjármögnuð með sérstöku gjaldi sem lagt er á útfluttar sjávarafurðir. Hér verður byggt á upplýsingum á heimasíðu Norges sjømatråd, þar sem sagt er frá því með stolti að mörg met hafi fallið á síðasta ári, bæði hvað varðar verðmæti og magn á heildina litið sem og einstakar tegundir eins og lax, makríl og kóngakrabba og fleiri tegundir. Þar kemur einnig fram að norskar útfluttar sjávarafurðir samsvari um 42 milljónum máltíða á hverjum einasta degi árið um kring. Leiðandi tegundir Hér er yfirlit yfir helstu tegundir í útflutningi norskra sjávarafurða 2021, skipt eftir útflutningsverðmæti í norskum krónum og aukningu frá árinu 2020. • Eldislax 81,1 milljarður (+16%) • Þorskur 9,8 milljarðar (+2%) • Makríll 5,9 milljarðar (+18%) • Síld 4,2 milljarðar (+11%) • Eldissilungur 4 milljarðar (+5%) Norska krónan sterk Í upphafi ársins 2021 blés ekki byrlega fyrir norskum sjávarútvegi vegna heimsfaraldursins. Þá voru veitingastaðir víða um heim lokaðir. Þegar líða tók á árið, og takmörkunum var létt af, jókst eftirspurnin og verð tók að hækka á sumum afurðum. Þó var verð, þegar upp var staðið, lægra í flestum hvítfisktegundum en árið 2020, en hækkaði lítillega á laxi. Hækkun útflutningsverðmæta í heild helgast einkum af því að meira magn var flutt út en á síðasta ári. Árangur norsks sjávarútvegs þykir einkar góður í ljósi þess að norska krónan styrktist á árinu 2021. Ef krónan hefði ekki styrkst hefði útflutningsverðmæti orðið 6 milljörðum hærra, eða sem nemur 85 milljörðum íslenskum. Fimmfalt stærri en Ísland Áður er lengra er haldið er rétt að bera saman útflutning sjávarafurða frá Noregi og Íslandi. Á árinu 2021 fluttu Íslendingar út sjávarafurðir fyrir 329 milljarða króna, um 293 milljarða vegna sjávarfangs og 36 milljarða vegna fiskeldis, samkvæmt upplýsingum á Radarnum, fréttavef Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi. Af þessu má sjá að Noregur er um það bil fimmfalt stærri en Ísland í útflutningi sjávarafurða. Metútflutningur á laxi Fiskeldi er mjög öflugt í Noregi og hefur verið lengi. Reyndar er Noregur stærsti framleiðandi á eldislaxi í heiminum. Eldisafurðir skiluðu um 71% af útflutningsverðmæti sjávarafurða í fyrra. Fluttar voru út 1,4 milljón tonn af afurðum eldisfisks að verðmæti 85,7 milljarðar, um 1,2 þúsund milljarðar íslenskir. Aukning í magni var 11% milli ára en í verðmætum um 16%. Eldislax ber höfuð og herðar yfir aðrar sjávarafurðir Á árinu 2021 voru sett met í útflutningi á laxi, bæði í magni og verðmætum. Alls voru flutt út 1,3 milljónir tonna af laxaafurðum að verðmæti 81,4 milljarðar, um 1.160 milljarðar íslenskir. Aukning í verðmætum er um 16%. Markaðssérfræðingar benda á að fólk hafi verið duglegt að finna nýjar leiðir til að nálgast laxinn þegar veitingahús og mötuneyti voru lokuð, meðal annars með því að panta heimsendan mat eða fara á staði sem buðu fólki upp á að taka fulleldaða laxamáltíð með sér heim. Þá fluttu Norðmenn út 73.200 tonn af eldissilungi árið 2021 að verðmæti um 4 milljarðar, eða um 57 milljarðar íslenskir. Metár líka fyrir þorskinn Fiskveiðar, þar með talið veiðar á skelfiski, skila um 29% af útflutningsverðmætum sjávarafurða en 56% í magni. Í heild voru flutt út 1,7 milljónir tonna af afurðum sjávarfangs að verðmæti 35,1 milljarður, rúmir 500 milljarðar íslenskir. Aukning í magni var 13,8% en í verðmæti 11%. Til saman burðar má nefna að veiðar á sjávarfangi við Ísland skilaði 293 milljörðum í útflutningsverðmæti. Af villtum veiddum fiski skilar þorskurinn mestum útflutnings­ verðmætum. Alls voru flutt út 199 þúsund tonn af þorskafurðum fyrir um 9,8 milljarða, eða um 140 milljarða íslenska. Magnið jókst um 15% milli ára en verðmæti um 2%. Verðlækkun varð á þorski sem orsakast af þrem þáttum; auknu framboði, minni eftirspurn frá hótelum, veitingastöðum og mötuneytum vegna lokunar og loks hafði sterkt gengi norsku krónunnar áhrif. Þrátt fyrir verðlækkun varð árið metár í útflutningsverðmætum, bæði fyrir ferskan og frystan þorsk. Gott ár fyrir uppsjávarfisk Í heild gaf uppsjávarfiskur um 11,1 milljarð í útflutningstekjur, eða 158 milljarða íslenska. Makríll skilaði mestum verð­ mætum allra uppsjávarfiska og hann er jafnframt önnur verðmætasta villta fisktegundin á eftir þorskinum. Alls voru flutt út 389 þúsund tonn af makrílafurðum fyrir 5,9 milljarða, um 85 milljarða íslenska. Magnið jókst um 30% milli ára en verðmæti um 18%. Góðir markaðir voru fyrir síld. Flutt voru út 350 þúsund tonn fyrir 4,2 milljarða, eða 60 milljarða íslenska. Eftir loðnubrest undanfarin ár fengu norsk skip að veiða loðnu í íslenskri lögsögu á síðasta ári. Lönduðu þau 42 þúsund tonnum af loðnu í Noregi. Mikil vöntun var á loðnuafurðum á markaðnum og því rauk verð þeirra upp í hæstu hæðir. Meðalverð á kíló var 17 krónur norskar, tæpar 243 krónur íslenskar. Í heild skilaði loðnan 660 milljónum, eða 9,4 milljörðum íslenskum. Skelfiskur í mikilli sókn Í fyrsta sinn í sögunni fór saman­ lagður útflutningur á skelfiski yfir 3 milljarða, eða 43 milljarða íslenska, sem er 38% aukning milli ára. Hástökkvarinn í þessum flokki var kóngakrabbinn. Hann gaf 999 milljónir, rúma 14 milljarða íslenska. Þetta er 12% aukning í magni en 50% í verðmætum. Í öðru sæti er rækjan sem skilaði 921 milljón, rúmum 13 milljörðum íslenskum. Þar á eftir kemur snjókrabbi sem gaf 810 milljónir, 11,5 milljarða íslenska. Þurrkaður saltfiskur mikilvægur Noregur hefur þá sérstöðu að framleiðsla á þurrkuðum saltfiski, svonefndum klippfisk upp á norsku, er snar þáttur í fiskvinnslunni. Ár og dagar eru síðan Íslendingar hættu þessari framleiðsluaðferð en sneru sér eingöngu að blautverkuðum saltfiski. Norðmenn fluttu út klippfisk fyrir 4,5 milljarða, um 64 milljarða íslenska. Útflutningur á blautverkuðum saltfiski skilaði 1,2 milljörðum, rúmum 17 milljörðum íslenskum. Lítils háttar samdráttur varð í sölu saltfisks þar sem markaðir á Spáni og Ítalíu gáfu eftir. Mest til ESB Helstu markaðir fyrir norskar sjávarafurðir á síðasta ári eru: ESB með 70 milljarða (998 milljarða íslenska), Asía með 23,6 milljarða (337 milljarða íslenska) og Austur­ Evrópa með 5,5 milljarða (78 milljarða íslenska). Af einstökum löndum kaupir Pólland mest af norskum sjávarafurðum. Danmörk kemur þar á eftir en Danmörk er þó aðallega „millilending“ fyrir vörur sem fara endanlega til ESB. Næstu lönd í röðinni eru Frakkland, Bandaríkin og Holland. NYTJAR HAFSINS Kjartan Stefánsson kjartanst@simnet.is Útflutningsverðmæti norskra sjávarafurða 2021 Milljarðar NOK Hlutfall Eldisfiskur 85,7 71% Bolfiskur o.fl. 21 18% Uppsjávarfiskur 11,1 9% Skelfiskur 3 2% Samtals 120,8 100% Útflutningsverðmæti norsks sjávarútvegs hefur farið úr 47,7 milljörðum norskra króna, eða sem nemur um 680 milljörðum íslenskum árið 2012, í 120,8 milljarða NOK í fyrra sem nemur rúmum 1.700 milljörðum íslenskra króna. Ég er svín

x

Bændablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.