Bændablaðið - 10.03.2022, Blaðsíða 26

Bændablaðið - 10.03.2022, Blaðsíða 26
Bændablaðið | Fimmtudagur 10. mars 202226 Jóhannes Kjartansson, sölumaður hjá Lely Center Ísland, var sama sinnis og kollegar hans hjá Landstólpa á Búgreinaþinginu að góð þjónusta við viðskiptavini væri það sem seldi best. Lely Center Ísland býður upp á mjaltaþjóna, flórgoða og fóðurkerfi sem sniðin eru að þörfum íslenskra bænda. Jóhannes segir að stór hluti starfseminnar snúist um að útvega varahluti og rekstrarvörur fyrir bændur sem seldar eru í verslunum fyrirtækisins í Reykjavík og á Akureyri. „Þá er það afspurnin sem skiptir líka miklu máli og bændur kynnast búnaðinum hjá öðrum bændum og sjá hvað tækin virka vel og hafa svo samband við mann. Við njótum þess auðvitað svolítið að vera brautryðjendur í innleiðingu á mjaltaþjónum á Íslandi, en ef við værum ekki að standa okkur vel í þjónustunni væri þetta fljótt búið spil.“ Jóhannes segir að Lely hafi selt um 170 til 180 mjaltaþjóna á Íslandi frá upphafi. Eitthvað af þeim séu nú úreltir og bændur hafi því verið að endurnýja. Í dag sé meirihluti íslenskra kúabænda með mjaltaþjóna, enda hafi reynslan sýnt að tilkoma þeirra hafi aukið nyt hjá kúnum verulega. Ungt fólk vilji því helst ekki líta við slíkum rekstri nema að vera með mjaltaþjóna í sinni þjónustu. „Þá er júgurheilbrigði miklu meira á mjaltaþjónabúunum og lækkar dýralækna- og lyfjakostnað oft um tugi prósenta.“ – Hvað með viðskipti við útlönd, hafa ekki verið einhverjar truflanir á þeirri hlið? „Það hafa verið lítils háttar seink- anir. Verksmiðjurnar hafa ekki alltaf getað verið á fullum afköstum út af takmörkunum á íhlutum. Því hefur afgreiðslu á nýjum tækjum svolítið verið að seinka. Okkar tæki koma frá Hollandi en íhlutirnir koma héðan og þaðan úr heiminum. Við höfum samt algjörlega sloppið við skort á varahlutum,“ segir Jóhannes. /HKr. BÚGREINAÞING 2022 Vesturhrauni 3 – 210 Garðabær | Austurvegur 69 - 800 Selfoss | Sími 480 0080 | avelar.is NOKKRAR STRÆRÐIR Í BOÐI Gróðurhús tilbúin til a﬉endingar strax Mjólkursamsalan á Búgreinaþingi: Gott handbragð úr Dölunum Mjólkursamsalan var að sjálf­ sögðu að kynna vörur sínar á fyrsta Búgreinaþinginu sem haldið er hér á landi í framhaldi af sameiningu hinna ýmsu búgreina undir hatt Bændasamtaka Íslands. Unnur Gunnarsdóttir stóð vaktina í bás MS á þinginu og kynnti hina einstöku Dalaosta og gott handbragð út Dölunum. Ekki var annað að sjá en að gestir kynnu vel að meta. Þótt vettvangur slíkra funda hafi verið í Bændahöllinni, Hótel Sögu, allar götur frá því hótelið var tekið í notkun 1962, þá hafa aðstæður nú breyst með sölu á hótelinu til Háskóla Íslands. Því var Búgreinaþingið haldið á Hótel Natura sem er gamla Loftleiðahótelið við Reykjavíkurflugvöll. /HKr. Unnur Gunnarsdóttir stóð vaktina á bás MS á Búgreinaþingi. Lely Center Íslandi: Góð afspurn skiptir miklu máli Landstólpi: Áhersla lögð á góða þjónustu Loftur Óskar Grímsson og Eiríkur Arnórsson stóðu vaktina í bás Landstólpa á Búgreina þinginu á Hótel Natura. Fyrir tækið er með höfuðstöðvar í Gunnbjarnarholti á Suðurlandi þar sem einnig er rekið öflugt kúabú sem nýverið setti upp sína eigin mjólkurvinnslu. Þá rekur Landstólpi einnig útibú á Egilsstöðum. Þeir félagar báru sig vel þrátt fyrir ýmsa utanaðkomandi örðugleika vegna Covid og stríðs í Úkraínu. Voru þeir sammála um að í svona rekstri væri það góð þjónusta við bændur sem skipti öllu máli. Landstólpi ehf. var stofnað árið 2000. Starfsemi Landstólpa skiptist í mannvirkjasvið, þjónustusvið, fóðursvið og vélsmiðju, þar sem eigin framleiðsla fer fram. Einnig rekur Landstólpi tvær verslanir ásamt lager. Hjá Landstólpa starfa hátt í 50 manns og lögð er rík áhersla á gott og faglegt vinnuumhverfi þar sem fólki líður vel. Sala á fóðri og bætiefni er snar þáttur í starfseminni. Þá hefur fyrirtækið verið öflugt í sölu á stálgrindarhúsum og hefur um langt árabil boðið upp á heildarlausnir í fjósbyggingum. Árið 2017 hóf Landstólpi innflutning á Fullwood Merlin mjaltaþjónum. Fyrirtækið Fullwood hefur verið að hanna mjaltaþjóna í yfir 20 ár og einbeitt sér að því að koma með bestu lausnirnar til að tryggja öruggar og skilvirkar mjaltir fyrir alla sína kúabændur. /HKr. Loftur Óskar Grímsson og Eiríkur Arnórsson í bás Landstólpa á Búgreinaþinginu á Hótel Natura. Myndir / HKr. Jóhannes Kjartansson, sölumaður hjá Lely Center Ísland. Mynd / HKr. Tryggingafélagið VÍS: Með tryggingar fyrir landbúnað Tryggingarfélagið VÍS var einnig með bás á Búgreinaþinginu og kynnti sína starfsemi, enda telur félagið nauðsynlegt að allir séu rétt tryggðir á hverjum bæ, með einni eða fleiri af persónutryggingum VÍS. Landbúnaðartrygging VÍS er síðan sérsniðin fyrir bændur og þeirra ær og kýr. Hún tekur m.a. til muna eins og búfjár, fóðurs, ákveðinna tækja og áhalda sem tilheyra hefðbundinni búfjárrækt, að vélknúnum ökutækjum undanskildum. Lögð er áhersla á mikilvægi ábyrgðartryggingar vegna tjóns gagnvart þriðja aðila. /HKr. Skrafað og skeggrætt í sölubás VÍS. Mynd / HKr. Þ. Þorgrímsson & Co.: Fjöldi vöruflokka fyrir bændur Byggingavöruverslunin Þ. Þor­ grímsson & Co. kynnti sína starfsemi á Búgreinaþinginu á Hótel Natura, enda eru margir vöruflokkar sem fyrirtækið býður upp sem geta nýst bændum vel og þeirra búrekstri. Fyrirtækið var stofnað á vor- mánuðum árið 1942 af Þorgrími Þorgrímssyni stórkaupmanni sem lést árið 2012. Á fyrstu árum fyrirtækisins mótaðist innkaupastefna þess mest af þeim vörum sem voru fáanlegar á stríðstímanum hverju sinni. Snemma var þó stefnan mörkuð vegna mikils skorts á byggingavörum í landinu eftir stríð. Helstu viðskiptalönd voru Bandaríkin, Spánn og England. Í dag þjónustar fyrirtækið bygginga markaðinn með sölu og þjónustu á hvers konar bygginga- vörum til klæðninga á loftum, gólfum, veggjum innanhúss og utan á húsið. Má þar helst nefna utanhússklæðningar, þakefni, eldvarnarplötur, glugga og úti hurðir. /HKr. Bás Þ. Þorgrímsson & Co. á Búgreinaþinginu. Mynd / smh
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.