Bændablaðið - 10.03.2022, Qupperneq 6

Bændablaðið - 10.03.2022, Qupperneq 6
Bændablaðið | Fimmtudagur 10. mars 20226 Búgreinaþing Bændasamtaka Íslands var haldið í fyrsta sinn dagana 3. og 4. mars síðastliðinn þar sem bændur úr nær öllum búgreinum komu saman til þings og réðu ráðum sínum um málefni íslensks landbúnaðar og viðkomandi búgreina undir yfirskriftinni Samstíga landbúnaður. Þingið var vel sótt og góður rómur gerður af þessu fyrirkomulagi þar sem allar búgreinar hittust á sama stað á sama tíma og verður hér eftir um árvissan viðburð að ræða. Eftir þingið verður unnið úr ályktunum og tillögum frá þinginu og það samræmt í tillöguform fyrir Búnaðarþing sem haldið verður dagana 31. mars og 1. apríl næstkomandi. Mín upplifun af þessu fyrirkomulagi var mjög jákvæð en ýmislegt má betur fara, en þetta var jú frumraun og treystum því að við í sameiningu lagfærum þá vankanta svo betur megi fara. Á stríðstímum Í einfeldni minni taldi ég að orðin „á stríðstímum“ myndu aldrei koma af mínum vörum, en sú er einmitt raunin núna. Sem frumframleiðendur matvæla þurfum við að huga að aðföngum og tryggja það að fæðuframleiðsla fyrir íslenska þjóð verði hnökralaus. Okkar mestu áhyggjur um þessar stundir snúa ekki einvörðungu að hækkunum á áburði, heldur hvort og hvernig áburður verður fluttur á milli landa. Samkvæmt okkar upplýsingum hafa birgjar tryggt að áburður sem búið var að panta berst til landsins, en hver staðan verður fyrir vorið 2023 er eitthvað sem við verðum að fara að huga að í tíma. Veikleiki í þjóðaröryggi? Þjóðaröryggisstefna fyrir Ísland var samþykkt á Alþingi 13. apríl 2016. Markmið með þjóðaröryggisstefnu er að tryggja sjálfstæði, fullveldi og friðhelgi landamæra Íslands, öryggi borgaranna og vernd stjórnkerfis og grunnvirkja samfélagsins. Í þjóðaröryggisstefnunni endurspeglast „Breið sýn á þjóðaröryggi“, öryggi sem tekur til fleiri og flóknari þátta en áður þekktist bæði af mannavöldum og/ eða vegna náttúruhamfara. Ísland er fámennt eyríki sem hvorki hefur burði né vilja til að ráða yfir her og tryggir öryggi sitt og varnir með virkri samvinnu við önnur ríki og innan alþjóðastofnana. Í stefnunni raðast ógnir og áhættuþættir í þrjá flokka þar sem fæðu- og matvælaöryggi fellur í flokk 2 yfir ógnir sem þarfnast fullrar athygli stjórnvalda. Það sem matvælaframleiðendur, fyrirtæki og landsmenn þurfa nú að fá upplýsingar um er hvort tilefni sé til þess að uppfæra áhættumat þjóðaröryggisstefnu, eru til nægar birgðir af áburði, kjarnfóðri og hrávöru til matvælaframleiðslu í landinu? Til hversu langs tíma dugar það ef stríðið dregst á langinn? Því eins og alþjóð veit er Úkraína einn stærsti framleiðandi á kornafurðum í heimi. Nú þegar hafa kornafurðir hækkað eftir sem dagarnir líða, hvar það endar veit enginn. Vitanlega þurfa íslensk stjórnvöld að kortleggja heildarhagsmuni íslenskra fyrirtækja en við verðum jafnframt á sama tíma að líta til þess að verulega getur hrikt í stoðunum ef brestir fara að myndast í aðfangakeðjunni. Eitt er þó víst að við sem störfum í landbúnaði þurfum að vinna okkur áfram í þessari breyttu heimsmynd. Bændablaðið kemur út 24 sinnum á ári. Því er dreift ókeypis á yfir 400 stöðum á landinu og á öll lögbýli landsins. Lesendur geta einnig gerst áskrifendur að blaðinu og fengið það sent heim í pósti gegn greiðslu burðargjalds. Árgangurinn (24. tölublöð) kostar þá kr. 12.200 með vsk. (innheimt í tvennu lagi). Ársáskrift fyrir eldri borgara og öryrkja kostar 8.000 með vsk. Heimilisfang: Bændablaðið, Bændahöll við Hagatorg, 107 Reykjavík. Sími: 563 0300 – Fax: 562 3058 – Kt: 631294–2279 Bændablaðið er í eigu Bændasamtaka Íslands. − Málgagn bænda og landsbyggðar − SKOÐUN Vopnaskak í útlöndum er ekki bara áhyggjuefni fyrir viðkomandi þjóðir því fólk sem flýr slíkar hörmungar leitar skjóls þvert á öll landamæri. Því mun stríðið í Úkraínu líka hafa bein áhrif á íslenskan veruleika og þar með á húsnæðismarkaðinn hér á landi. Pólitískar ákvarðanir á vettvangi sveitarstjórnarstigsins hafa haft afgerandi áhrif á lóðaframboð og verðlagningu á lóðum fyrir íbúðarhúsnæði með skelfilegum afleiðingum. Lóðauppboð sem innleitt var í Reykjavík 1999 og síðan tekið upp víðar, hefur hleypt upp lóðaverði og útilokar venjulegt launafólk frá því að byggja sjálft. Fjársterkir aðilar hafa nýtt sér þessa stöðu. Þeir hafa líka augljósan hag af skortstöðu í lóða- og fasteignaframboði. Fleiri áhrifaþættir en hægagangur í skipulagsmálum og húsbyggingum hefur þó áhrif á stöðuna á fasteignamarkaði. Fjölgun landsmanna hefur líka greinilega verið stórlega vanmetin hvað varðar íbúðaþörfina. Samkvæmt bráðabirgðatölum frá Hagstofu íslands voru íbúar landsins um síðustu áramót um 376.000. Á fimm ára tímabili, eða frá ársbyrjun 2017, hefur íbúum landsins fjölgað um 27.651, eða um 5.530 að meðaltali á ári. Byggingarþörfin í landinu er í samræmi við það. Hér hafa verið uppi háværar kröfur um að Íslendingar axli ábyrgð í móttöku flóttamanna. Því til viðbótar hafa verið virkjuð lagaákvæði sem opnar stríðs- hrjáðum Úkraínumönnum nær óhindraða leið inn í landið. Er nú búist við að hingað komi jafnvel nokkur þúsund flóttamenn á þessu ári. Varla getum við verið þekkt fyrir að bjóða þessu fólki upp á að búa í tjöldum. Leiga á hótelum er einungis skammtímalausn sem og hugmynd að nýta sumarhús verkalýðsfélaga í þessu skyni. Því er spurningin, hvernig ætla yfirvöld að leysa þennan vanda til viðbótar þeim húsnæðisvanda sem þjóðin á þegar við að glíma? Þar bíða ungir íslenskir ríkisborgarar og öryrkjar í röðum eftir úrlausn sinna mála, bæði vegna íbúðarkaupa og leigu íbúða á allt of dýrum leigumarkaði. Er ekki ljóst að stjórnvöld, sveitarfélögin ásamt eftirlits- og reglugerðarstofnunum í landinu verða nú þegar að fara að taka sig saman í andlitinu og vinda ofan af þeim regluverksófögnuði sem hér er búið að innleiða í húsbyggingarmálum? Forsætisráðherra skipaði nýverið enn einn starfshópinn um umbætur á húsnæðis- markaði. Þetta kemur í kjölfar átakshóps sem skipaður var 2019. Er ekki kominn tími til að menn bretti upp ermar í stað þess að halda endalausa fundi og skrifa skýrslur í bunkum? Það þarf aðgerðir og það strax. Húsnæðisvandinn getur orðið að stórvandamáli í landinu eftir örfáar vikur sem getur leitt til togstreitu milli íbúa. Hvorki flóttafólk né venjulegir íslenskir ríkisborgarar í húsnæðisvanda geta beðið endalaust eftir aðgerðum. Það þarf að fara strax í að útbúa lóðir á kostnaðar verði, um land allt, og láta af öllum flottræfilshætti í húsbygg ingar- og skipulagsmálum. Það eru til fjölmargar lausnir í byggingu verksmiðjuframleiddra einingahúsa sem hægt er að koma upp með hraði. Jafnvel með byggingu tilbúinna einingablokka líkt og gert hefur verið í Þýskalandi og víðar. Það var hægt að leysa málin eftir Vestmannaeyjagosið og slíkt ætti að vera mun auðveldara núna með nýrri og fullkomnari tækni. Þarna verða sveitar- stjórnir og ríkisvaldið að taka höndum saman um alvöru aðgerðir. Ekki fleiri verðlaunaskýrslur, takk! /HKr. Hvalvatnsfjörður er stuttur og grunnur fjörður yst á skaganum milli Eyjafjarðar og Skjálfandaflóa. Hann dregur nafn af Hvalvatni, lóni sem hér sést og Fjarðará fellur í og er aðskilið frá firðinum sjálfum af malarkambi. Austan við fjörðinn gnæfa Hnausafjall og Bjarnarfjall, en vestan við hann eru fjöllin Darri, Lútur, og Þorgeirshöfði, sem skilur hann frá Þorgeirsfirði. Hvalvatnsfjörður og næsti fjörður til vesturs, Þorgeirsfjörður, heita einu nafni Fjörður (kvk.ft.). Þar voru nokkrir bæir áður fyrr en eru nú allir í eyði. Mynd / Hörður Kristjánsson Gunnar Þorgeirsson formaður Bændasamtaka Íslands gunnar@bondi.is ÍSLAND ER LAND ÞITT Ritstjóri: Hörður Kristjánsson (ábm.) hk@bondi.is – Sími: 563 0339 – Blaðamenn: Guðrún Hulda Pálsdóttir gudrunhulda@bondi.is – Margrét Þóra Þórsdóttir mth@bondi.is – Sigrún Pétursdóttir sigrunpeturs@bondi.is – Sigurður Már Harðarson smh@bondi.is – Vilmundur Hansen vilmundur@bondi.is Auglýsingastjóri: Þórdís Una Gunnarsdóttir thordis@bondi.is – Sími: 563 0303 Netfang auglýsinga: augl@bondi.is − Sími smáauglýsinga: 563 0300 – Vefur blaðsins: www.bbl.is − Netfang blaðsins: (fréttir og annað efni) er bbl@bondi.is Frágangur fyrir prentun: Sigrún Pétursdóttir – Prentun: Landsprent ehf. – Upplag: sjá forsíðu – Dreifing: Landsprent og Íslandspóstur. ISSN 1025-5621 Húsaskjól óskast Breytt heimsmynd Frá Búgreinaþingi 2022 sem fram fór á Hótel Natura í Reykjavík dagana 3.–4. mars. Mynd / HKr.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Bændablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.