Bændablaðið - 10.03.2022, Blaðsíða 27

Bændablaðið - 10.03.2022, Blaðsíða 27
Bændablaðið | Fimmtudagur 10. mars 2022 27 Aflvélar ehf. sérhæfir sig í sölu á tækjabúnaði fyrir sveitarfélög, verktaka, bændur, flugvelli og vegagerð. Guðlaugur Eggertsson sölumaður kynnti fulltrúum á Búgreinaþingi hvað fyrirtækið hefði upp á að bjóða. Aflvélar bjóða m.a. upp á hinar vinsælu Valtra dráttarvélar og ýmis heyvinnutæki og annan búnað fyrir verktaka og bændur frá Pronar og fleiri fyrirtækjum. Guðlaugur sagði að ástandið úti í heimi af völdum Covid- 19, stórhækkanir á orkuverði og nú síðast stríðið í Úkraínu væri að hafa margvísleg áhrif á framleiðendur vegna samdráttar í íhlutaframleiðslu. Samt hafi gengið ágætlega hjá þeim í Aflvélum að útvega tæki, enda hafi þeir pantað tímanlega. „Þetta er mismunandi eftir framleiðendum, sumir eru með mjög langa biðlista,“ segir Guðlaugur. Búvélar á Selfossi með Massey Ferguson umboðið Aflvélar ehf. í Garðabæ keyptu í byrjun apríl 2020 þrotabú Jötunn véla ehf. á Selfossi sem var m.a. með umboð fyrir Massey Ferguson dráttarvélar og tæki. Er það umboð nú undir nafninu Búvélar. Búvélar á Selfossi er sérhæft sölu- og þjónustufyrirtæki á ýmsum búnaði. Ívar Freyr Hafsteinsson var mættur á Búgreinaþing til að sýna bændum hvað fyrirtækið gæti boðið þeim upp á. Ívar sagði vélasölu ganga ágætlega miðað við árstíma, en vissulega fyndu þeir fyrir því að stórhækkun áburðarverðs tæki í reksturinn hjá bændum. Þeir væru því eðlilega meira hikandi en áður í að fjárfesta í vélbúnaði. Búvélar ehf. tóku við umboði fyrir Massey Ferguson á Íslandi í sumarbyrjun 2020. Fyrirtækið sérhæfir sig í sölu og þjónustu við Massey Ferguson dráttarvélar og hefur auk þess hafið innflutning á öðrum tækjum frá Massey Ferguson, s.s. heyvinnutækjum o.fl. enda mikið úrval af gæðatækjum í boði frá þessum heimsþekkta framleiðanda. /HKr FAGRÁÐSTEFNA SKÓGRÆKTAR 2022: Fagráðstefna skógræktar er í samvinnu Skógræktarinnar, Landbúnaðarháskóla Íslands, Skógræktarfélags Íslands, Skógfræðingafélags Íslands og Bændasamtaka Íslands Skógrækt 2030 – Ábyrg græn framtíð HÓTEL GEYSI HAUKADAL 29.-30. MARS DAGSKRÁ SKRÁNING OG NÁNARI UPPLÝSINGAR • Skógræktarstefna til 2030 • Kolefnisbinding, ný markmið, tækifæri og vottun • Viðarafurðir • Fjölbreytt dagskrá með erindum og veggspjöldum um skógrækt, skógarnytjar, nýjustu rannsóknir og margt ‘eira 29. mars 30. mars skogur.is/fagradstefna2022 C M Y CM MY CY CMY K Fagráðstefna skógræktar 2022 - auglýsing bbl.pdf 1 2.3.2022 15:17:09 Aflvélar og Búvélar: Bjóða upp á hinar þekktu dráttarvélar frá Valtra og Massey Ferguson Guðlaugur Eggertsson, sölumaður hjá Aflvélum og Ívar Freyr Hafsteinsson hjá Búvélum á Selfossi. BÚGREINAÞING 2022 Næsta blað kemur út 24. mars
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.